Til baka

Reitir flytja tímabundið í Kringluna 7 í sumar

4 júlí 2025

Í sumar flyst skrifstofa Reita tímabundið í Kringluna 7, Hús Verslunarinnar, á 7. hæð, á meðan framkvæmdir standa yfir á skrifstofu félagsins staðsetta í verslunarmiðstöðinni Kringlunni.

Við tökum vel á móti öllum gestum í tímabundnu húsnæði frá og með mánudeginum 7. júlí þangað til í lok ágúst.

Hvar finn ég Reiti?

Reitir verða með tímabundna aðstöðu í Kringlunni 7, Húsi Verslunarinnar, á 7. hæð. Opnunartími skrifstofu er óbreyttur, frá kl. 8:00 til 16:00. Hægt er að hafa samband við Reiti í gegnum síma 575 9000 eða í tölvupósti á netfangið reitir@reitir.is.

Frekari upplýsingar um flutning Reita aftur í Kringluna verða birtar í ágúst.

Fleiri fréttir

Reitir og Þarfaþing undirrita samning um byggingu Kringlureits

Reitir fasteignafélag hf. og Þarfaþing hf. hafa skrifað samning um alverktöku vegna byggingar Kringlureits.

Blóðbankinn opnar í Kringlunni

Blóðbankinn hefur nú opnað í Kringlunni, stærstu verslunarmiðstöð Íslands. Ný staðsetning eykur enn frekar aðgengi almennings að blóðgjöf sem er ómissandi liður í heilbrigðisþjónustunni.

Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum í 10 ár

Reitir hafa hlotið viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum árlega síðan 2015 og markar þetta því 10. árið í röð sem félagið hlýtur þessa viðurkenningu.