Reitir kaupa Ziemsen húsið
Reitir hafa fest kaup á hinu sögufræga Ziemsen húsi. Húsið stendur á Vesturgötu 2a. Húsið, sem er 668,5 fermetrar, var upphaflega byggt í tveimur áföngum á lóðinni Hafnarstræti 21. Veitingahúsið Fiskfélagið er í kjallara hússins, Iða er á 1. hæð og hugbúnaðarfyrirtækið Rue de Net er á 2. hæð.
15.08.2014