Til baka

Reitir auglýsa eftir yfirlögfræðingi

27 maí 2025

Reitir leita að öflugum og reynslumiklum einstaklingi í starf yfirlögfræðings og regluvarðar. Sigurlaug Helga Pétursdóttir sem hefur sinnt starfi yfirlögfræðings og regluvarðar hefur óskað eftir að láta af störfum og mun hverfa til annarra starfa í haust. Henni eru færðar kærar þakkir fyrir framlag sitt til Reita.

Starf yfirlögfræðings laust til umsóknar

Starf yfirlögfræðings felur í sér ábyrgð á lögfræðilegum málefnum félagsins, stjórnarháttum skráðs hlutafélags og regluvörslu. Starfið heyrir undir forstjóra og felur í sér náið samstarf við stjórn, framkvæmdastjórn og önnur svið félagsins.

Um er að ræða krefjandi og fjölbreytt hlutverk fyrir einstakling með sterka yfirsýn og fagmennsku að leiðarljósi, sem getur tryggt trausta umgjörð um lagaleg verkefni og stuðlað að áframhaldandi vexti og velgengni félagsins.

Umsóknarfrestur er til og með 13. júní 2025.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Hlynur Atli Magnússon hjá Hagvangi (hlynur@hagvangur.is).

 

Reitir kveðja Sigurlaugu með þökkum

Sigurlaug Helga Pétursdóttir hóf störf hjá Reitum árið 2014 sem lögfræðingur og undanfarið hefur hún sinnt starfi yfirlögfræðings og regluvarðar. Hún hefur sinnt mikilvægu hlutverki við þróun og vöxt félagsins undanfarin ár. Sigurlaug mun starfa hjá félaginu út ágúst áður en hún hverfur til starfa á öðrum starfsvettvangi.

Reitir þakka Sigurlaugu kærlega fyrir verðmætt framlag til félagsins síðustu ár og óska henni heilla á nýjum starfsvettvangi.

Fleiri fréttir

Reitir eru framúrskarandi og til fyrirmyndar

Reitir eru í 3. sæti meðal 1.720 fyrirtækja sem eru til fyrirmyndar samkvæmt samantekt Viðskiptablaðsins og Keldunnar.

Deiliskipulag fyrir Kringlureit samþykkt af borgarráði

Tillaga Reita um að byggja 420 íbúðir í mannvænu og lifandi umhverfi getur orðið að veruleika.

Torgið hugmyndasamkeppni haldin í fyrsta skipti

Fjórtán lið skipuð nemendum úr Háskólanum í Reykjavík, tóku þátt í Torginu, hugmyndasamkeppni Reita og HR, sem haldin var í fyrsta skipti dagana 8.-11. október.