Jákvæðni, samvinna og fagmennska

Áreiðanleiki og framsýni byggð á arfleifð umsvifa.

Skrunaðu

reitir-backdrop

Hér er opið hús, hvað viltu vita?

Mannauður

Hjá Reitum starfar samheldinn hópur sérfræðinga í rekstri og viðhaldi atvinnuhúsnæðis.

Samstæða Reita

Samstæða Reita samanstendur af móðurfélagi, dótturfélögum sem eiga fasteignirnar og Reitum þjónustu sem sér um rekstur sameigna og húsfélaga.

Fréttir

Fréttir af starfsemi Reita og lífinu í húsnæði Reita.

Hótel Borg, Pósthússtræti 7 og 9, Reitir fasteignafélag

Framsýnt fasteignafélag byggt á sterkum grunni

Starfsemi Reita felst í eignarhaldi á atvinnuhúsnæði sem leigt er til framsýnna fyrirtækja. Við leggjum áherslu á að sníða fasteignir að þörfum rekstraraðila og byggjum þannig upp traust langtímasambönd við okkar viðskiptavini. Eignasafn Reita samanstendur af um 135 eignum sem er að stærstum hluta verslunar- og skrifstofuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Meðal fasteigna félagsins má nefna stærstan hluta Kringlunnar, skrifstofubyggingar við Höfðabakka 9 og Vínlandsleið ásamt húsnæði höfuðstöðva Sjóvár, Origo, Advania og skrifstofu Landspítalans við Skaftahlíð 24. Hótelbyggingar í eigu Reita eru m.a. Hótel Borg, Hotel Hilton Nordica og Hotel Reykjavík Natura.

Stærstu leigutakar Reita eru Hagar, Berjaya Hotels, ríki og sveitarfélög. Þá heldur félagið á nokkrum verðmætum byggingarreitum. Reitir fasteignafélag hf. er almenningshlutafélag skráð í Kauphöll síðan 2015. Eigendur félagsins eru að stærstum hluta íslenskir lífeyrissjóðir. Reitir leggja ríka áherslu á samfélagslega ábyrgð í sínum rekstri og er sjálfbærni lykilþáttur í ákvarðanatöku sem snýr að viðhaldi eða framkvæmdum við byggingar.

Fréttir af Reitum og lífinu í húsunum

Oche opnar í Kringlunni í sumar með pílu, shuffleboard, karíokí, mat og drykk.
13 mars 2024
Pílustaðurinn Oche opnar í Kringlunni í sumar
28 febrúar 2024
Kringlan tilnefnd til Árunnar 2023
25 febrúar 2024
Ný Eyesland verslun í Kringlunni
Kringlan

Skipurit og skipulag samstæðu Reita

Dótturfélög Reita eru eigendur fasteignanna í samstæðunni og aðilar að leigusamningum. Eitt félag, Reitir þjónusta, sér um rekstur sameigna og húsfélaga. Öll umsýsla vegna eignasafnsins fer fram í móðurfélaginu.

Framkvæmdastjórn
Félög í samstæðunni

Swipe the chart to see more structures

Við urðum 35 ára 2022!

Vegferð Reita hófst með byggingu Kringlunnar sem opnaði árið 1987, þar sem Íslendingum var afhent framsýnt verslunarhúsnæði með fjölbreyttri verslun.

Á síðari árum hafa Reitir einnig hlúð að sögufrægum byggingum landsins og staðið þannig vörð um íslenskan menningararf á sama tíma og horft er til framtíðar og breyttra þarfa.

Bygging Kringlunnar
Ár

1987

Vegferð Reita hófst með opnun Kringlunnar árið 1987, þá var Íslendingum afhent framsýnt verslunarhúsnæði með fjölbreyttri verslun. Pálmi Jónsson, kenndur við Hagkaup, var upphafsmaður Kringlunnar.

Þegar Kringlan var opnuð voru þar 76 verslanir og þjónustuaðilar á þremur hæðum. Við það jókst verslunarrými í Reykjavík um 9%.

Borgarkringlan 1996
Ár

1996

Eignarhaldsfélagið Kringlan verður til með sameiningu við eigendur Borgarkringlunnar.

Kringlan 2002 - tengibygging og Hard Rock Café
Ár

1999

Nýbygging tekin í notkun sem stækkaði Kringluna og sameinaði hana Borgarkringlunni og Borgarleikhúsinu.

Hótel Esja - pizza hut - srika aldamót
Ár

2000

Sameining Eignarhaldsfélags Kringlunnar og Þyrpingar undir síðara nafninu. Þyrping er félag sem stofnað var 1991 og átti m.a. hótel Esju og hótel Loftleiðir.

Ár

2002

Þyrping sameinast Fasteignafélaginu Stoðum hf. undir síðara nafninu. Fasteignafélagið Stoðir var stofnað árið 1999 utan um fasteignir í eigu Baugs.

Aðalstræti 14-16
Ár

2003

Kaup á hóteli í byggingu við Aðalstræti 14-16. Kaupin mörkuðu upphaf farsæls samstarfs Reita og Minjaverndar. Hótelið var selt nokkrum árum síðar.

Hafnarstræti 91, Akureyri. "Kea húsið"
Ár

2004

Fasteignir Kletta voru teknar inn í Stoðir, þekktasta húsið í safninu var eflaust Kea húsið við Hafnarstræti 91 á Akureyri, hús sem reist var 1930 og hýsti höfuðstöðvar Kaupfélags Eyfirðinga í 76 ár.

Dalshraun 1 í Hafnarfirði
Ár

2006

Kaup sögufrægra húsa í miðborg Reykjavíkur endurgerð af Minjavernd m.a. Aðalstræti 2.

Kaup á fasteignafélaginu Löngustétt sem átti m.a. Laugaveg 182, Kauphallarhúsið, Austurstræti 8-10, Pósthússtræti 3-5 og Dalshraun 1 í Hafnarfirði.

Kaup á Kringlunni 1 og 5 auk byggingarréttar á Kringlureitnum.

Austurstræti 12, 12a og 14 - Austurvöllur
Ár

2007

Fasteignafélagið Landsafl keypt. Það var stofnað m.a. af Íslenskum aðalverktökum árið 1992 og átti félagið Höfðabakka 9, bogabyggingu sem er kennileiti á Höfðanum ásamt lábyggingu, auk fleiri eigna.

Fasteignirnar við Austurstræti 12A og 14 bætast í eignasafn félagsins.

Aðalstræti 6 og 8
Ár

2009

Reitir kaupa fasteignir við Aðalstræti 6 og 8. Þakhæð Aðalstrætis 6 var endurbyggð nokkrum árum síðar og voru byggingarnar seldar í kjölfarið.

Ár

2010

Nafnið Reitir tekið upp.

Ár

2011

Reitir endurnýja hluta Höfðbakka 9a fyrir Eflu verkfræðistofu sem þá var leigutaki í húsinu. Endurnýjunin var unnin út frá BREEAM Refurbishment staðlinum. Var það í fyrsta sinn sem einkaaðili fékk slíka vottun á Íslandi.

Sama ár endurnýjuðu Reitir Hotel Reykjavik Natura.

Ár

2013

Reitir gera fyrsta græna leigusamninginn á Íslandi við Valitor sem þá var nýr leigutaki að Dalshrauni 3 í Hafnarfirði. Tugir grænna leigusamninga voru gerðir við aðra leigutaka í framhaldinu þar sem aðilar sammældust um að reka og viðhalda húsnæðið með vistvænum hætti.

Ár

2015

Í framhaldi af nánast algjörri endurfjármögnun Reita í árslok 2014 var félagið skráð í Kauphöll Íslands þann 9. apríl 2015. 

Reitir keyptu Hótel Ísland að Ármúla 9 í Reykjavík og endurnýjuðu stóran hluta húsnæðisins þannig að það hentaði starfsemi Klíníkurinnar.

Ár

2016

Þann 1. apríl keyptu Reitir félög með 8 fasteignum, þar á meðal Hótel Borg, Guðrúnartún 10, húsnæði Advania, og Borgartún 37, húsnæði Nýherja, nú Origo.

Ár

2017

Reitir festu kaup á um 15 hektara byggingarlandi fyrir atvinnuhúsnæði úr landi Blikastaða í Mosfellsbæ. Svæðið fékk síðar nafnið Korputún.

Vínlandsleið
Ár

2018

Reitir festu kaup á Vínlandsleið ehf., félagi með um 18.000 fermetra húsnæði, aðallega við Vínlandsleið í Reykjavík. 

Suðurlandsbraut 34
Ár

2020

Reitir lána heilbrigðisyfirvöldum Suðurlandsbraut 34, áður kallað Orkuhúsið, og nýttist húsið sem ein helsta vígstöð yfirvalda í baráttunni við heimsfaraldur Covid-19.

Reitir hlutu Svansvottun fyrir endurbætur skrifstofu Umhverfisstofnunar að Suðurlandsbraut 24. Var það í fyrsta sinn sem endurbætur húsnæðis hljóta Svansvottun á Norðurlöndum.

Orkureitur
Ár

2021

Reitir seldu byggingarheimildir á Orkureit í kjölfar þess að nýtt deiliskipulag var samþykkt fyrir reitinn sem gerði ráð fyrir um 440 íbúðum.

Reitir keyptu af Festi tæplega 10.000 fermetra verslunarhúsnæði við Háholt 13-15 í Mosfellsbæ, Dalbraut 1 á Akranesi og á Hafnargötu 2 á Reyðarfirði. 

1987
1996
1999
2000
2002
2003
2004
2006
2007
2009
2010
2011
2013
2015
2016
2017
2018
2020
2021

Mannauður

Hjá Reitum starfar reynslumikill og samheldinn hópur sérfræðinga í rekstri, útleigu og fjárfestingu í fasteignum. Gildi Reita; jákvæðni, fagmennska og samvinna eru lykilþættir í daglegri starfsemi.