Fréttir af Reitum og af lífinu í fasteignunum

Niðurstaða hugmyndasamkeppni um skipulag Kringlusvæðis

Reykjavíkurborg og Arkitektafélag Íslands í samvinnu við Reiti fasteignafélag efndu til hugmyndasamkeppni um Kringlusvæðið. Alls bárust fimm hugmyndir að skipulagi svæðisins en tillaga Kanon arkitekta varð hlutskörpust.

Hagkaup opnar í Kringlunni á ný

Hagkaup hefur opnað aftur í Kringlunni eftir vel heppnaða endurnýjun verslunarinnar.

30 ára afmæli

Reitir fagna 30 ára afmæli um þessar mundir. Reitir rekja upphaf sitt til byggingar Kringlunnar árið 1987 og hefur saga Reita og Kringlunnar verið samofin síðan.

Freddy opnar í Kringlunni

Freddy, verslun sem býður m.a. upp á vinsælu WR.UP buxurnar frá ítalska merkinu Freddy hefur opnað á Bíógangi í Kringlunni.

Reitir kaupa Klettháls 3

Reitir hafa fest kaup á atvinnuhúsnæði í Kletthálsi 3. Húsnæðið er tæplega 1.700 fermetrar og var byggt árið 2003.

H&M opnar í Kringlunni

H&M opnar í Kringlunni á morgun, 28. september, verslunin mun bjóða upp á fatnað fyrir dömur, herra, börn og ungmenni ásamt snyrtivörum og aukahlutum.

Opnun TOYS R US í Kringlunni

TOYS R US opnar í Kringlunni í dag, 21. september, með risa opnunarpartýi þar sem boðið verður upp á 25% afslátt af nánast öllum vörum. Verslunin er á 2 hæð í Kringlunni við innganginn að Bíóganginum.

17 sortir opna í Kringlunni

17 sortir opna nýtt útibú í Kringlunni á næstu vikum. Sérstaða kökusjoppunnar felst í áherslu á bragð og útlit heimabaksturs.

Kaupsamningar um lóðir úr landi Blikastaða undirritaðir

Gengið hefur verið frá kaupsamningum um lóðir úr landi Blikastaða. Afhending lóðanna verður í byrjun næsta árs.

Úrslit í hugmyndasamkeppni um byggð við Laugaveg 168 til 176

Hugmyndasamkeppni um byggð við Laugaveg 168 til 176 er nú lokið, það voru Yrki arkitektar sem báru sigur úr býtum í samkeppninni. Reitir óska þeim til hamingju með árangurinn og þakka öllum sem tóku þátt í samkeppnini. Hér má sjá vinningstillöguna

Hótel Grímur opnar í Grímsbæ

Nýtt 20 her­bergja hót­el, Hót­el Grím­ur, hefur tekið til starfa í Grímsbæ.

Reitir kaupa 15 ha. atvinnusvæði í landi Blikastaða

Kauptilboð Reita í um 15. ha. byggingaland fyrir atvinnuhúsnæði í landi Blikasataða hefur verið samþykkt. Áætlað er að byggingarmagn á svæðinu verði um 75 – 110 þúsund fm., en um langtímaverkefni er að ræða þar sem gert er ráð fyrir að svæðið verði fullbyggt á næstu 8-12 árum. Deiliskipulag liggur ekki fyrir.

Reitir semja við bæjarskrifstofur Hveragerðisbæjar

Bæjarskrifstofur Hveragerðis­bæjar verða á haustmánuðum fluttar úr núverandi húsnæði í verslunarmiðstöðinni í Sunnu­mörk í Breiðumörk 20

Samningur vegna bókasafns Seltjarnarness endurnýjaður

Reitir og Seltarnarnesbær hafa endurnýjað leigusamning um bókasafn Seltjarnarness á Eiðistorgi. Húsnæði safnsins verður endurnýjað á næstu mánuðum.

Samkeppni um skipulag Kringlusvæðis

Reykjavíkurborg og Reitir auglýsa eftir þátttakendum fyrir forval lokaðrar hugmyndasamkeppni um framtíðar uppbyggingu Kringlusvæðsins. Hugmyndasamkeppnin gengur út á að fá fram spennandi og framsæknar hugmyndir um framtíðarskipulag Kringlusvæðsins.

Breytt skipulag samstæðu Reita fasteignafélags

Í maí 2017 taka í gildi samrunar milli félaga innan samstæðu Reita fasteignafélags. Breytt skipan dótturfélaga endurspeglar betur það úrval húsnæðis sem félagið býður upp á, verslunarhúsnæði, skrifstofur, hótel, iðnað og annað auk þróunarreita.

Café París opnað á ný eftir endurbætur

Cafe París hefur opnað á ný eftir gagngerar endurbætur. Markmiðið var að færa staðinn aftur nær því sem hann var í upphafi og verður frönsk bistro-stemning allsráðandi með þrískiptum matseðli; morgunverði, hádegismat og kvöldverði auk þess sem kökur og kaffi verða í boði.

Ný Dressmann verslun í Kringlunni

Glæsileg endurnýjuð Dressmann verslun hefur nú opnað í Kringlunni.

G-Star RAW opnar í Kringlunni

Ný og glæsileg verslun, G-Star RAW, hefur opnað í Kringlunni.

Ársskýrsla Reita 2016

Ársskýrsla Reita fyrir árið 2016 hefur verið gefin út á reitir.is/2016

Reitir auglýsa til leigu 10.000 fm nýtt húsnæði

Reitir fasteignafélag auglýsir eftir áhugasömum leigutökum í tengslum uppbyggingu á nýju atvinnuhúsnæði sem gæti hýst verslun, iðnað eða vörugeymslur við Skútuvog 8.

Ársuppgjör Reita 2016

Rekstrarhagnaður Reita var 6.925 millj. kr. árið 2016. Afkoma ársins ber merki þess að eignasafn Reita hefur tekið breytingum á árinu. Með kaupum og sölu fasteigna á árinu telur eignasafnið nú um 440 þúsund fermetra í um 140 fasteignum samanborið við um 410 þúsund fermetra í lok árs 2015. Nýju eignirnar falla vel að eignasafni Reita eins og rekstrarniðurstaða ársins ber með sér.

Apótekarinn opnar í Sunnumörk í Hveragerði

Apótekarinn hefur opnað nýtt apótek í verslunarmiðstöðinni Sunnumörk við Þjóðveg 1 í Hveragerði en apótekið var áður staðsett við Breiðumörk þar í bæ. Apótekarinn er frábær viðbót við úrval verslana og þjónustuaðila í Sunnumörk.

Axelsbakarí opnar á Hvannavöllum

Axelsbakarí hefur opnað nýtt glæsilegt bakarí í um 430 fermetra rými í „Linduhúsinu“ að Hvannavöllum 14 á Akureyri. Reitir bjóða Axelsbakarí velkomið til starfa í nýju húsnæði.

Reitir Framúrskarandi fyrirtæki 2016

Reitir fasteignafélag hlýtur útnefningu sem framúrskarandi fyrirtæki að mati Creditinfo árið 2016. Reitir eru í 5. sæti á lista stórra fyrirtækja þetta árið.

Fulltingi flyst á Höfðabakka 9

Lögmannsstofan Fulltingi slf., sem sérhæfir sig í þjónustu á sviði skaðabóta og vátryggingaréttar, flytur aðsetur sitt frá Suðurlandsbraut að Höfðabakka 9, 6. janúar nk.

2016 í máli og myndum

Árið 2016 var fyrsta heila starfsár Reita eftir skráningu í Kauphöll Íslands á árinu 2015. Árið var viðburðaríkt, fjöldi nýrra leigusamninga voru gerðir á árinu auk fjölmargra endurnýjana og viðauka. Reitir þakka viðskiptavinum og samstarfsaðilum fyrir ánægjulegt samstarf á árinu 2016.

Reitir kaupa Alda Hotel Reykjavik

Samþykkt hefur verið tilboð Reita um kaup á fasteignum þeim sem hýsa Alda Hótel Reykjavík á Laugavegi 66-70 í Reykjavík af L66 fasteignafélagi ehf. og Fring ehf.

Hagkaup endurnýjar og H&M opnar í Kringlunni

Hagar, fyrir hönd Hagkaups, og Reitir hafa endurnýjað leigusamning um rými á 1. hæð í Kringlunni. Stærstur hluti 2. hæðarinnar mun fara undir nýja H&M verslun, sem ráðgert er að opni seinnihluta árs 2017.

Reitir bjóða til sölu eignarhluta í Skeifunni 11

Reitir fasteignafélag býður til sölu alla eignarhluta sína í Skeifunni 11. Um er að ræða fasteignir og fasteignatengd réttindi, þ.m.t. byggingarréttur og réttur til tjónabóta vegna eldsvoða sem varð í eignunum þann 6. júlí 2014. Skv. skráningu Þjóðskrár eru eignarhlutarnir samtals 1.692,1 fm.