Fréttir
Það helsta

Reitir fóru fyrir skipulagsgerð á Reitnum sem hefur nú verið seldur að skrifstofubyggingunni undanskilinni.
Inga Rut Jónsdóttir tekur við starfi framkvæmdastjóra Kringlunnar. Sigurjón Örn Þórsson, frafarandi framkvæmdastjóri tekur við nýju starfi sem framkvæmdastjóri nýs þróunarfélags sem mynda á um uppbyggingu á Kringlureitnum.
Ingveldur Ásta Björnsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri Viðskiptaþróunar hjá Reitum, en um nýtt svið er að ræða innan félagsins.
Fleiri fréttir
Deiliskipulag fyrir Korputún, 90 þús. fm. atvinnukjarna á mörkum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar, hefur tekið gildi. Um er að ræða byggð fyrir verslunar-, þjónustu- og athafnasvæði, þar sem áhersla er lögð á sjálfbærni og samnýtingu, náttúru og aðlaðandi umhverfi. Borgarlína mun liggja þvert í gegnum skipulagssvæðið.
Reitir hafa undirritað nýja leigusamninga við þrjá af stærstu aðilunum á íslenskum skó- og tískuvörumarkaði um húsnæði í Holtagörðum. Öll neðri hæð hússins verður endurnýjuð í tengslum við breytinguna.
Ítarupplýsingar um eignasafnið, leigutaka og leigusamninga ásamt árlegu yfirliti yfir áherslur og árangur í átt að sjálfbærni.
Nýtt Ævintýraland hefur opnað á Kúmen í Kringlunni
Sambíóin Kringlunni opnuðu loksins dyrnar upp á gátt í morgun að loknum framkvæmdum sem staðið hafa yfir undanfarna mánuði.