Hlutafjárútboð 2020

Forgangsréttar- og almennt útboð í Reitum fór fram 20. og 21. október 2020. Hér má finna öll gögn og upplýsingar sem tengdust útboðinu.

Niðurstaða hlutafjárútboðs sem fór fram 20. og 21. október 2020

Niðurstaða hlutafjárútboðs:

Þann 21. október lauk hlutafjárútboði á alls 120.000.000 nýjum hlutum í Reitum fasteignafélagi hf. en hlutirnir voru boðnir fjárfestum til áskriftar á genginu 43 kr. á hvern hlut. Útboðið hófst klukkan 10 í gær 20. október og lauk í dag kl. 16. Lýsing vegna útboðsins var birt þann 9. október 2020. Arctica Finance hf. var umsjónaraðili útboðsins en Íslandsbanki var félaginu einnig til ráðgjafar.

Í útboðinu bárust áskriftir fjárfesta fyrir alls 11.813.039.464 kr. eða 274.721.849 nýjum hlutum. Í forgangsréttarhluta útboðsins bárust áskriftir fyrir samtals 10.059.157.657 kr. eða 233.933.899 hlutum og í almennum hluta útboðsins bárust áskriftir fyrir samtals 1.753.881.807 kr. eða 40.787.949 nýjum hlutum. Niðurstaðan er því rúmlega tvöföld eftirspurn eftir nýjum hlutum í útboðinu.

Í samræmi við reglur útboðsins var alls 120.000.000 nýjum hlutum úthlutað til forgangsréttarhafa en þar er um að ræða áskrift að öllum þeim nýju hlutum sem boðnir voru í útboðinu. Samkvæmt því kemur ekki til úthlutunar nýrra hluta til þeirra fjárfesta sem skráðu áskrift í almennum hluta útboðsins.

Gert er ráð fyrir að fjárfestar geti nálgast upplýsingar um sína úthlutun fyrir lok dags 22. október með því að skrá sig inn á vef Arctica Finance: https://www.arctica.is/reitir-utbod/ með sömu auðkennum og notuð voru til áskriftarinnar. Gjalddagi áskriftarloforða fjárfesta er 28. október næstkomandi og fer afhending hinna nýju hluta til fjárfesta fram að lokinni skráningu hækkunar hlutafjár hjá Fyrirtækjaskrá Skattsins, áætlað eigi síðar en þann 13. nóvember nk. Gert er ráð fyrir að viðskipti með hina nýju hluti hefjist á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf. eigi síðar en þann 16. nóvember næstkomandi.

Forgangsréttar- og almennt útboð í Reitum fasteignafélagi fer fram 20. og 21. október

Um útboðið:

Hlutafjárhækkunin mun fara fram á grundvelli almenns hlutafjárútboðs til að safna áskriftum að hinum nýju hlutum þar sem hluthafar Reita njóta forgangs að hinum nýju hlutum, en að forgangsrétti frágengnum verða hinir nýju hlutir boðnir almennum fjárfestum í almennu útboði sem fram fer samhliða forgangsréttarútboðinu.

 • Áskriftir skulu skráðar rafrænt á sérstöku formi á áskriftavef útboðs.

 • Boðnir verða til sölu hlutir að nafnvirði 120.000.000 kr.

 • Útboðsgengi hinna nýju hluta er 43 kr. á hlut.

 • Engin lágmarksfjárhæð er á áskriftum í forgangsréttarútboðinu.

 • Hver áskrift í almenna útboðinu skal vera að lágmarki 100.000 kr.

 • Forgangsréttarhafar að hinum nýju hlutum Reita eru þeir aðilar sem skráðir eru hluthafar Reita í hlutaskrá félagsins í lok dags 19. október 2020 og þeir aðilar sem fengið hafa forgangsrétt framseldan til sín samkvæmt reglum útboðsins.

 • Tekið verður við áskriftum frá kl. 10:00 (GMT), þann 20. október 2020 til kl 16:00 (GMT) þann 21. október 2020.

 • Fjárfestar þurfa að eiga eða stofna vörslureikning. Hægt er að stofna vörslureikning hjá Íslandsbanka á fjarmalagerningar.islandsbanki.is

 • Áætlað er að niðurstöður útboðsins verði tilkynntar 21. október 2020.

 • Áætlaður eindagi kaupverðs í útboðinu er 28. október 2020.

 • Stefnt er að afhendingu og töku nýrra hluta til viðskipta á aðalmarkaði Nasdaq eins fljótt og auðið er eftir útgáfu hlutabréfa hjá Fyrirtækjaskrá og er áætluð dagsetning afhendingar 16. nóvember 2020.

Arctica Finance er umsjónaraðili útboðsins. Nánari upplýsingar í síma 513-3300 og á reitir@arctica.is.