Stjórn og stjórnarhættir

Þórarinn V. Þórarinsson hrl., fæddur 1954, tók sæti í stjórn Reita fasteignafélags árið 2009. Þórarinn hefur starfað sem hæstaréttarlögmaður síðan 2002 og starfar á eigin lögmannsstofu, Advocatus slf. Þórarinn var framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands Íslands á árunum 1986 til 1999 og forstjóri Símans frá 1999-2001. Hann meðstjórnandi í Líflandi ehf., Nesbúeggjum ehf., Grana ehf. og Forsa ehf. 

Hagsmunatengsl Þórarins við helstu viðskiptaaðila, samkeppnisaðila og/eða hluthafa félagsins sem eiga meira en 10% hlut eru engin samkvæmt skilyrðum í Leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja.

Sigríður Sigurðardóttir, fædd 1966, tók sæti í stjórn Reita árið 2019. Hún er arkitekt með Dipl. Ing. gráðu frá Þýskalandi. Hún hefur víðtæka reynslu af stjórnun og af skipulags- og framkvæmdaverkefnum. Sigríður starfar sem sviðsstjóri Nýs Landspítala ohf. (NLSH) og situr í stjórn Reiknis ehf., Frostaskjóls ehf., SÁR ehf. og Viðju ehf.

Hagsmunatengsl Sigríðar við helstu viðskiptaaðila, samkeppnisaðila og/eða hluthafa félagsins sem eiga meira en 10% hlut eru engin samkvæmt skilyrðum í Leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja.
 

Kristinn Albertsson,  fæddur 1965, tók sæti í stjórn Reita árið 2017. Hann er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og hefur starfað sem fjármálastjóri Samskipa samstæðunnar síðan 2007. Hann situr í stjórnum ýmissa dótturfélaga Samskipa og skyldra félaga.

Hagsmunatengsl Kristins við helstu viðskiptaaðila, samkeppnisaðila og/eða hluthafa félagsins sem eiga meira en 10% hlut eru engin samkvæmt skilyrðum í Leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja.

Martha Eiríksdóttir, fædd 1957, tók sæti í stjórn Reita árið 2013. Martha er framkvæmdastjóri og óháður stjórnarmaður. Hún lauk B.Ed. prófi frá Kennaraháskóla Íslands 1981 og Cand.Oecon prófi frá Háskóla Íslands 1987.  Martha situr í stjórn Olíudreifingar ehf., Farice ehf., Ísfells ehf. og fleiri félaga.

Hagsmunatengsl Mörthu við helstu viðskiptaaðila, samkeppnisaðila og/eða hluthafa félagsins sem eiga meira en 10% hlut eru engin samkvæmt skilyrðum í Leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja.

Gréta María Grétarsdóttir, fædd 1980, var kosin í stjórn Reita árið 2021. Gréta María er verkfræðingur frá Háskóla Íslands og starfar sem framkvæmdastjóri nýsköpunar, samfélagsábyrgðar og fjárfestatengsla hjá Brim. Gréta María situr í stjórn í Carbfix ohf, og Arctic Adventures ásamt því að sitja í landsstjórn Rauða krossins á Íslandi.

Hagsmunatengsl Grétu við helstu viðskiptaaðila, samkeppnisaðila og/eða hluthafa félagsins sem eiga meira en 10% hlut eru engin samkvæmt skilyrðum í Leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja.

Endurskoðunarnefnd 2021-2022

  • Helga Harðardóttir, löggiltur endurskoðandi
  • Kristinn Albertsson, formaður endurskoðunarnefndar
  • Martha Eiríksdóttir

Starfskjaranefnd 2021-2022

  • Gréta María Grétarsdóttir
  • Þórarinn V. Þórarinsson

Reitir eru stoltir af stuðningi við góðgerðarmál og þátttöku í mótun umhverfisvitundar í atvinnu­­lífinu.

Fjölmiðlar