Til baka

Ný vaxtarstefna Reita

Ný stefna hefur í för með sér aukinn vaxtarhraða félagsins á næstu fimm árum og ríkari áherslu á þróunarverkefni með sjálfbærni í forgrunni og fjárfestingu í fjölbreyttari eignaflokkum.

Ný stefna Reita leggur ríkari áherslu á þróunarverkefni með sjálfbærni í forgrunni og fjárfestingu í fjölbreyttari eignaflokkum þar sem sérstaklega verður horft til samfélagslegra innviða og eignaflokka þar sem þörfin er brýn.

 

Stefnt er að því að auka virði heildareigna í 300 milljarða innan fimm ára en alls hafa verið sett fram átta mælanleg markmið sem styðja við stefnuna og falla að áherslu á drifkraft og þekkingu, sjálfbærni, framúrskarandi rekstur, vöxt og arðsemi.

 

„Ný stefna Reita mun leiða okkur áfram á þeirri vegferð að auka vöxt með meiri áherslu á fasteignaþróun og fjárfestingu í nýjum eignarflokkum. Við viljum vera leiðandi afl í samfélaginu þegar kemur að uppbyggingu margvíslegra innviða. Fasteignir eru mikilvægur hluti af innviðum í samfélaginu og það er gríðarlega spennandi uppbyggingar- og umbreytingarskeið í gangi á höfuðborgarsvæðinu og í raun um allt land. Við ætlum að sækja þau miklu tækifæri sem það býður okkur og auka til muna slagkraft fyrirtækisins í nýsköpun og frjórri hugsun í verkefnum sem leika mikilvæg hlutverk í gangverki samfélagsins. Grunnurinn er auðvitað sú mikla reynsla og sterka staða sem Reitir hafa.“  segir Guðni Aðalsteinsson, forstjóri Reita.

Nánar er fjallað um stefnuna í kynningu sem gefin var út í tengslum við uppfjör fyrsta ársfjórðungs.

Fleiri fréttir

Rammasamningur um uppbyggingu fimm hjúkrunarheimila og verksamningur um uppbyggingu þess fyrsta

Reitir fasteignafélag og fasteignaþróunarfélagið Íslenskar fasteignir hafa undirritað rammasamning um uppbyggingu fimm hjúkrunarheimila með samtals um 400-600 rýmum á næstu árum. Samhliða var undirritaður verksamningur um uppbyggingu fyrsta hjúkrunarheimilisins.

Við leitum að liðsauka

Við höfum sett stefnu um kraftmikinn vöxt og þurfum liðsauka til að ná markmiðum okkar.

Hreinsun Kringlunnar gengur vel. Opnun á fimmtudag.

Kringlan opnar á fimmtudaginn. Hreinsun eftir brunann gengur vel.