Til baka

Guðni Aðalsteinsson hefur tekið við starfi forstjóra Reita

Guðni Aðalsteinsson, forstjóri Reita

Guðni tók við starfinu í byrjun apríl. Hann hefur víðtæka reynslu af rekstri  og stjórnunarstörfum.

Þórarinn V. Þórarinsson, stjórnarformaður:
"Reitum er mikill fengur að því að fá notið víðtækrar reynslu og þekkingar Guðna nú þegar við blasa afar fjölbreytt og áhugaverð sóknarfæri til þróunar á starfsemi félagins. Hann kemur til starfa úr kröfuhörðu alþjóðlegu umhverfi með áherslur og sýn m.a. um sjálfbærni, sem vel falla að stefnumótun félagsins um uppbyggingu, þjónustu og arðsemi.  Guðni er vel til þess fallinn að nýta krafta félagsins og leiða það inn í nýtt uppbyggingarskeið til að svara nýjum þörfum og áskorunum".

Fleiri fréttir

Viljayfirlýsing um lífsgæðakjarna á Loftleiðasvæðinu

Reitir hafa undirritað viljayfirlýsingu við Reykjavíkurborg um lífsgæðakjarna á Loftleiðasvæðinu við Nauthólsveg.

Ný vaxtarstefna Reita

Ný stefna hefur í för með sér aukinn vaxtarhraða félagsins á næstu fimm árum og ríkari áherslu á þróunarverkefni með sjálfbærni í forgrunni og fjárfestingu í fjölbreyttari eignaflokkum.

Horft frá torgi til Sjova
Deiliskipulagsdrög vegna íbúðauppbyggingar á Kringlusvæðinu

Í drögum að deiliskipulagstillögu er reiknað með um 450 íbúðum ásamt menningarhúsi.