Fréttir
Það helsta

Deiliskipulag fyrir Korputún, 90 þús. fm. atvinnukjarna á mörkum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar, hefur tekið gildi. Um er að ræða byggð fyrir verslunar-, þjónustu- og athafnasvæði, þar sem áhersla er lögð á sjálfbærni og samnýtingu, náttúru og aðlaðandi umhverfi. Borgarlína mun liggja þvert í gegnum skipulagssvæðið.
Reitir hafa undirritað nýja leigusamninga við þrjá af stærstu aðilunum á íslenskum skó- og tískuvörumarkaði um húsnæði í Holtagörðum. Öll neðri hæð hússins verður endurnýjuð í tengslum við breytinguna.
Ítarupplýsingar um eignasafnið, leigutaka og leigusamninga ásamt árlegu yfirliti yfir áherslur og árangur í átt að sjálfbærni.
Fleiri fréttir
Nýtt Ævintýraland hefur opnað á Kúmen í Kringlunni
Sambíóin Kringlunni opnuðu loksins dyrnar upp á gátt í morgun að loknum framkvæmdum sem staðið hafa yfir undanfarna mánuði.
Tilkynnt hefur verið að nýja veitinga- og afþreyingarsvæðið sem opnar bráðlega í Kringlunni hafi fengið nafnið Kúmen. Á svæðinu verða m.a. 17 veitingastaðir, nýtt ævintýraland og endurnýjað Kringlubíó með nýjum lúxussal.
Reitir leita að öflugum stjórnanda til að leiða eignaumsýslusvið félagsins.