Til baka

VerslunarReitir

Verslunarhúsnæði, með Kringluna í lykilhlutverki, myndar eina meginstoða eignasafns Reita.

Kringlan

Kringlan er stærsta verslunarmiðstöð Reykjavíkur.

Pálmi Jónsson, kenndur við Hagkaup, var upphafsmaður Kringlunnar, þessarar fyrstu eiginlegu verslunarmiðstöðvar á Íslandi, sem er með innri göngugötu á tveimur hæðum. Pálmi fór ótroðnar leiðir í viðskiptum en hann stofnaði árið 1960 verslunina Hagkaup sem póstverslun og afsláttarbúð að bandarískri fyrirmynd þar sem vöruverð var afar lágt. Hugmyndir hans féllu ekki í kramið hjá ráðandi öflum en almenningur tók þeim vel og áður en varði var Hagkaup orðið stórveldi.

Þegar Kringlan var opnuð voru þar 76 verslanir og þjónustuaðilar á þremur hæðum. Við það jókst verslunarrými í Reykjavík um 9%. Mikið var borið í húsnæðið sjálft. Upphaflega húsið var teiknað var af arkitektunum Richard Abrams, Hrafnkeli Thorlacius og Hilmari Ólafssyni en í síðari áföngum komu arkitektarnir Halldór Guðmundsson og Kristinn Ragnarsson við sögu. Árið 1991 var Borgarkringlan opnuð, nokkurs konar „lítil Kringla“, sem stóð milli Kringlunnar og Borgarleikhússins og hýsti meðal annars Kringlubíó og Kringlukrána. Árið 1997 voru síðan Kringlan og Borgarkringlan tengdar saman í eina byggingu með um 4000 fermetra millibyggingu. Í verslunarmiðstöðinni Kringlunni voru á 25 ára afmæli hennar árið 2012 yfir 170 verslanir, veitingastaðir og þjónustuaðilar.

Nánar á kringlan.is

Spöngin

Húsnæði verslunarkjarnans í Spönginni er meðal bygginga í eignasfni Reita.

Spöngin er hjarta Grafarvogsins, þar má finna allar helstu vörur daglegs lífs, sérvöru og fjölbreytta þjónustu. Spöngin var byggð á árunum 1998 til 2001, húsnæði þar er um 9.000 fermetrar að stærð. Í Spöninginni er m.a. fjöldi veitingastaða, matvöruverslanir, apótek og nokkrar sérvöruverslanir. Í Spönginni er einnig heilsugæsla ásamt bókasafni og menningarhúsi.

Hverfisverslunarkjarnar

Reitir eiga húsnæði í mörgum hverfiskjörnum. Í því samhengi má nefna Grímsbæ, Glæsibæ og Mjóddina.

Verslunarrými í Glæsibæ við Álheima 74 er meðal húsnæðis í eignasafni Reita fasteignafélags.

Glæsibær við Álheima 74.