Pílustaðurinn Oche opnar í Kringlunni í sumar
Alþjóðlega veitingastaða- og afþreyingakeðjan Oche opnar í Kringlunni í sumar með pílu, shuffleboard, karíokí, mat og drykk.

Alþjóðlega veitingastaða- og afþreyingakeðjan Oche opnar í Kringlunni í sumar og verður staðsett þar sem gamla Stjörnutorg var. Ísland verður þar með níunda landið þar sem Oche opnar stað.
Unnið er hörðum höndum að undirbúningu opnunar. Það verða yfir 100 myndavélar inni á staðnum til þess að festa á filmu og skilja betur hvert verið er að kasta pílunum og eins til að fylgjast með því sem er að gerast á shuffleborðunum. Þetta verður háþróaðasti pílustaður landsins og ýmsar nýjungar í boði sem við höfum ekki séð hér á landi áður.
Staðurinn mun innihalda 15 pílubása, eitt VIP herbergi, fimm shuffleborð, tvö karíókí herbergi og sæti fyrir 230 – 300 gesti í mat og drykk.
Matseðill Oche verður þróaður af einum af eigendum staðarins, Ágústi Reynissyni, en hann er einn eigenda veitingastaðanna Fiskmarkaðsins og Grillmarkaðsins. Rík áhersla verður lögð á rétti sem hægt er að deila og verða meðal annars tapasréttir og pizzur eitthvað sem gestir geta gætt sér á.
Oche í Kringlunni er tíundi Oche staðurinn sem opnar á heimsvísu og eru staðir keðjunnar til að mynda í Ástralíu, Dubai, Bretlandi, Svíþjóð og Noregi.
Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita:
"Opnun staðarins er stórt og mikilvægt skref í gagngerri endurnýjun á 3. hæð verslunarmiðstöðvarinnar og við fögnum því að taka þátt í verkefninu og hlökkum til samstarfsins við öfluga rekstraraðila Oche Reykjavík. Að okkar mati færir staðurinn þjónustu- og skemmtiframboð Kringlunnar á áður óþekktan og spennandi stað og það er að sjálfsögðu ekkert annað en jákvætt. "
Matseðill Oche verður þróaður af einum af eigendum staðarins, Ágústi Reynissyni, en hann er einn eigenda veitingastaðanna Fiskmarkaðsins og Grillmarkaðsins. Rík áhersla verður lögð á rétti sem hægt er að deila og verða meðal annars tapasréttir og pizzur eitthvað sem gestir geta gætt sér á.
Oche í Kringlunni er tíundi Oche staðurinn sem opnar á heimsvísu og eru staðir keðjunnar til að mynda í Ástralíu, Dubai, Bretlandi, Svíþjóð og Noregi.