Góð afkoma Reita á fyrri árshelmingi 2014
Afkoma Reita fasteignafélags á fyrri árshelmingi 2014 er góð og í takti við áætlanir félagsins. Leigutekjur félagsins fyrstu sex mánuði ársins námu 4.173 millj. kr. samanborið við 4.023 millj. kr. á sama tímabili árið 2013. Nýtingarhlutfall eigna félagsins batnar nokkuð milli ára og var 95,9% á fyrri árshelmingi samanborið við 95,1% á sama tímabili í fyrra.
29.08.2014