Fréttir af Reitum og af lífinu í fasteignunum

ORG opnar í Kringlunni

Verslunin ORG opnar í glæsilegum endurnýjuðum Bíógangi í Kringlunni þann 4. desember. ORG selur m.a. lífrænan fatnað og Toms skó.

Rökkurrós opnar í Grímsbæ

Reitir hafa gert leigusamning við lífstílsverslunina Rökkurrós sem opnar í Grímsbæ kl 17:00 í dag 20. nóvember.

Uppgjör þriðja ársfjórðungs og kynningarfundur

Reitir fasteignafélag hf. birtir árshlutareikning fyrir þriðja ársfjórðung 2015 eftir lokun markaða 19. nóvember. Reitir bjóða á opinn fund þar sem uppgjörið verður kynnt föstudaginn 20. nóvember kl. 8.30 í sal Golfklúbbs Reykjavíkur á Grafarholtsvelli.

Reitir undirrita loftlagsyfirlýsingu

Reitir ásamt rúmlega 100 öðrum fyrirtækjum og stofnunum skrifuðu undir yfirlýsingu um aðgerðir í loftslagsmálum í Höfða í dag. Öll fyrirtækin og stofnanirnar skuldbundu sig til að gera sitt besta til að draga úr loftslagsáhrifum sínum og losun úrgangs.

Lín Design opnar í Kringlunni

Lín Design opnaði nýja verslun í Kringlunni í dag 22. október. Fyrirtækið hannar og framleiðir vörur fyrir heimilið. Reitir bjóða Lín Design velkomið til starfa í Kringlunni.

Kaup á fasteignafélögum í rekstri Stefnis

Reitir fasteignafélag hf. hefur ákveðið að ganga til samninga við eigendur fasteignasjóðanna SRE I slhf. og SRE II slhf. sem eru í rekstri Stefnis hf., um kaup Reita á tilteknum fasteignafélögum. Heildarvirði kaupanna er samtals 17.980 m.kr. og verður að fullu fjármagnað með lánsfé og yfirtöku áhvílandi skulda. Um er að ræða tæplega 37.500 fermetra af vönduðu húsnæði ásamt byggingarrétti.

Leiðarljós í húsnæði frá Reitum

Reitir hafa gert samning við Leiðarljós, stuðningsmiðstöð fyrir fjölskyldur barna með sjaldgæfa og alvarlega langvinna sjúkdóma, um 300 fermetra rými á þriðju hæð að Suðurlandsbraut 24. Samstarf Leiðarljóss og Reita er ekki nýtt en Reitir veittu samtökunum rausnarlegan stuðning árið 2012, í formi húsnæðis við Austurströnd á Seltjarnarnesi, í tenglsum við söfnunina Á allra vörum.

Reitir heiðursbakjarl Fjölskylduhjálparinnar

Fjölskylduhjálp Íslands starfrækir umfangsmikið hjálparstarf í húsnæði Reita í Iðufelli. Samtökin veittu Reitum nú á dögunum sérstaka viðurkenningu sem heiðursbakhjarl samtakanna.

Reitir kaupa rafmagnsbíla

Reitir hafa fest kaup á tveimur Nissan Leaf rafmagnsbílum. Notkun rafmagnsbíla í er liður í innleiðingu umhverfisstefnu Reita þar sem lögð er áhersla á vistvænar samgöngur og kaup á umhverfisvænni vörum.

Reitir kaupa Skútuvog 3

Reitir hafa ákveðið að ganga til samninga við Sjöstjörnuna ehf. um kaup Reita á fasteigninni að Skútuvogi 3 í Reykjavík. Kaupverðið er 670 milljónir kr. og mun eignin afhendast þann 1. október næstkomandi. Um er að ræða vandað 3.753 fm. vöruhús sem hýsir starfsemi heildsölunnar Eggerts Kristjánssonar ehf.

Dunkin’ Donuts í Kringluna

Dunkin’ Donuts opnar í Kringlunni í október. Kleinuhringjakaffihúsið hefur fengið frábærar viðtökur á Laugavegi en í Kringlunni verður sama vöruúrval og á kaffihúsinu á Laugavegi.

Finnska búðin nú í Kringlunni

Finnska búðin opnaði í Kringlunni á dögunum. Nýja búðin sérhæfir sig í fatnaði og skóm s.s. frá Marimekko og Nokian. Einnig er boðið upp á Iittala vörur og aðra finnska hönnun s.s. Múmínálfavörur.

Myndband af endurbyggingu rishæðar Aðalstrætis 6

Kíkið á stutt "timelapse" myndband af endurbyggingu rishæðar Aðalstrætis 6. Reitir bjóða CenterHotel Plaza velkomið til starfa á hæðinni.

Uppgjör fyrri árshelmings og kynningarfundur

Reitir fasteignafélag hf. birtir uppgjör fyrri árshelmings 2015 eftir lokun markaða fimmtudaginn 20. ágúst nk. Reitir bjóða fjárfestum og markaðsaðilum á opinn fund þar sem Guðjón Auðunsson, forstjóri, og Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, munu kynna uppgjörið.

Te og kaffi stækkar í Kringlunni

Te & Kaffi hefur opnað stækkað og endurbætt kaffihús á 3. hæð Kringlunnar við Stjörnutorg, þar eru nú sæti fyrir ríflega 50 manns.

Beint úr sjó opnar að Fitjum

Reitir gerðu nýverið leigusamning við verslunina Beint úr sjó sem opnaði að Fitjum í Reykjanesbæ á dögunum. Verslunin býður upp á mikið úrval fiskrétta, ferskan fisk og sushi.

Okkar líf leigir á Laugavegi 182

Reitir hafa gert leigusamning við Okkar líftryggingar um skrifstofuhæð að Laugavegi 182. Um er að ræða þriðju hæð hússins sem hefur verið endurnýjuð fyrir starfsemi Okkar líf og dótturfélag þess, Tekjuvernd.

Reitir teknir inn í úrvalsvísitöluna

Kauphöllin hefur birt endurskoðaða samsetningu Úrvalsvísitölunnar sem tekur gildi 1. júlí nk. Reitir fasteignafélag hefur verið tekið inn í nýju samsetninguna. Eftir breytinguna eru eftirfarandi félag í vísitölunni: Eimskipafélag Íslands, Hagar, HB Grandi, Icelandair Group, Marel, N1, Reitir fasteignafélag og Vátryggingafélag Íslands.

Fréttatíminn leigir í Skeifunni 17

Fréttatíminn hefur tekið á leigu um 200 m2 húsnæði á annarri hæð í Skeifunni 2. Fréttatíminn er vikulegt blað sem dreift er ókeypis ásamt því að vera öflugur fréttavefur. Reitir bjóða Fréttatímann velkominn til starfa.

Holtagarðar verða samgöngumiðstöð

Ný samgöngumiðstöð að Holtagörðum verður helsti brottfararstaður hjá Gray Line rútuferðum, áætlað er að daglegum gestum í Holtagarða fjölgi um rúmlega 1000. AVIS og Budget bílaleigur verða með stóra afgreiðslustöð í Holtagörðum.

Uppgjör fyrsta ársfjórðungs og kynningarfundur

Reitir fasteignafélag hf. birtir uppgjör fyrsta ársfjórðungs 2015 eftir lokun markaða fimmtudaginn 28. maí. Reitir bjóða fjárfestum og markaðsaðilum á opinn fund sem haldinn verður föstudaginn 29. maí kl. 8:30 á Iðu, í Zimsenhúsinu að Vesturgötu 2a, 101 Reykjavík

Framkvæmdir í Spönginni

Verktakar á vegum Reita vinna nú að endurnýjun húsnæðis Hagkaups og nýju Vínbúðarinnar í Spönginni, en húsið verður klætt stein og timbri.

Reitir selja Fiskislóð 1

Reitir hafa selt DGV ehf., sem er dótturfélag Olís, húsið að Fiskislóð 1, 101 Reykjavík. Húsið, sem er 2050 m2, var byggt árið 2006 og hefur frá upphafi hýst verslunina Ellingsen.

Ársskýrsla og niðurstöður aðalfundar

Ársskýrsla Reita fyrir árið 2014 var gefin út á aðalfundi félagsins í dag. Skýrsluna má nálgast á www.reitir.is/2014

10-11 & Iceland leigja Klettagarða 6

Reitir hafa gert langtíma leigusamning við Rekstrarfélag 10-11/Iceland um húsnæði að Klettagörðum 6. Húsnæðið er nýlegt u.þ.b. 2820 fermetra vöru- og iðnaðarhúsnæði með stórum innkeyrsludyrum og vandaðri starfsmanna- og skrifstofuaðstöðu. Skrifstofa 10-11/Iceland flytur því úr húsnæði Reita á 6. hæð að Lágmúla 9 yfir í Klettagarða 6.

Nýr leigutaki í Dalshrauni 3

Reitir hafa afhent Fishproducts Iceland ehf. húsnæði á 2. hæð i Dalshrauni 3 í Hafnarfirði. Húsnæðið er um 650 fermetrar og var innréttað að þörfum nýja leigutakans, það er sérlega bjart og opið með fallegu útsýni. Gerður var grænn leigusamningur og er húsið því áfram að öllu leyti rekið og viðhaldið með vistvæn sjónarmið í huga.

Viðskipti hafin með hlutabréf Reita

Í dag, 9. apríl, hófust viðskipti með hlutabréf Reita á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland. Skráning Reita er fyrsta skráningin á Aðalmarkað Nasdaq Iceland á þessu ári.

Arion banki selur 13,25% í Reitum á meðalgenginu 63,875

Almennu útboði Arion banka á hlutabréfum í Reitum fasteignafélagi hf. lauk síðastliðinn föstudag, þar sem um 3.600 fjárfestar óskuðu eftir að kaupa hlutabréf fyrir samtals um 25,5 milljarða króna. Bankinn bauð til sölu 100 milljónir hluta í félaginu sem jafngilda 13,25% hlutafjár.

Nasdaq samþykkir töku hluta í Reitum til viðskipta

Nasdaq Iceland samþykkir töku hluta í Reitum fasteignafélagi hf. til viðskipta á Aðalmarkaði að uppfylltum skilyrðum um dreifingu hlutafjár.

Reitir kaupa hótel Ísland

Undirritaður hefur verið kaupsamningur milli Reita og EVA Consortium um kaup á Hótel Íslandi ehf. sem á fasteignina að Ármúla 9 í Reykjavík. Um er að ræða rúmlega 9.300 fermetra hótelbyggingu sem mun hýsa hefðbundið ferðamannahótel, sjúkrahótel og heilsutengda starfsemi.