Vandað atvinnuhúsnæði fyrir alla kima atvinnulífsins
~135
fasteignir
Um 90% þeirra eru á Höfuðborgarsvæðinu og þær skiptast í um 700 leigueiningar sem eru að meðaltali um 650 fermetrar hver.
~460
þúsund fm.
Verslunar- og skrifstofuhúsnæði skapar hvort um sig í kringum 35% leigutekna og hótel um 16%.
~500
leigutakar
Viðskiptavinir okkar eru opinberir aðilar og fyrirtæki í flestum greinum íslensks atvinnulífs.
Allt sem þú vilt vita um eignasafn Reita
Fjárfestingareignir Reita skiptast í tekjuberandi og ótekjuberandi eignir. Tekjuberandi eignum er skipt í fjóra flokka; verslunarhúsnæði, skrifstofuhúsnæði, hótel og fjórða flokkinn, iðnaðarhúsnæði og annað húsnæði sem fellur ekki innan fyrrgreindra flokka. Í skýrslum sem gefnar eru út á hálfsárs fresti má finna ítarupplýsingar um dreifingu tekna m.t.t. staðsetningar, tegundar húsnæðis og samsetningar leigutaka, ásamt tölulegum upplýsingum um allar fasteignir og umfjöllun um þróunareignir.
Í eignasafnsskýrslum má finna ítarupplýsingar um allar fasteignir Reita. Tölfræði um fasteignir og leigutaka ásamt yfirliti yfir allar fasteignir og upplýsingum um framgang þróunarverkefna.