Fréttir

Uppbygging atvinnukjarna í landi Reita á Blikastöðum hafin

Á svæðinu verða um 90 þús. fermetrar atvinnuhúsnæðis í 30 byggingum. Skipulagið mun taka mið af legu Borgarlínu í gegnum svæðið sem verður umhverfisvottað á grunni BREEAM

Vöruhús fær nýtt líf sem verslunarkjarni

Nýr hverfisverslunarkjarni er fyrirhugaður við Súðarvog í Vogabyggð.

Árs- og samfélagsskýrsla 2021 er komin út

Árs- og samfélagsskýrsla Reita fyrir árið 2021 hefur verið gefin út.

Ný Macland verslun í Kringlunni

Verslun Macland hefur fengið nýja staðsetningu í Kringlunni.

Reitir kaupa Sunnukrika 3 í Mosfellsbæ

Um er að ræða tæplega 3.900 fermetra af nýju og vönduðu verslunar- og þjónustuhúsnæði sem hýsir verslun Nettó, Heilsugæslu og Apótekarann.

Reitir er framúrskarandi fyrirtæki 2021

Reitir fasteignafélag hefur hlotið viðurkenningu Creditinfo sem framúrskarandi fyrirtæki árið 2021.

Reitir selja eignir og byggingarheimildir á Orkureit

Reitir hafa gert samkomulag um sölu á nýbyggingarheimildum á svokölluðum Orkureit. Orkureiturinn og gamla Rafmagnsveituhúsið, hið s.s. Orkuhús, hafa verið mikið í fjölmðilum í tengslum við faraldurinn. Reitir veittu Íslenskum yfirvöldum húsið til láns og lögðu þannig sitt á vogarskálarnar í baráttunni.

Reitir hljóta viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti

Föstudaginn 20. ágúst 2021, hlaut Reitir fasteignafélag viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum.

ORG opnar nýja verslun í Kringlunni

Verslunin ORG er flutt á 2. hæð í Kringlunni. ORG er lífstílsverslun sem leggur áherslu á vörur sem framleiddar hafa verið af virðingu við náttúru og fólk, með sjálfbærni og siðferðisleg sjónarmið að leiðarljósi.

Deiliskipulag Orkureits auglýst

Borgarráð samþykkti í gær, fimmtudaginn 1. júlí, tillögu umhverfis- og skipulagsráðs um að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi Orkureitsins.

Reitir semja við Festi fasteignir um kaup þriggja fasteigna

Reitir hafa ákveðið að ganga til samninga við Festi fasteignir ehf. um kaup á þremur fasteignum undir verslanir Krónunnar auk annarra leigutaka.

Uppbyggingarhugmyndir Reita við Borgarlínu

Hugmyndir Reita um þróun meðfram Borgarlínuás voru kynntar á fundi sem borgarstjórinn í Reykjavík boðaði til um grænar samgöngur í borginni. Á fundinum var farið yfir mörg verkefni sem styðja við framtíðarsýn Græna Plansins, þ.e. að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með grænum samgöngum. Friðjón Sigurðarson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Reita, kynnti hugmyndir félagsins. Verkefnin eru mislangt komin, sum eru í skipulagsferli en önnur enn á hugmyndastigi og hafa því ekki enn farið fyrir ráð og nefndir borgarinnar.

Rúmfatalagerinn hefur opnað á Fitjum

Ný um 900 fermetra Rúmfatalagersverslun opnaði í maí í verslunarkjarnanum við Fitjar í Reykjanesbæ.

Fjárfest í nýjungum á þriðju hæð Kringlunnar

Þriðja hæð Kringlunnar verður endurskipulögð með nýjum afþreyingarmöguleikum fyrir börn og fullorðna. Svæðið fær lengdan opnunartíma en mun enn þjóna gestum Kringlunnar á opnunartíma verslana.

World Class hefur opnað í Kringlunni

Ný World Class líkamsræktarstöð og Laugar Spa verslun hafa opnað í Kringlunni

Bláa Lónið hefur opnað verslun í Kringlunni

Bláa lónið hefur opnað nýja og glæsilega verslun á 2. hæð í Kringlunni

Reitir kaupa Hallarmúla 2

Reitir hafa fest kaup á um 1.500 fermetra verslunarhúsnæði við Hallarmúla 2 í Reykjavík ásamt umtalsverðum byggingarheimildum.

Uppbygging á Orkureit staðfest

Reitir fasteignafélag og Reykjavíkurborg hafa gert samkomulag um uppbyggingu á um 440 íbúðum á hinum svokallaða Orkureit, 26.000 fermetra lóð sem teygir sig meðfram Grensásvegi á milli Suðurlandsbrautar og Ármúla. Orkureiturinn er við fyrirhugaðan Borgarlínuás og ný borgarlínustöð verður framan við lóðina. Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri undirrituðu samkomulag þess efnis í dag 9. mars 2021.

Ársskýrsla Reita 2020 komin út

Ársskýrsluvef Reita vegna ársins 2020 má finna á reitir.is/2020

Reitir er framúrskarandi fyrirtæki 2020

Reitir fasteignafélag hefur hlotið viðurkenningu Creditinfo sem framúrskarandi fyrirtæki árið 2020.

Hlutafjárútboð í Reitum fasteignafélagi

Forgangsréttar- og almennt hlutafjárútboð í Reitum fasteignafélagi fer fram dagana 20. og 21. október 2020.

Krónan opnar á Hallveigarstíg

Í dag, 24. september, opnar Krónan nýja verslun á Hallveigarstíg í miðbæ Reykjavíkur. Í versluninni er lögð áhersla á ferskvöru og verður einnig boðið upp á mikið úrval tilbúinna rétta.

Reitir hljóta Svansvottun fyrir endurbætur húsnæðis UST

Í dag fengu Reitir afhent leyfi fyrir fyrstu Svansvottuðu endurbætur á húsnæði á Norðurlöndunum. Um er að ræða endurbætur á skrifstofuhúsnæði Umhverfisstofnunar við Suðurlandsbraut 24 sem er í eigu Reita. Andri Þór Arinbjörnsson, framkvæmdastjóri eignaumsýslusviðs Reita, tók við leyfinu frá Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfis- og auðlindaráðherra.

Reitir fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum

Reitir hlutu viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum fimmta árið í röð.

Lindex opnar á Egilsstöðum

Framkvæmdir eru hafnar vegna undirbúnings opnunar verslunarinnar í haust.

Nýir leigutakar í Höfðabakka 9

Fimmta hæðin og önnur hæðin hafa fyllst af nýju fólki á undanförnum mánuðum.

Kynningarvefur vegna deiliskipulags nýs atvinnukjarna

Kynningarvefur vegna deiliskipulags í vinnslu fyrir nýjan atvinnukjarna í landi Blikastaða í Mosfellsbæ hefur verið settur í loftið.

Duck & Rose opnar í Austurstræti

Austurstræti 14 hefur fengið yfirhalningu og nýr staður er tekinn til starfa á þessu vinsæla horni.

Kringlureitur - Skipulagslýsing fyrir gerð deiliskipulags

Birt hefur verið skipulagslýsing fyrir Kringlusvæðið.

Sjálfbærar áherslur á þróunarreitum

Skipulag þróunarreita kallar á samfélagslega ábyrgð.