Fjárhagsupplýsingar

  Uppgjör Tilkynning Kynning Skýrsla
9M 2018 PDF PDF PDF  
6M 2018 PDF PDF PDF  
3M 2018 PDF PDF PDF  
2017 PDF PDF PDF  WEB

Fjárhagsdagatal

Ársuppgjör 2018 18. feb. 2019
Aðalfundur 2019 12. mar 2019
1. fjórðungur 2019  13. maí 2019
2. fjórðungur 2019 19. ág 2019
3. fjórðungur 2019 18. nóv 2019
Ársuppgjör 2019 17. feb 2020
Aðalfundur 2020 10. mar 2020

Kynningarfundir eru haldnir daginn eftir birtingu uppgjöra kl. 8.30 á skrifstofu Reita, nema annað sé tilkynnt sérstaklega.

Hluthafafréttir

Markaðsupplýsingar

Stærstu hluthafar (11.1.19)

Gildi - lífeyrissjóður 14,8%
Lífeyrissjóður verslunarmanna 14,5%
Lífeyrissj.starfsm.rík. A-deild 12,8%
Lífeyrissj.starfsm.rík. B-deild 4,7%
Stapi lífeyrissjóður  4,2%

Skuldabréfafjármögnun

Reitir er útgefandi skuldabréfa sem gefin eru út í samræmi við útgáfuramma sem lýst er í grunnlýsingu dagsettri 14. nóvember 2017. Gefnir hafa verið út þrír flokkar skuldabréfa undir útgáfurammanum, REITIR151244 og REITIR151124, sem báðir eru verðtryggðir og REITIR 22 sem er óverðtryggður flokkur.

Nánar um skuldabréfafjármögnun

Hluthafafundir Reita

Aðalfundur Reita 2019 verður haldinn þann 12 mars.

Tilnefningarnefnd hefur tekið til starfa. Nefndina skipa Elín Jónsdóttir, formaður, Þórarinn V. Þórarinsson og Þórir Ágúst Þorvarðarson. Nefndin starfar í samræmi við starfsreglur og er henni ætlað að undirbúa stjórnarkjör á aðalfundi. Ábendingum og tillögum má koma á framfæri við nefndina á tilnefningarnefnd@reitir.is og kallar nefndin eftir tillögum hluthafa og framboðum til stjórnar.

Form að framboði til stjórnar Reita

Upplýsingar og gögn tengd hluthafafundum

Fjárfestatengsl og regluvarsla

Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri Reita, er fjárfestatengill félagsins og Ragnheiður M. Ólafsdóttir, hrl., er regluvörður Reita.

fjarfestatengsl@reitir.is
regluvordur@reitir.is

Norðurslóð 4 ehf.

Norðurslóð 4 ehf. (áður Reitir II ehf.) er eitt dótturfélaga Reita fasteignafélags. Félagið er útgefandi skráðra skuldabréfa.

  • Fjárhagsdagatal Norðurslóðar 4 ehf. er hið sama og móðurfélagsins hvað varðar birtingu ársuppgjöra og hálfsársuppgjöra.
  • Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, skipar stjórn Norðurslóðar 4 ehf.

Fjárfestasíða Norðurslóðar 4 ehf.

Ársskýrsluvefur Reita 2017

Stjórn og stjórnarhættir

Þórarinn V. Þórarinsson hrl., fæddur 1954, tók sæti í stjórn Reita fasteignafélags árið 2009. Þórarinn hefur starfað sem hæstaréttarlögmaður síðan 2002 og starfar á eigin lögmannsstofu, Advocatus slf. Þórarinn var framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands Íslands á árunum 1986 til 1999 og forstjóri Símans frá 1999-2001.  Hann er meðstjórnandi í Líflandi ehf.,  N1 hf., Grana ehf., Forsa ehf. og Azazo ehf.

Hagsmunatengsl Þórarins við helstu viðskiptaaðila, samkeppnisaðila og/eða hluthafa félagsins sem eiga meira en 10% hlut eru engin samkvæmt skilyrðum í Leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja.

Elín Árnadóttir, fædd 1971, er viðskiptafræðingur með víðtæka reynslu af stjórnun og fjármálastjórnun. Hún er aðstoðarforstjóri Isavia. Frá árinu 2001 hefur Elín starfað sem forstjóri og fjármálastjóri hjá forverum Isavia og tengdum félögum. Elín situr í stjórn Domavia ehf., og er varamaður í stjórn Fríhafnarinnar ehf. Elín var kosin í stjórn Reita fasteignafélags árið 2011.

Hagsmunatengsl Elínar við helstu viðskiptaaðila, samkeppnisaðila og/eða hluthafa félagsins sem eiga meira en 10% hlut eru engin samkvæmt skilyrðum í Leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja.

Kristinn Albertsson,  fæddur 1965, tók sæti í stjórn Reita árið 2017. Hann er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og hefur starfað sem fjármálastjóri Samskipa samstæðunnar síðan 2007. Hann situr í stjórnum ýmissa dótturfélaga Samskipa og skyldra félaga.

Hagsmunatengsl Kristins við helstu viðskiptaaðila, samkeppnisaðila og/eða hluthafa félagsins sem eiga meira en 10% hlut eru engin samkvæmt skilyrðum í Leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja.

Martha Eiríksdóttir, fædd 1957, tók sæti í stjórn Reita árið 2013. Martha er framkvæmdastjóri og óháður stjórnarmaður. Hún lauk B.Ed. prófi frá Kennaraháskóla Íslands 1981 og Cand.Oecon prófi frá Háskóla Íslands 1987.  Martha situr í stjórn Olíudreifingar ehf., Farice ehf., Innnes ehf., Ísfells ehf. og fleiri félaga.

Hagsmunatengsl Mörthu við helstu viðskiptaaðila, samkeppnisaðila og/eða hluthafa félagsins sem eiga meira en 10% hlut eru engin samkvæmt skilyrðum í Leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja.

Thomas Möller, fæddur 1954, var kosinn í stjórn Reita árið 2015. Thomas er hagverkfræðingur og MBA og starfar sem ráðgjafi og stundakennari. Hann er formaður stjórnar Íslandspósts ohf., auk þess að vera stjórnarmaður, ráðgjafi og meðeigandi í Investis ehf.

Hagsmunatengsl Thomasar við helstu viðskiptaaðila, samkeppnisaðila og/eða hluthafa félagsins sem eiga meira en 10% hlut eru engin samkvæmt skilyrðum í Leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja.

Endurskoðunarnefnd 

  • Elín Árnadóttir, formaður endurskoðunarnefndar
  • Helga Harðardóttir, löggiltur endurskoðandi
  • Kristinn Albertsson

Starfskjaranefnd

  • Martha Eiríksdóttir
  • Þórarinn V. Þórarinsson