Í maí 2017 taka í gildi samrunar milli félaga innan samstæðu Reita fasteignafélags. Breytt skipan dótturfélaga endurspeglar betur það úrval húsnæðis sem félagið býður upp á, verslunarhúsnæði, skrifstofur, hótel, iðnað og annað auk þróunarreita.
Cafe París hefur opnað á ný eftir gagngerar endurbætur. Markmiðið var að færa staðinn aftur nær því sem hann var í upphafi og verður frönsk bistro-stemning allsráðandi með þrískiptum matseðli; morgunverði, hádegismat og kvöldverði auk þess sem kökur og kaffi verða í boði.
Reitir fasteignafélag auglýsir eftir áhugasömum leigutökum í tengslum uppbyggingu á nýju atvinnuhúsnæði sem gæti hýst verslun, iðnað eða vörugeymslur við Skútuvog 8.
Rekstrarhagnaður Reita var 6.925 millj. kr. árið 2016. Afkoma ársins ber merki þess að eignasafn Reita hefur tekið breytingum á árinu. Með kaupum og sölu fasteigna á árinu telur eignasafnið nú um 440 þúsund fermetra í um 140 fasteignum samanborið við um 410 þúsund fermetra í lok árs 2015. Nýju eignirnar falla vel að eignasafni Reita eins og rekstrarniðurstaða ársins ber með sér.
Apótekarinn hefur opnað nýtt apótek í verslunarmiðstöðinni Sunnumörk við Þjóðveg 1 í Hveragerði en apótekið var áður staðsett við Breiðumörk þar í bæ. Apótekarinn er frábær viðbót við úrval verslana og þjónustuaðila í Sunnumörk.
Axelsbakarí hefur opnað nýtt glæsilegt bakarí í um 430 fermetra rými í „Linduhúsinu“ að Hvannavöllum 14 á Akureyri. Reitir bjóða Axelsbakarí velkomið til starfa í nýju húsnæði.
Reitir fasteignafélag hlýtur útnefningu sem framúrskarandi fyrirtæki að mati Creditinfo árið 2016. Reitir eru í 5. sæti á lista stórra fyrirtækja þetta árið.
Lögmannsstofan Fulltingi slf., sem sérhæfir sig í þjónustu á sviði skaðabóta og vátryggingaréttar, flytur aðsetur sitt frá Suðurlandsbraut að Höfðabakka 9, 6. janúar nk.
Árið 2016 var fyrsta heila starfsár Reita eftir skráningu í Kauphöll Íslands á árinu 2015. Árið var viðburðaríkt, fjöldi nýrra leigusamninga voru gerðir á árinu auk fjölmargra endurnýjana og viðauka. Reitir þakka viðskiptavinum og samstarfsaðilum fyrir ánægjulegt samstarf á árinu 2016.
Samþykkt hefur verið tilboð Reita um kaup á fasteignum þeim sem hýsa Alda Hótel Reykjavík á Laugavegi 66-70 í Reykjavík af L66 fasteignafélagi ehf. og Fring ehf.
Hagar, fyrir hönd Hagkaups, og Reitir hafa endurnýjað leigusamning um rými á 1. hæð í Kringlunni. Stærstur hluti 2. hæðarinnar mun fara undir nýja H&M verslun, sem ráðgert er að opni seinnihluta árs 2017.
Reitir fasteignafélag býður til sölu alla eignarhluta sína í Skeifunni 11. Um er að ræða fasteignir og fasteignatengd réttindi, þ.m.t. byggingarréttur og réttur til tjónabóta vegna eldsvoða sem varð í eignunum þann 6. júlí 2014. Skv. skráningu Þjóðskrár eru eignarhlutarnir samtals 1.692,1 fm.
Reitir fasteignafélag hefur hlotið viðurkenninguna Fyrirtæki mannúðar 2016 frá Fjölskylduhjálp Íslands. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson afhenti viðurkenninguna.
Specialisterne, samtök sem stuðla að atvinnuþátttöku einstaklinga á einhverfurófi, hafa nú starfað hérlendis í 5 ár. Reitir hafa stutt samtökin með húsnæði allan starfstímann. Á þeim tíma hafa samtökin starfað með nærri 100 einstaklingum sem hafa flestir snúið til náms eða atvinnuþáttöku í kjölfarið.
Reitir keyptu í dag málverk sem listamaðurinn Tolli málaði með leikskólabörnum og selt var til styrktar góðgerðarverkefnisins "Af öllu hjarta" til stuðnings Bleiku slaufunnar. Auk þess að leggja góðu málefni lið vildu Reitir með þessu styðja við framtak kaupmanna í Kringlunni.
Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar hefur tekið á leigu um 117 fermetra skrifstofurými á 2. hæð að Hafnarstræti 91 á Akureyri. Markmið AFE er að efla samkeppnishæfni, búsetuskilyrði, og aðdráttarafl Eyjafjarðarsvæðisins.
Sendiráðið, vef- og hugbúnaðarstofa, flytur í Höfðabakka 9 í haust. Sendiráðið er framsækið fyrirtæki sem hefur hannað og þróað vefi og innranet fyrir mörg leiðandi fyrirtæki á Íslandi.
Útboði á eignarhlut Ríkissjóðs Íslands er lokið og á Ríkissjóður því ekki lengur eignarhlut í Reitum. Fjárfestar óskuðu eftir því að kaupa 73.010.000.- hluta í Reitum, eða sem nemur 9,9% af heildarhlutafé í Reitum. Sölugengi í útboðinu var ákveðið 83,30 krónur á hlut. Heildarnafnverð samþykktra tilboða, eftir skerðingu var 47.222.796 hlutir eða sem samsvarar 6,38% af heildarhlutafé Reita.
Reitir hafa auglýst eftir rekstraraðilum til þátttöku í uppbyggingu og rekstri á nýjum veitinga- og matarmarkaði í Holtagörðum. Vægi ferðaþjónustu hefur aukist í Holtagörðum
sem gegna nú hlutverki nýrrar samgöngumiðstöðvar með um 600 þúsund heimsóknum ferðamanna á hverju ári. Reitir vinna að endurskipulagningu hússins og fyrirhuga að setja upp veitinga- og matarmarkað í bland við þann rekstur og þjónustu sem fyrir er.
Reitir fasteignafélag, Kringlan og H&M hafa undanfarið átt í samningaviðræðum um opnun H&M verslunar í Kringlunni sem ráðgert er að opna seinnihluta ársins 2017. Þeim viðræðum er ekki lokið en áætlað er að þeim ljúki á næstu vikum.
Í ágúst flytja talmeinafræðingar í Höfðabakka 9, þeir munu starfa undir nafninu Okkar talþjálfun. Nýja stofan kemur til með að sinna greiningu, ráðgjöf og meðferð bæði hjá börnum og fullorðnum.
Reitir hafa gert leigusamning við Beauty barinn um húsnæði á Bíógangi. Verslunin, sem opnaði í gær 31. maí, býður upp á snyrtivörur frá fjölda merkja. Í tilefni opnunarinnar er 20% afsláttur af völdum vörum.