Fréttir af Reitum og af lífinu í fasteignunum

Gengið hefur verið frá kaupum á Vínlandsleið

Öllum fyrirvörum vegna kaupa á Vínlandsleið ehf. hefur verið aflétt og fer yfirtaka félagsins fram þann 1. september 2018.

Rammaskipulag Kringlunnar samþykkt í Borgarráði

Gert er ráð fyrir 160 þús. nýjum fermetrum sem munu mynda öflugt borgarhverfi með blöndu af íbúðum, verslun og þjónustu, menningu og listastarfsemi. Fjöldi íbúða getur orðið 800 til 1.000 talsins á þessu 13 hektara svæði sem verður byggt upp í áföngum.

Vistvera opnar í Grímsbæ

Við bjóðum nýja krambúð með plastlausar neysluvörur velkomna til starfa í Grímsbæ.

BOX - Skeifan opnar 7. júní

Í BOX í Skeifunni verður fjöldi söluaðila bæði í mat og drykk, einnig verður á svæðinu risaskjár, frábær tónlistaratriði og pop up búðir. BOX - Skeifunni verður opin alla fimmtudaga – sunnudaga frá 7. júní – 29. júlí.

ÍAV flytja í nýtt húsnæði

Íslenskir aðalverktakar, sem hafa verið til húsa í Höfðabakka 9 um árabil, hafa gert nýjan langtímaleiðusamning við Reiti um annað húsnæði á svæðinu.

Reitir á meðal stofnaðila að Votlendissjóðnum

Votlendissjóðurinn var stofnaður með það að markmiði að stuðla að endurheimt votlendis og draga með því úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Kaup á félagi með fasteignir við Vínlandsleið

Reitir hafa ákveðið að ganga til samninga við eigendur Vínlandsleiðar ehf., um kaup Reita á félaginu. Félagið á rúmlega 18.000 leigufermetra af vönduðu húsnæði. Þessar fasteignir eru Vínlandsleið 2-4, 6-8, 12-14 og 16 auk Norðlingabrautar 14.

Reitir fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum

Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti hefur endurnýjað viðurkenningu Reita sem fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum fyrir tímabilið 2017 til 2018.

Myndband um þróun Kringlureitsins

Myndband neðar á síðunni sýnir hugmyndir Reita um framtíðarþróun Kringlureitsins.

BOX "Street food" í Skeifunni sumar 2018

Street food markaður, pop up verslanir, HM á risakjá, tónleikar og fjölskylduskemmtun verður í BOX - Skeifunni í sumar.

Brandtex opnar í Kringlunni

Brandtex, tískuverslun fyrir Konur hefur opnað á 2. hæð í Kringlunni.

Ísbúð Huppu opnar í Kringlunni

Fjórða Huppu ísbúðin tók til starfa í Kringlunni á dögunum.

Ársskýrsla Reita 2017

Ársskýrsla Reita fyrir árið 2017 hefur verið gefin út á www.reitir.is/2017

Reitir framúrskarandi fyrirtæki 2017

Reitir fasteignafélag hefur hlotið útnefningu sem framúrskarandi fyrirtæki að mati Creditinfo árið 2017.

Reykjavíkurborg og Reitir undirrita viljayfirlýsingu um uppbyggingu á Kringlureit

Undirbúningur að uppbyggingu er þegar hafinn, unnið er í anda vinningstillögu í hugmyndasamkeppni sem haldin var um Kringlusvæðið. Á milli 140-170 þúsund fermetra uppbygging er möguleg á reitnum. Áætlað að uppbygging hefjist árið 2019.

Nespresso opnar í Kringlunni

Nespresso hefur opnað glæsilega verslun í Kringlunni. Nespresso býður uppá hágæða kaffi og er frumkvöðull á sínu sviði. Reitir bjóða Nespresso velkomna til starfa í Kringlunni.

Ný Next verslun í Kringlunni

Next hefur opnað nýja verslun á 2. hæð í Kringlunni. Í nýju búðinni, sem er við hlið H&M í norðurenda Kringlunnar, er boðið upp á fatnað fyrir alla fjölskylduna.

Niðurstaða hugmyndasamkeppni um skipulag Kringlusvæðis

Reykjavíkurborg og Arkitektafélag Íslands í samvinnu við Reiti fasteignafélag efndu til hugmyndasamkeppni um Kringlusvæðið. Alls bárust fimm hugmyndir að skipulagi svæðisins en tillaga Kanon arkitekta varð hlutskörpust.

Hagkaup opnar í Kringlunni á ný

Hagkaup hefur opnað aftur í Kringlunni eftir vel heppnaða endurnýjun verslunarinnar.

30 ára afmæli

Reitir fagna 30 ára afmæli um þessar mundir. Reitir rekja upphaf sitt til byggingar Kringlunnar árið 1987 og hefur saga Reita og Kringlunnar verið samofin síðan.

Freddy opnar í Kringlunni

Freddy, verslun sem býður m.a. upp á vinsælu WR.UP buxurnar frá ítalska merkinu Freddy hefur opnað á Bíógangi í Kringlunni.

Reitir kaupa Klettháls 3

Reitir hafa fest kaup á atvinnuhúsnæði í Kletthálsi 3. Húsnæðið er tæplega 1.700 fermetrar og var byggt árið 2003.

H&M opnar í Kringlunni

H&M opnar í Kringlunni á morgun, 28. september, verslunin mun bjóða upp á fatnað fyrir dömur, herra, börn og ungmenni ásamt snyrtivörum og aukahlutum.

Opnun TOYS R US í Kringlunni

TOYS R US opnar í Kringlunni í dag, 21. september, með risa opnunarpartýi þar sem boðið verður upp á 25% afslátt af nánast öllum vörum. Verslunin er á 2 hæð í Kringlunni við innganginn að Bíóganginum.

17 sortir opna í Kringlunni

17 sortir opna nýtt útibú í Kringlunni á næstu vikum. Sérstaða kökusjoppunnar felst í áherslu á bragð og útlit heimabaksturs.

Kaupsamningar um lóðir úr landi Blikastaða undirritaðir

Gengið hefur verið frá kaupsamningum um lóðir úr landi Blikastaða. Afhending lóðanna verður í byrjun næsta árs.

Úrslit í hugmyndasamkeppni um byggð við Laugaveg 168 til 176

Hugmyndasamkeppni um byggð við Laugaveg 168 til 176 er nú lokið, það voru Yrki arkitektar sem báru sigur úr býtum í samkeppninni. Reitir óska þeim til hamingju með árangurinn og þakka öllum sem tóku þátt í samkeppnini. Hér má sjá vinningstillöguna

Hótel Grímur opnar í Grímsbæ

Nýtt 20 her­bergja hót­el, Hót­el Grím­ur, hefur tekið til starfa í Grímsbæ.

Reitir kaupa 15 ha. atvinnusvæði í landi Blikastaða

Kauptilboð Reita í um 15. ha. byggingaland fyrir atvinnuhúsnæði í landi Blikasataða hefur verið samþykkt. Áætlað er að byggingarmagn á svæðinu verði um 75 – 110 þúsund fm., en um langtímaverkefni er að ræða þar sem gert er ráð fyrir að svæðið verði fullbyggt á næstu 8-12 árum. Deiliskipulag liggur ekki fyrir.

Reitir semja við bæjarskrifstofur Hveragerðisbæjar

Bæjarskrifstofur Hveragerðis­bæjar verða á haustmánuðum fluttar úr núverandi húsnæði í verslunarmiðstöðinni í Sunnu­mörk í Breiðumörk 20