Hugmyndir Reita um þróun meðfram Borgarlínuás voru kynntar á fundi sem borgarstjórinn í Reykjavík boðaði til um grænar samgöngur í borginni. Á fundinum var farið yfir mörg verkefni sem styðja við framtíðarsýn Græna Plansins, þ.e. að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með grænum samgöngum. Friðjón Sigurðarson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Reita, kynnti hugmyndir félagsins. Verkefnin eru mislangt komin, sum eru í skipulagsferli en önnur enn á hugmyndastigi og hafa því ekki enn farið fyrir ráð og nefndir borgarinnar.
23.06.2021