Jákvæðni, samvinna og fagmennska
Áreiðanleiki og framsýni byggð á arfleifð umsvifa.
Áreiðanleiki og framsýni byggð á arfleifð umsvifa.
Eignasafn Reita hefur verið í mótun í rúmlega þrjá áratugi, það samanstendur af verslunarhúsnæði, skrifstofuhúsnæði, hótelbyggingum og öðru atvinnuhúsnæði.
Þórarinn V. Þórarinsson hrl., fæddur 1954, tók sæti í stjórn Reita fasteignafélags árið 2009. Þórarinn hefur starfað sem hæstaréttarlögmaður síðan 2002 og starfar á eigin lögmannsstofu, Advocatus slf. Þórarinn var framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands Íslands á árunum 1986 til 1999 og forstjóri Símans frá 1999-2001. Hann meðstjórnandi í Líflandi ehf., Nesbúeggjum ehf., Grana ehf. og Forsa ehf.
Sigríður Sigurðardóttir, fædd 1966, tók sæti í stjórn Reita árið 2019. Hún er arkitekt með Dipl. Ing. gráðu frá Þýskalandi. Hún hefur víðtæka reynslu af stjórnun og af skipulags- og framkvæmdaverkefnum. Sigríður starfar sem sviðsstjóri Nýs Landspítala ohf. (NLSH) og situr í stjórn Reiknis ehf., Frostaskjóls ehf., SÁR ehf. og Viðju ehf.
Kristinn Albertsson, fæddur 1965, tók sæti í stjórn Reita árið 2017. Hann er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og hefur starfað sem fjármálastjóri Samskipa samstæðunnar síðan 2007. Hann situr í stjórnum ýmissa dótturfélaga Samskipa og skyldra félaga.
Martha Eiríksdóttir, fædd 1957, tók sæti í stjórn Reita árið 2013. Martha er framkvæmdastjóri og óháður stjórnarmaður. Hún lauk B.Ed. prófi frá Kennaraháskóla Íslands 1981 og Cand.Oecon prófi frá Háskóla Íslands 1987. Martha situr í stjórn Olíudreifingar ehf., Farice ehf., Ísfells ehf. og fleiri félaga.
Gréta María Grétarsdóttir, fædd 1980, var kosin í stjórn Reita árið 2021. Gréta María er verkfræðingur frá Háskóla Íslands og starfar sem framkvæmdastjóri nýsköpunar, samfélagsábyrgðar og fjárfestatengsla hjá Brim. Gréta María situr í stjórn í Carbfix ohf, og Arctic Adventures ásamt því að sitja í landsstjórn Rauða krossins á Íslandi.
Endurskoðunarnefnd 2022-2023
|
Starfskjaranefnd 2022-2023
|
Dótturfélög Reita eru eigendur fasteignanna í samstæðunni og aðilar að leigusamningum. Eitt félag, Reitir þjónusta, sér um rekstur sameigna og húsfélaga. Öll umsýsla vegna eignasafnsins fer fram í móðurfélaginu.
Hjá Reitum starfar reynslumikill og samheldinn hópur sérfræðinga í rekstri, útleigu og fjárfestingu í fasteignum. Gildi Reita; jákvæðni, fagmennska og samvinna eru lykilþættir í daglegri starfsemi.
Reitir fasteignafélag hf. er íslenskt hlutafélag. Samstæða félagsins samanstendur af móðurfélaginu, Reitum fasteignafélagi hf., ásamt dótturfélögum, sem öll eru að fullu í eigu móðurfélagsins. Starfsemi félagsins felst í eignarhaldi, útleigu og umsýslu atvinnuhúsnæðis sem er að stærstum hluta verslunar- og skrifstofuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu.
Meðal fasteigna félagsins má nefna stærstan hluta verslunarmiðstöðvarinnar Kringlunnar, Spöngina og Holtagarða, skrifstofubyggingar við Höfðabakka 9 og Vínlandsleið ásamt húsnæði höfuðstöðva Icelandair Group, Sjóvár, Origo og Advania og skrifstofu Landspítalans við Skaftahlíð 24. Hótelbyggingar í eigu Reita eru m.a. Hótel Borg og Hotel Hilton Reykjavík Nordica ásamt Icelandair Hotel Reykjavík Natura. Stærstu leigutakar Reita eru Hagar, Flugleiðahótel, ríki og sveitarfélög. Þá heldur félagið á nokkrum verðmætum byggingarreitum.
+ Upplýsingar um eignasafn + FjárfestayfirlitSkiptiborð Reita er opið milli 9:00 og 16:00. Í gegnum skiptiborð er hægt að fá samband við ÍAV þjónustu allan sólarhringinn, hún getur útvegað iðnaðarmenn til skyndilegra viðbragða við neyðartilfellum.
Reitir fasteignafélag hf.
Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Kt. 711208-0700
Sími +354 575 9000
Almennt: reitir(hjá)reitir.is
Reikningar: bokhald(hjá)reitir.is