Til baka

Mikil eftirspurn eftir skuldabréfum Reita

Skuldabréfaflokkurinn REITIR150534 er nýr verðtryggður flokkur.

Alls bárust tilboð að nafnverði 9.200 m.kr. Ákveðið var að taka tilboðum að nafnverði 2.300 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 4,0%. Ekki hafa áður verið gefin út bréf í flokknum. 

Skuldabréfaflokkurinn, REITIR150534, er verðtryggður og veðtryggður með almenna tryggingafyrirkomulagi félagsins. Flokkurinn er með lokagjalddaga 15. maí 2034 en endurgreiðsluferli höfuðstóls fylgir 30 ára greiðsluferli með jöfnum afborgunum fram til lokagjalddaga, þegar allar eftirstöðvar greiðast í einni greiðslu. Greiðslur vaxta og afborgana höfuðstóls fara fram á tveggja mánaða fresti.

Fleiri fréttir

Reitir tilkynna nýjar áherslur og stefnu

Ný stefna hefur í för með sér aukinn vaxtarhraða félagsins á næstu fimm árum og ríkari áherslu á þróunarverkefni með sjálfbærni í forgrunni og fjárfestingu í fjölbreyttari eignaflokkum.

Horft frá torgi til Sjova
Opinn kynningarfundur vegna íbúðauppbyggingar á Kringlusvæðinu

Í drögum að deiliskipulagstillögu er reiknað með um 450 íbúðum ásamt menningarhúsi.