Klæðskerasniðið leiguhúsnæði fyrir framsýn fyrirtæki
Skrunaðu
Hvernig getum við aðstoðað?
Skrifstofuhúsnæði til leigu
Engin uppgerð, í mesta lagi uppgerð hús.
Verslunarhúsnæði til leigu
Stærðin skiptir máli þegar kemur að verslunum.
Viðhald og endurbætur
Þarfnast húsnæðið viðhalds eða kallar reksturinn á breytingar?
Reitir fasteignafélag
Hjá okkur finnur þú rétt húsnæði
Starfsemi okkar felst í eignarhaldi á atvinnuhúsnæði sem leigt er til fjölbreyttra fyrirtækja og stofnana. Við leggjum áherslu á að sníða fasteignir að þörfum rekstraraðila og byggjum þannig upp traust langtímasambönd við okkar viðskiptavini.
Eignasafn Reita er um 455 þúsund fermetrar og samanstendur af um 135 eignum sem er að stærstum hluta verslunar- og skrifstofuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu.
Lífið í fasteignum Reita

Deiliskipulag fyrir Korputún, 90 þús. fm. atvinnukjarna á mörkum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar, hefur tekið gildi. Um er að ræða byggð fyrir verslunar-, þjónustu- og athafnasvæði, þar sem áhersla er lögð á sjálfbærni og samnýtingu, náttúru og aðlaðandi umhverfi. Borgarlína mun liggja þvert í gegnum skipulagssvæðið.
Reitir hafa undirritað nýja leigusamninga við þrjá af stærstu aðilunum á íslenskum skó- og tískuvörumarkaði um húsnæði í Holtagörðum. Öll neðri hæð hússins verður endurnýjuð í tengslum við breytinguna.
Ítarupplýsingar um eignasafnið, leigutaka og leigusamninga ásamt árlegu yfirliti yfir áherslur og árangur í átt að sjálfbærni.
Fjölbreytt og vandað safn atvinnuhúsnæðis
01 / 04
Skoða eignasafnKorputún
Við þróum nýjan atvinnukjarna þar sem sjálfbærni er lykilstefið í hönnun og ákvarðanatöku.
Á korputúni verður húsnæði frá 500 til 6000 fermetrar að stærð. Atvinnukjarninn verður skipulagður fyrir fjölbreytta atvinnustarfsemi, s.s. skrifstofur, verslun og þjónustustarfsemi.
Skipulagið gerir ráð fyrir 90 þúsund fermetrum af atvinnuhúsnæði í um 30 byggingum og því örugglega rými fyrir þitt fyrirtæki.