Til baka

Opinn kynningarfundur vegna íbúðauppbyggingar á Kringlusvæðinu

Í drögum að deiliskipulagstillögu er reiknað með um 450 íbúðum ásamt menningarhúsi.

Horft frá torgi til Sjova

Reykjavíkurborg hefur boðað til fundar þar sem Reitir kynna áform um uppbyggingu á Kringlusvæðinu.

Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 14. maí kl. 17:00 í Ásbergi í Kringlubíói.

Drögin að deiliskipulagstillögunni verða jafnframt til sýnis fyrir almenning á jarðhæð göngugötu Kringlunnar.

Um er að ræða drög að deiliskipulagstillögu 1. áfanga Kringlusvæðis, sem nær til lóðanna Kringlan 1-3 og Kringlan 5. Danska teiknistofan Henning Larsen ásamt THG arkitektum vann tillöguna fyrir Reiti fasteignafélag. Vinna við skipulagið er unnin samkvæmt BREEAM Communities vistvottunarstaðlinum, COWI og VSÓ koma að þeirri vinnu.

Á fundinum verður farið stuttlega yfir aðdraganda deiliskipulagsgerðar og deiliskipulagslýsingar fyrir áfanga 1-3, en að því loknu munu höfundar fara yfir drög að deiliskipulagstillögu sinni og jafnframt gera grein fyrir þeirri vinnu sem að baki liggur. Að auki verður deiliskipulagslýsing 1.-3. áfanga Kringlunnar aðgengileg í skipulagsgátt þar sem senda má inn athugasemdir á slóð Skipulagsstofnunar.

Fundurinn er öllum opinn og munu Reitir opna fyrir umræður og spurningar varðandi deiliskipulagstillöguna sem er í undirbúningi.

Margbreytileiki með útirýmum

Á Kringlusvæðinu er reiknað með um 450 íbúðum ásamt menningarhúsi. Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir fjölbreyttum húsformum ásamt nýjum skjólgóðum og sólríkum götu- og torgrýmum sem samtvinnast stærri útirýmum.

Umferð akandi, hjólandi og gangandi er gert jafnhátt undir höfði með sérstakri áherslu á gönguvænt umhverfi. Meginmarkmið tillögunnar er að móta nýtt og þétt borgarumhverfi þar sem margbreytileiki fær notið sín.

Upplýsingar um fundinn

Reiknað er með að gamla prentsmiðjan fái nýtt hlutverk

Reiknað er með að gamla prentsmiðjan fái hlutverk menningarhúss.

Horft frá Hamrahlíð að Kringlureitnum

Gönguleiðin frá Hamrahlíð að nýja íbúðasvæðinu.

Horft norður eftir nýrri vistgötu í átt að Húsi verslunarinnar.

Hér er horft norður eftir nýrri vistgötu í átt að Húsi verslunarinnar.

Fleiri fréttir

Reitir tilkynna nýjar áherslur og stefnu

Ný stefna hefur í för með sér aukinn vaxtarhraða félagsins á næstu fimm árum og ríkari áherslu á þróunarverkefni með sjálfbærni í forgrunni og fjárfestingu í fjölbreyttari eignaflokkum.

Mikil eftirspurn eftir skuldabréfum Reita

Skuldabréfaflokkurinn REITIR150534 er nýr verðtryggður flokkur.