Til baka

Margrét Helga nýr forstöðumaður þjónustu hjá Reitum

23 september 2024

Margrét Helga Jóhannsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður þjónustu hjá Reitum. Um er að ræða nýja stöðu innan félagsins.

Margrét Helga Johannsdóttir - Reitir

Margrét Helga Jóhannsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður þjónustu hjá Reitum. Um er að ræða nýja stöðu innan félagsins. Margrét kemur til Reita frá Íslandsstofu þar sem hún starfaði sem rekstrarstjóri og áður sem fagstjóri. Hún býr yfir umfangsmikilli reynslu af stefnumótun og innleiðingu umbóta í rekstri og þjónustu. Margrét Helga er með meistaragráðu í stjórnun og stefnumótun og BA gráðu í stjórnmálafræði og frönsku frá Háskóla Íslands.  

Reitir kynntu fyrr á árinu nýja stefnu með áherslu á öflugan og sjálfbæran vöxt. Mikilvægur liður stefnunnar er þróun og uppbygging aukins þjónustuframboðs í takti við breyttar þarfir leigutaka. Ráðning Margrétar er lykilþáttur í þessari vegferð en hún mun leiða nýtt þjónustuteymi hjá Reitum. 

Við erum gífurlega ánægð að fá Margréti til liðs við okkur. Við höfum nýlega lokið stefnumótun til næstu ára og teljum þar mikilvægt að auka enn frekar þjónustu við okkar viðskiptavini. Við teljum að Margrét sé rétta manneskjan til að stíga inn í þessa stöðu en hún mun meðal annars leiða stöðuga þróun þjónustuframboðs og halda utan um verkefnastýringu og uppbyggingu öflugs þjónustuteymis,“ segir Guðni Aðalsteinsson, forstjóri Reita.  

Reitir hafa verið í spennandi stefnumótunarvinnu síðustu misseri þar sem unnið er að því að byggja upp fyrirtækið á traustum grundvelli. Þjónusta við viðskiptavini er mikilvægur liður í áframhaldandi vexti og ég hlakka mikið til að eiga þátt í að móta þessa áherslubreytingu í átt að aukinni þjónustu Reita, í samstarfi við þann öfluga hóp sem þar starfar,“ segir Margrét.  

Fleiri fréttir

Torgið hugmyndasamkeppni haldin í fyrsta skipti

Fjórtán lið skipuð nemendum úr Háskólanum í Reykjavík, tóku þátt í Torginu, hugmyndasamkeppni Reita og HR, sem haldin var í fyrsta skipti dagana 8.-11. október.

Reitir og Þarfaþing undirrita samning um byggingu Kringlureits

Reitir fasteignafélag hf. og Þarfaþing hf. hafa skrifað samning um alverktöku vegna byggingar Kringlureits.

Blóðbankinn opnar í Kringlunni

Blóðbankinn hefur nú opnað í Kringlunni, stærstu verslunarmiðstöð Íslands. Ný staðsetning eykur enn frekar aðgengi almennings að blóðgjöf sem er ómissandi liður í heilbrigðisþjónustunni.