Fréttir af Reitum og af lífinu í fasteignunum

Lindex stækkar í Kringlunni

Reitir hafa undirritað nýjan leigusamning við umboðsaðila Lindex á Íslandi um aukið rými í Kringlunni. Í dag, 24. júlí, hefjast framkvæmdir við stækkun verslunarinnar við hlið núverandi rýmis. Í stækkaðri verslun, sem opnar 4. október, verður boðið upp á nærföt, fylgihluti og fatnað fyrir verðandi mæður til viðbótar við barnafatalínu Lindex.

Bókasafn í Spöngina

Reitir og Reykjavíkurborg hafa gert með sér leigusamning um húsnæði fyrir bókasafn í Spönginni, samningurinn hefur nú fengið samþykki borgarráðs. Húsnæðið, sem er um 1300 fermetrar, kemur til með að hýsa Foldasafn Borgarbókasafns.

Sátt í málefnum Reita og Seðlabankans

Visir.is fjallaði í dag, 2. júlí, um sátt Reita við Seðlabanka Íslands. Sáttin gerir Reitum kleift að halda áfram á vegferð heildarfjármögnunar félagsins og skráningar í Kauphöll.

Reitir kaupa Fiskislóð 10

Reitir undirrituðu í dag samkomulag vegna kaupa á Fiskislóð 10 við gömlu höfnina í Reykjavík. Samhliða kaupunum var undirritaður langtíma leigusamningur um jarðhæð hússins. Efri hæð hússins verður auglýst til leigu.

Græn leiga í gamla KEA húsinu á Akureyri

Ferðamálastofa, Eyþing, Vaðlaheiðargöng og Markaðsstofa Norðurlands eru nýir leigutakar í gamla Kea húsinu að Hafnarstræti 91 á Akureyri. Þessir aðilar munu undirita yfirlýsingu um græna leigu fimmtudaginn 5. júní kl. 15:30 í Hafnarstræti 91.

Kringlan fær alþjóðleg verðlaun

Kringlan bar sigur úr býtum í flokknum „nýr auglýsingamiðill“ fyrir árið 2013 hjá Alþjóðlegum samtökum verslunarmiðstöðva, ICSC, fyrir appið Kringlukröss, en þau voru afhent við hátíðlega athöfn í Amsterdam 15. maí sl.

Reitir semja við Creditinfo um nýtt húsnæði í Höfðabakka 9

Creditinfo og Reitir hafa gert nýjan langtíma leigusamning um húsnæði í Höfðabakka 9. Creditinfo hafa verið með aðsetur á 7. hæð en munu nú flytjast á 3. hæð í sama húsi.

Reitir kaupa Klettagarða 6

Reitir hafa fest kaup á 2.819 fermetra húsnæði að Klettagörðum 6 í Reykjavík.

Aðalfundur og ársskýrsla 2013

Aðalfundur Reita fasteignafélags hf. fyrir rekstrarárið 2013 var haldinn á Hotel Hilton Reykjavík Nordica 30. apríl 2014.

Græn leiga fær frábærar viðtökur

Grænni leigu Reita hefur verið gífurlega vel tekið. Nú þegar hafa tugir viðskiptavina gengið skrefið til fulls og lokið við að færa rekstur húsnæðis síns í grænan búning.

Sbarro opnar í Lækjargötu 2a

Í byrjun maí n.k. opnar nýr Sbarro veitingastaður á annarri hæð í Lækjargötu 2a, „Iðu húsinu“. Nýi staðurinn í Lækjargötunni verður sá þriðji á Íslandi, en Sbarro og Reitir eiga nú þegar í leigusambandi á Stjörnutorgi í Kringlunni.

Ársreikningur Reita 2013

Rekstrarhagnaður Reita var 5.869 milljónir árið 2013. Rekstrarafkoma Reita fasteignafélags hf. árið 2013 fyrir fjármagnsliði og matsbreytingu fjárfestingareigna var í takti við áætlanir. Nýting fasteigna félagsins, mæld sem hlutfall tekna, var um 96% í árslok 2013.

Mímir - símenntun í Höfðabakka 9

Mímir - símenntun og Reitir fasteignafélag hafa gert grænan leigusamning um húsnæði fyrir starfsemi skólans í Höfðabakka 9. Húsnæðið er um 1750 fermetrar og verður endurinnréttað til að uppfylla kröfur starfsfólks og nemenda um nútímalega, vistvæna og hagnýta vinnuaðstöðu. Framkvæmdir eru þegar hafnar og er gert ráð fyrir að þeim ljúki 1. ágúst.

Reitir hafa stutt UNICEF á Íslandi í áratug

Reitir fasteignafélag hefur frá upphafi stutt dyggilega við bakið á UNICEF á Íslandi en samtökin fagna nú í mars 2014 tíu ára afmæli sínu. Í heilan áratug hafa Reitir veitt UNICEF á Íslandi aðstoð sem aftur hefur gert samtökunum auðveldara fyrir að halda úti öflugri starfsemi.

Umfjöllun um Reiti í Viðskiptablaðinu

Fjallað var um fyrirhugaða skráningu Reita í Kauphöll í Viðskiptablaðinu fimmtudaginn 17. janúar 2013.

Sögufræg hús í miðbænum fá söguskýringarskilti

Nýverið voru settir sögu­skýringarplattar á nokkur hús í miðbænum. Reitir fasteignafélag vann verkefnið í samvinnu við Minjavernd og Minjasafn Reykjavíkur.

Morrow - ný verslun í Kringlunni

Þann 1.des s.l. opnaði ný verslun á þriðju hæð Kringlunnar. Verslunin heitir Morrow og er þar sem Blend var áður.