Til baka

Pílustaðurinn Oche opnar í Kringlunni í sumar

13 mars 2024

Alþjóðlega veit­ingastaða- og afþrey­inga­keðjan Oche opnar í Kringlunni í sumar með pílu, shuffleboard, karíokí, mat og drykk.

Oche opnar í Kringlunni í sumar með pílu, shuffleboard, karíokí, mat og drykk.

Alþjóðlega veit­ingastaða- og afþrey­inga­keðjan Oche opnar í Kringlunni í sumar og verður staðsett þar sem gamla Stjörnutorg var. Ísland verður þar með ní­unda landið þar sem Oche opn­ar stað.

Unnið er hörðum höndum að undirbúningu opnunar. Það verða yfir 100 myndavélar inni á staðnum til þess að festa á filmu og skilja bet­ur hvert verið er að kasta píl­un­um og eins til að fylgj­ast með því sem er að ger­ast á shuff­le­borðunum. Þetta verður háþróaðasti pílustaður lands­ins og ýms­ar nýj­ung­ar í boði sem við höf­um ekki séð hér á landi áður.

Staður­inn mun inni­halda 15 pílu­bása, eitt VIP her­bergi, fimm shuff­le­borð, tvö karíókí her­bergi og sæti fyr­ir 230 – 300 gesti í mat og drykk.

Matseðill Oche verður þróaður af ein­um af eig­end­um staðar­ins, Ágústi Reyn­is­syni, en hann er einn eig­enda veit­ingastaðanna Fisk­markaðsins og Grill­markaðsins. Rík áhersla verður lögð á rétti sem hægt er að deila og verða meðal ann­ars tap­asrétt­ir og pizz­ur eitt­hvað sem gest­ir geta gætt sér á.

Oche í Kringl­unni er tí­undi Oche staður­inn sem opn­ar á heimsvísu og eru staðir keðjunn­ar til að mynda í Ástr­al­íu, Dubai, Bretlandi, Svíþjóð og Nor­egi.

Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita:

"Opnun staðarins er stórt og mikilvægt skref í gagngerri endurnýjun á 3. hæð verslunarmiðstöðvarinnar og við fögnum því að taka þátt í verkefninu og hlökkum til samstarfsins við öfluga rekstraraðila Oche Reykjavík. Að okkar mati færir staðurinn þjónustu- og skemmtiframboð Kringlunnar á áður óþekktan og spennandi stað og það er að sjálfsögðu ekkert annað en jákvætt.  "

Matseðill Oche verður þróaður af ein­um af eig­end­um staðar­ins, Ágústi Reyn­is­syni, en hann er einn eig­enda veit­ingastaðanna Fisk­markaðsins og Grill­markaðsins. Rík áhersla verður lögð á rétti sem hægt er að deila og verða meðal ann­ars tap­asrétt­ir og pizz­ur eitt­hvað sem gest­ir geta gætt sér á.

Oche í Kringl­unni er tí­undi Oche staður­inn sem opn­ar á heimsvísu og eru staðir keðjunn­ar til að mynda í Ástr­al­íu, Dubai, Bretlandi, Svíþjóð og Nor­egi.

Fleiri fréttir

Tilnefningarnefnd auglýsir eftir tilnefningum til stjórnar Reita

Aðalfundur Reita 2025 verður haldinn þann 2. apríl 2025.

Viðtal við skipulagshönnuð 1. áfanga Kringlusvæðis og niðurstöður samráðs

Ítarlegt íbúasamráð er hluti vinnu vegna BREEAM vistvottunar skipulagsins

Sterkur rekstur á fyrstu níu mánuðum ársins

Góður gangur var á vegferð félagsins í átt að vexti og félagið hefur fjárfest vel umfram sett markmið í arðsömum fasteignakaupum og uppbyggingarverkefnum.