Fréttir af Reitum og af lífinu í fasteignunum

Jólatónleikar Kringlunnar & Kringlujól leikurinn

Laugardaginn 20. desember kl. 18 býður Kringlan upp á glæsilega stórtónleika á Blómatorgi Þar sem fram koma Erpur Eyvindarson og Barnakór Bústaðarkirkju, Raggi Bjarna, Diddú, Órn Árnason, Egill Ólafsson, Gissur Páll og Sigríður Beinteinsdóttir

Dirty Burgers & Ribs og American Bar opna í Austurstræti

Tveir veitingastaðir, Dirty Burger & Ribs og American Bar, opn­a í hús­næði Reita í Aust­ur­stræti 8-10 í byrj­un fe­brú­ar. Hús­næðinu verður skipt í tvennt en hægt verður að fá mat sendan frá Dirty Burger & Ribs yfir á American Bar.

Reitir ljúka 68 milljarða endurfjármögnun

Reitir lauku í gær sölu á nýju hlutafé að andvirði 17 milljarða króna. Salan var liður í endurfjármögnun félagsins, en jafnframt hefur verið samið um 51 milljarðs lánsfjármögnun með sölu skuldabréfa og nýjum bankalánum.

Bókasafn opnar í Spönginni

Í gær, laugardaginn 6. desember, opnaði nýtt útibú Borgarbókasafns í Spönginni í Grafarvogi. Bókasafnið hafði áður aðsetur í um 700 fermetra rými í kjallara Grafarvogskirkju en nýja safnið er 1300 fermetrar. Aðgengi að bókasafninu í Spönginni er mjög gott.

Fjölskylduhjálp Íslands veitir Reitum viðurkenningu

Fjölskylduhjálp Íslands veitti Reitum sérstaka viðurkenningu fyrir framlag sitt til starfseminnar á árinu 2014. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, veitti viðurkenninguna í Ráðhúsi Reykjavíkur á dögunum.

F&F opnar í Kringlunni í dag

Verslun alþjóðlegu tískuvörukeðjunnar F&F opnar í Kringlunni í dag 6. nóvember. Verslunin er staðsett í hluta Hagkaupsverslunarinnar á 2. hæð í norðurenda Kringlunnar.

Starfsmannabreytingar hjá Reitum

Nýr framkvæmdastjóri Eignaumsýslu Reita frá 1. nóvember 2014 er Andri Þór Arinbjörnsson. Andri hefur starfað sem verkefnastjóri á Eignaumsýslusviði Reita.

Reitir greiða upp lán við erlendan lánveitanda

Reitir fasteignafélag hf. hefur í dag greitt lokagreiðslu tveggja lána við erlendan lánveitenda sinn, Hypothekenbank Frankfurt AG, að fjárhæð um 85 milljónir evra, jafngildi um 13 milljarða króna. Uppgreiðsla lánanna er að stærstum hluta fjármögnuð með nýju langtímaláni frá Íslandsbanka að fjárhæð 11 milljarðar króna.

Endurbætur á Aðalstræti 6

Reitir fasteignafélag hefur falið ÍAV verktökum að hefja framkvæmdir við endurbyggingu þakhæðar Aðalstrætis 6. Áformað er að fjarlægja núverandi þakhæð og byggja í stað hennar inndregna hæð sem mun svipa útlitslega til upphaflega áformaðs útlits efstu hæðarinnar.

Eirberg lífstíll opnar í Kringlunni

Verslunin Eirberg lífstíll, sem tók nýlega til starfa á 1. hæð Kringlunnar, býður vörur sem undirstrika einfaldan, þægilegan, virkan og vistvænan lífstíl.

Ný Lindex opnar í Kringlunni

Reitir hafa undirritað samkomulag við Lindex um rými fyrir kventískuvöruverslun í Kringlunni. Verður heildarvörulínu Lindex í kventískuvöru að fullu gerð skil í nýju versluninni sem er 320 fm. og er á 2. hæð í Kringlunni þar sem áður var verslun Adidas.

Góð afkoma Reita á fyrri árshelmingi 2014

Afkoma Reita fasteignafélags á fyrri árshelmingi 2014 er góð og í takti við áætlanir félagsins. Leigutekjur félagsins fyrstu sex mánuði ársins námu 4.173 millj. kr. samanborið við 4.023 millj. kr. á sama tímabili árið 2013. Nýtingarhlutfall eigna félagsins batnar nokkuð milli ára og var 95,9% á fyrri árshelmingi samanborið við 95,1% á sama tímabili í fyrra.

Hilton hlýtur fegrunarverðlaun Reykjavíkurborgar

Hotel Hilton Reykjavik Nordica fékk s.l. mánudag, 25. ágúst, viðurkenningu frá Reykjavíkurborg fyrir vel útfærðar endurbætur á lóð hótelsins. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn á Höfða. Framhlið hótellóðar hefur verið tekin alveg í gegn.

Reitir kaupa Ziemsen húsið

Reitir hafa fest kaup á hinu sögufræga Ziemsen húsi. Húsið stendur á Vesturgötu 2a. Húsið, sem er 668,5 fermetrar, var upphaflega byggt í tveimur áföngum á lóðinni Hafnarstræti 21. Veitingahúsið Fiskfélagið er í kjallara hússins, Iða er á 1. hæð og hugbúnaðarfyrirtækið Rue de Net er á 2. hæð.

Mímir-símenntun tekur til starfa í Höfðabakka 9

Reitir afhentu Mími-símenntun 1.750 fermetra húsnæði með formlegum hætti í gær, 7.ágúst. Halldór Jensson sölustjóri hjá Reitum afhenti Huldu Ólafsdóttur framkvæmdastjóra Mímis-símenntunar húsnæðið. Mímir hefur þegar tekið til starfa í húsnæðinu.

Lindex stækkar í Kringlunni

Reitir hafa undirritað nýjan leigusamning við umboðsaðila Lindex á Íslandi um aukið rými í Kringlunni. Í dag, 24. júlí, hefjast framkvæmdir við stækkun verslunarinnar við hlið núverandi rýmis. Í stækkaðri verslun, sem opnar 4. október, verður boðið upp á nærföt, fylgihluti og fatnað fyrir verðandi mæður til viðbótar við barnafatalínu Lindex.

Bókasafn í Spöngina

Reitir og Reykjavíkurborg hafa gert með sér leigusamning um húsnæði fyrir bókasafn í Spönginni, samningurinn hefur nú fengið samþykki borgarráðs. Húsnæðið, sem er um 1300 fermetrar, kemur til með að hýsa Foldasafn Borgarbókasafns.

Sátt í málefnum Reita og Seðlabankans

Visir.is fjallaði í dag, 2. júlí, um sátt Reita við Seðlabanka Íslands. Sáttin gerir Reitum kleift að halda áfram á vegferð heildarfjármögnunar félagsins og skráningar í Kauphöll.

Reitir kaupa Fiskislóð 10

Reitir undirrituðu í dag samkomulag vegna kaupa á Fiskislóð 10 við gömlu höfnina í Reykjavík. Samhliða kaupunum var undirritaður langtíma leigusamningur um jarðhæð hússins. Efri hæð hússins verður auglýst til leigu.

Græn leiga í gamla KEA húsinu á Akureyri

Ferðamálastofa, Eyþing, Vaðlaheiðargöng og Markaðsstofa Norðurlands eru nýir leigutakar í gamla Kea húsinu að Hafnarstræti 91 á Akureyri. Þessir aðilar munu undirita yfirlýsingu um græna leigu fimmtudaginn 5. júní kl. 15:30 í Hafnarstræti 91.

Kringlan fær alþjóðleg verðlaun

Kringlan bar sigur úr býtum í flokknum „nýr auglýsingamiðill“ fyrir árið 2013 hjá Alþjóðlegum samtökum verslunarmiðstöðva, ICSC, fyrir appið Kringlukröss, en þau voru afhent við hátíðlega athöfn í Amsterdam 15. maí sl.

Reitir semja við Creditinfo um nýtt húsnæði í Höfðabakka 9

Creditinfo og Reitir hafa gert nýjan langtíma leigusamning um húsnæði í Höfðabakka 9. Creditinfo hafa verið með aðsetur á 7. hæð en munu nú flytjast á 3. hæð í sama húsi.

Reitir kaupa Klettagarða 6

Reitir hafa fest kaup á 2.819 fermetra húsnæði að Klettagörðum 6 í Reykjavík.

Aðalfundur og ársskýrsla 2013

Aðalfundur Reita fasteignafélags hf. fyrir rekstrarárið 2013 var haldinn á Hotel Hilton Reykjavík Nordica 30. apríl 2014.

Græn leiga fær frábærar viðtökur

Grænni leigu Reita hefur verið gífurlega vel tekið. Nú þegar hafa tugir viðskiptavina gengið skrefið til fulls og lokið við að færa rekstur húsnæðis síns í grænan búning.

Sbarro opnar í Lækjargötu 2a

Í byrjun maí n.k. opnar nýr Sbarro veitingastaður á annarri hæð í Lækjargötu 2a, „Iðu húsinu“. Nýi staðurinn í Lækjargötunni verður sá þriðji á Íslandi, en Sbarro og Reitir eiga nú þegar í leigusambandi á Stjörnutorgi í Kringlunni.

Ársreikningur Reita 2013

Rekstrarhagnaður Reita var 5.869 milljónir árið 2013. Rekstrarafkoma Reita fasteignafélags hf. árið 2013 fyrir fjármagnsliði og matsbreytingu fjárfestingareigna var í takti við áætlanir. Nýting fasteigna félagsins, mæld sem hlutfall tekna, var um 96% í árslok 2013.

Mímir - símenntun í Höfðabakka 9

Mímir - símenntun og Reitir fasteignafélag hafa gert grænan leigusamning um húsnæði fyrir starfsemi skólans í Höfðabakka 9. Húsnæðið er um 1750 fermetrar og verður endurinnréttað til að uppfylla kröfur starfsfólks og nemenda um nútímalega, vistvæna og hagnýta vinnuaðstöðu. Framkvæmdir eru þegar hafnar og er gert ráð fyrir að þeim ljúki 1. ágúst.

Reitir hafa stutt UNICEF á Íslandi í áratug

Reitir fasteignafélag hefur frá upphafi stutt dyggilega við bakið á UNICEF á Íslandi en samtökin fagna nú í mars 2014 tíu ára afmæli sínu. Í heilan áratug hafa Reitir veitt UNICEF á Íslandi aðstoð sem aftur hefur gert samtökunum auðveldara fyrir að halda úti öflugri starfsemi.

Umfjöllun um Reiti í Viðskiptablaðinu

Fjallað var um fyrirhugaða skráningu Reita í Kauphöll í Viðskiptablaðinu fimmtudaginn 17. janúar 2013.