Reitir fasteignafélag hf. birtir uppgjör fyrri árshelmings 2015 eftir lokun markaða fimmtudaginn 20. ágúst nk.
Reitir bjóða fjárfestum og markaðsaðilum á opinn fund þar sem Guðjón Auðunsson, forstjóri, og Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, munu kynna uppgjörið.
Reitir gerðu nýverið leigusamning við verslunina Beint úr sjó sem opnaði að Fitjum í Reykjanesbæ á dögunum. Verslunin býður upp á mikið úrval fiskrétta, ferskan fisk og sushi.
Reitir hafa gert leigusamning við Okkar líftryggingar um skrifstofuhæð að Laugavegi 182. Um er að ræða þriðju hæð hússins sem hefur verið endurnýjuð fyrir starfsemi Okkar líf og dótturfélag þess, Tekjuvernd.
Kauphöllin hefur birt endurskoðaða samsetningu Úrvalsvísitölunnar sem tekur gildi 1. júlí nk. Reitir fasteignafélag hefur verið tekið inn í nýju samsetninguna. Eftir breytinguna eru eftirfarandi félag í vísitölunni: Eimskipafélag Íslands, Hagar, HB Grandi, Icelandair Group, Marel, N1, Reitir fasteignafélag og Vátryggingafélag Íslands.
Fréttatíminn hefur tekið á leigu um 200 m2 húsnæði á annarri hæð í Skeifunni 2. Fréttatíminn er vikulegt blað sem dreift er ókeypis ásamt því að vera öflugur fréttavefur.
Reitir bjóða Fréttatímann velkominn til starfa.
Ný samgöngumiðstöð að Holtagörðum verður helsti brottfararstaður hjá Gray Line rútuferðum, áætlað er að daglegum gestum í Holtagarða fjölgi um rúmlega 1000. AVIS og Budget bílaleigur verða með stóra afgreiðslustöð í Holtagörðum.
Reitir fasteignafélag hf. birtir uppgjör fyrsta ársfjórðungs 2015 eftir lokun markaða fimmtudaginn 28. maí.
Reitir bjóða fjárfestum og markaðsaðilum á opinn fund sem haldinn verður föstudaginn 29. maí kl. 8:30 á Iðu, í Zimsenhúsinu að Vesturgötu 2a, 101 Reykjavík
Reitir hafa selt DGV ehf., sem er dótturfélag Olís, húsið að Fiskislóð 1, 101 Reykjavík. Húsið, sem er 2050 m2, var byggt árið 2006 og hefur frá upphafi hýst verslunina Ellingsen.
Reitir hafa gert langtíma leigusamning við Rekstrarfélag 10-11/Iceland um húsnæði að Klettagörðum 6. Húsnæðið er nýlegt u.þ.b. 2820 fermetra vöru- og iðnaðarhúsnæði með stórum innkeyrsludyrum og vandaðri starfsmanna- og skrifstofuaðstöðu. Skrifstofa 10-11/Iceland flytur því úr húsnæði Reita á 6. hæð að Lágmúla 9 yfir í Klettagarða 6.
Reitir hafa afhent Fishproducts Iceland ehf. húsnæði á 2. hæð i Dalshrauni 3 í Hafnarfirði. Húsnæðið er um 650 fermetrar og var innréttað að þörfum nýja leigutakans, það er sérlega bjart og opið með fallegu útsýni. Gerður var grænn leigusamningur og er húsið því áfram að öllu leyti rekið og viðhaldið með vistvæn sjónarmið í huga.
Í dag, 9. apríl, hófust viðskipti með hlutabréf Reita á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland. Skráning Reita er fyrsta skráningin á Aðalmarkað Nasdaq Iceland á þessu ári.
Almennu útboði Arion banka á hlutabréfum í Reitum fasteignafélagi hf. lauk síðastliðinn föstudag, þar sem um 3.600 fjárfestar óskuðu eftir að kaupa hlutabréf fyrir samtals um 25,5 milljarða króna. Bankinn bauð til sölu 100 milljónir hluta í félaginu sem jafngilda 13,25% hlutafjár.
Undirritaður hefur verið kaupsamningur milli Reita og EVA Consortium um kaup á Hótel Íslandi ehf. sem á fasteignina að Ármúla 9 í Reykjavík. Um er að ræða rúmlega 9.300 fermetra hótelbyggingu sem mun hýsa hefðbundið ferðamannahótel, sjúkrahótel og heilsutengda starfsemi.
Vínbúðin og Reitir fasteignafélag hafa undirritað leigusamning varðandi húsnæði fyrir vínbúð í Spönginni. Vínbúðin verður í um 430 fm. húsnæði fyrir miðju í Spönginni.
Reitir birtu í dag lýsingu í tengslum við almennt hlutafjárútboð og umsókn um að hlutabréf félagsins verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland. Einnig birti félagið í dag lýsingu í tengslum við umsókn um að skuldabréfaflokkurinn REITIR151244 verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland.
Veitinga- og skemmtistaðurinn American Bar opnaði laugardaginn 7. mars í húsi Reita að Austurstræti 8-10. Á American Bar er boðið upp á hamborgara, svínarif og kjúklingavængi, í samstarfi við Dirty Burgers and Ribs, auk viskí, kokteila og amerísks bjórs í frosnum glösum.
Reki ehf., fyrirtæki sem sérhæfir sig í síum og búnaði tengdum vinnuvélum, hópferðabílum, skipum og bátum og ýmsum iðnaði, hefur tekið á leigu um 630 fermetra húsnæði í norðurenda lágbyggingarinnar að Höfðabakka 9.
Umhverfisstofnun er nýjasti græni leigutakinn hjá Reitum. Í grænni leigu felst skuldbinding beggja aðila til að starfrækja húsnæði með vistvænum hætti.
Húsnæði Reita í Engihjalla er sérútbúið fyrir einkaþjálfun í fótbolta. Mbl.is birti viðtal við Þór Hinriksson og Jón Karlsson knattspyrnuþjálfara og eigendur Batta sem tók nýverið til starfa í Engihjalla. Við bjóðum þá velkomna til starfa.
Reitir settu af stað leikinn Hver er Reiturinn nú um miðjan janúar. Viðtökur við leiknum voru frábærar og mikill fjöldi þátttakenda deildi honum á Facebook. Yfir 3250 manns svöruðu yfir 8 af 10 spurningum rétt en þátttaka í leiknum var töluvert meiri.