Til baka

Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum í 10 ár

22 ágúst 2025

Reitir hafa hlotið viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum árlega síðan 2015 og markar þetta því 10. árið í röð sem félagið hlýtur þessa viðurkenningu.

Viðurkenningin sem veitt er af Stjórnvísi, Viðskiptaráði Íslands, Samtökum atvinnulífsins og Nasdaq Iceland er mikilvægt framtak í eftirfylgni með stjórnarháttum fyrirtækja og stuðlar að uppbyggilegum umræðum og þróun í þeim efnum. Guðni Aðalsteinsson, forstjóri Reita, var viðstaddur við glæsilega afhöfn þann 22. ágúst 2025 ásamt Láru Hilmarsdóttur, samskiptastjóra félagsins, til þess að taka á móti viðurkenningunni fyrir hönd félagsins.

Árangur félagsins að hafa hlotið þessa viðurkenningu samfleytt í áratug er til marks um áherslu Reita á vanaða og faglega stjórnarhætti.

Viðurkenningin er veitt á grundvelli úttektar á stjórnarháttum félagsins og tekur hún mið af leiðbeiningum um góða stjórnarhætti útgefnum af Viðskiptaráði Íslands, Samtökum atvinnulífsins og Nasdaq á Íslandi. Stjórnvísi er umsjónaraðili viðurkenningarinnar.

Á myndinni má sjá fulltrúa þeirra 17 fyrirtækja sem hlutu viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum 2024-2025 ásamt forsvarsmönnum Stjórnvísi, Viðskiptaráðs Íslands, Samtaka atvinnulífsins og Nasdaq Iceland sem veittu verðlaunin.

Fleiri fréttir

Reitir flytja tímabundið í Kringluna 7 í sumar

Í sumar er skrifstofa Reita tímabundið staðsett í Kringlunni 7, á 7. hæð.

Reitir auglýsa eftir yfirlögfræðingi

Reitir leita að öflugum og reynslumiklum einstaklingi í starf yfirlögfræðings og regluvarðar.

Reitir og Háskólinn í Reykjavík hefja þriggja ára samstarf og efna til hugmyndasamkeppni

Reitir og Háskólinn í Reykjavík (HR) hefja þriggja ára samstarf og munu efna til árlegrar hugmyndasamkeppni fyrir nemendur þar sem nýsköpun, sköpunargleði og hugvit fá frjálsan taum.