Fjárfestar

Hluthafafundir Reita

Ár:

Hér má finna upplýsingar um hluthafafundi Reita fasteignafélags hf.

Aðalfundur Reita 2024

Aðalfundur Reita fasteignafélags hf. var haldinn kl. 15.00, miðvikudaginn 6. mars 2024 í fundarsal 2 á Hotel Reykjavik Natura, Nauthólsvegi 52, 102 Reykjavík. Hlutafé Reita á boðunardegi hluthafafundarins var kr. 745.638.233. Nafnverð hvers hlutar er 1. kr og fylgir eitt atkvæði hverjum hlut. Allir hlutir eru í sama flokki.

 

Mikilvægar dagsetningar 2024:

25. febrúar Skilafrestur tillagna eða ályktana hluthafa (frestur til 15:00)
28. febrúar Framboðsfrestur til stjórnar rennur út (frestur til 15:00)
29. febrúar Upplýsingar um frambjóðendur birtar
1. mars Frestur hluthafa til að óska eftir hlutfalls- eða margfeldiskosningu rennur út (frestur til 15:00)
1. mars Frestur hluthafa til að óska eftir að kjósa bréfleiðis um mál á dagskrá rennur út (frestur til 15:00)
3. mars Frestur félagsins til birtingar á endanlegri dagskrá og tillögum rennur út
6. mars Aðalfundur
7. mars Áætlaður arðleysisdagur
8. mars Áætlaður arðsréttindadagur
27. mars Áætlaður arðgreiðsludagur

 

Hluthafafundur 1. febrúar 2024

Stjórn Reita fasteignafélags hf. boðar til hluthafafundar í félaginu sem haldinn verður fimmtudaginn 1. febrúar 2024 kl. 16:00 á skrifstofu félagsins að Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík, 3. hæð.