Fréttir

Vinnustofa Kjarvals endurnýjuð í Austurstræti

Í uppgerðri vinnustofu Jóhannesar Kjarvals, ásamt aðliggjandi rýmum, hefur verið opnað glæsi­legt 400 fer­metra vinnurými

Uppbygging fyrirhuguð á Orkuhússreitnum

Gert er ráð fyrir að lóðin Suðurlandsbraut 34 / Ármúli 31 geti rúmað 4 – 500 íbúðir ásamt húsnæði fyrir atvinnustarfsemi. Iðnaðarhúsnæði sem fyrir er við Ármúla mun víkja fyrir þessari uppbyggingu. Gert er ráð fyrir að Orkuhúsið muni standa áfram.

Reitir styðja Heimili og skóla

Reitir hafa endurnýjað samkomulag við Heimili og skóla um áframhaldandi stuðning í formi hagfelldrar leigu á skrifstofuhúsnæði að Suðurlandsbraut 24.

New Yorker hefur opnað í Kringlunni

Tískuverslunin New Yorker hefur opnað í Kringlunni.

Reitir framúrskarandi fyrirtæki 2018

Reitir fasteignafélag hefur hlotið útnefningu sem framúrskarandi fyrirtæki að mati Creditinfo árið 2018.

Fjártækniklasinn opnar á Laugavegi 77

Fjártækniklasinn hefur tekið til starfa á Laugavegi 77, tilgangur hans er að efla nýsköpun í fjármálum og gera viðskipti af öllu tagi auðveldari og betri.

Sótt um Svansvottun vegna húsnæðis Umhverfisstofnunar

Reitir hafa sótt um Svansvottun vegna endurnýjunar á húsnæði Umhverfisstofnunar á Suðurlandsbraut. Reitir eru fyrsta fyrirtækið á Norðurlöndunum til að sækja um Svansvottun fyrir endurbætur á húsnæði.

Landspítali leigir Skaftahlíð 24

Skrifstofur spítalans flytjast í Skaftahlíð en húsnæði í Eiríksgötu verður nýtt sem göngudeild.

Nexus flytur í Glæsibæ

Nexus opnar í Glæsibæ þann 20. október. Verslunin í Kringlunni verður áfram á sínum stað.

Kringlan verður stafræn verslunarmiðstöð

Kringlan hefur lagt hornstein að stafrænni framtíð. Þróun er hafin á nýjum stafrænum lausnum til að auka enn frekar þjónustu við viðskiptavini.

NEW YORKER opnar í Kringlunni

Alþjóðlega tískuvörukeðjan NEW YORKER opnar í nóvember nýja og stórglæsilega verslun í Kringlunni. Verslunin verður á annarri hæð verslunarmiðstöðvarinnar, þar sem verslunin Zara var áður til húsa.

Gengið hefur verið frá kaupum á Vínlandsleið

Öllum fyrirvörum vegna kaupa á Vínlandsleið ehf. hefur verið aflétt og fer yfirtaka félagsins fram þann 1. september 2018.

Rammaskipulag Kringlunnar samþykkt í Borgarráði

Gert er ráð fyrir 160 þús. nýjum fermetrum sem munu mynda öflugt borgarhverfi með blöndu af íbúðum, verslun og þjónustu, menningu og listastarfsemi. Fjöldi íbúða getur orðið 800 til 1.000 talsins á þessu 13 hektara svæði sem verður byggt upp í áföngum.

Vistvera opnar í Grímsbæ

Við bjóðum nýja krambúð með plastlausar neysluvörur velkomna til starfa í Grímsbæ.

BOX - Skeifan opnar 7. júní

Í BOX í Skeifunni verður fjöldi söluaðila bæði í mat og drykk, einnig verður á svæðinu risaskjár, frábær tónlistaratriði og pop up búðir. BOX - Skeifunni verður opin alla fimmtudaga – sunnudaga frá 7. júní – 29. júlí.

ÍAV flytja í nýtt húsnæði

Íslenskir aðalverktakar, sem hafa verið til húsa í Höfðabakka 9 um árabil, hafa gert nýjan langtímaleigusamning við Reiti um annað húsnæði á svæðinu.

Reitir á meðal stofnaðila að Votlendissjóðnum

Votlendissjóðurinn var stofnaður með það að markmiði að stuðla að endurheimt votlendis og draga með því úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Kaup á félagi með fasteignir við Vínlandsleið

Reitir hafa ákveðið að ganga til samninga við eigendur Vínlandsleiðar ehf., um kaup Reita á félaginu. Félagið á rúmlega 18.000 leigufermetra af vönduðu húsnæði. Þessar fasteignir eru Vínlandsleið 2-4, 6-8, 12-14 og 16 auk Norðlingabrautar 14.

Reitir fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum

Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti hefur endurnýjað viðurkenningu Reita sem fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum fyrir tímabilið 2017 til 2018.

Myndband um þróun Kringlureitsins

Myndband neðar á síðunni sýnir hugmyndir Reita um framtíðarþróun Kringlureitsins.

BOX "Street food" í Skeifunni sumar 2018

Street food markaður, pop up verslanir, HM á risakjá, tónleikar og fjölskylduskemmtun verður í BOX - Skeifunni í sumar.

Brandtex opnar í Kringlunni

Brandtex, tískuverslun fyrir Konur hefur opnað á 2. hæð í Kringlunni.

Ísbúð Huppu opnar í Kringlunni

Fjórða Huppu ísbúðin tók til starfa í Kringlunni á dögunum.

Verslun Rauða krossins í Kringlunni

Reitir styðja Rauða krossinn með verslunarrými í Kringlunni.

Sköpunarkraftur í Höfðabakka

Sendiráðið vefstofa er til húsa að Höfðabakka 9. Húsnæðið var endurnýjað algjörlega að þeirra þörfum og niðurstaðan varð bjart, hresst og skapandi skrifstofuhúsnæði fyrir þessa framsæknu vefstofu. Innanhússarkitektinn Hanna Stína hannaði þetta rými sem Sendiráðið leigir hjá Reitum.

Snyrtilegt hjá Ágústu í Faxafeni

Snyrtistofan Ágústa opnaði nýverið í endurnýjuðu húsnæði að Faxafeni 5, klæðskerasniðnu að starfseminni.

Reykjavíkurborg og Reitir undirrita viljayfirlýsingu um uppbyggingu á Kringlureit

Undirbúningur að uppbyggingu er þegar hafinn, unnið er í anda vinningstillögu í hugmyndasamkeppni sem haldin var um Kringlusvæðið. Á milli 140-170 þúsund fermetra uppbygging er möguleg á reitnum. Áætlað að uppbygging hefjist árið 2019.

Nespresso opnar í Kringlunni

Nespresso hefur opnað glæsilega verslun í Kringlunni. Nespresso býður uppá hágæða kaffi og er frumkvöðull á sínu sviði. Reitir bjóða Nespresso velkomna til starfa í Kringlunni.

Ný Next verslun í Kringlunni

Next hefur opnað nýja verslun á 2. hæð í Kringlunni. Í nýju búðinni, sem er við hlið H&M í norðurenda Kringlunnar, er boðið upp á fatnað fyrir alla fjölskylduna.

Niðurstaða hugmyndasamkeppni um skipulag Kringlusvæðis

Reykjavíkurborg og Arkitektafélag Íslands í samvinnu við Reiti fasteignafélag efndu til hugmyndasamkeppni um Kringlusvæðið. Alls bárust fimm hugmyndir að skipulagi svæðisins en tillaga Kanon arkitekta varð hlutskörpust.