Til baka

Eignaskýrsla fyrri árshelmings komin út

18 september 2024

Fermetrar í eignasafni Reita eru um 465 þúsund, þeir dreifast á um 140 fasteignir með um 700 leigurýmum. Leigutakarnir, sem eru viðskiptavinir Reita, eru um 450 talsins.

Fjárfestingareignir Reita voru metnar á 208.766 millj. kr. um mitt ár 2024. Eignasafn Reita skiptist í verslunarhúsnæði (36%), skrifstofuhúsnæði (35%), hótel (15%) og annað (14%). Innan eignasafnsins eru um 140 fasteignir, tíu verðmætustu eignirnar standa að baki um 47% virðis eignasafnsins.

Í eignasafni Reita eru byggingarréttir og ótekjuberandi eignir sem metnar voru á 9.785 millj.kr. um mitt ár 2024. Reitir vinna nú að þróun um 600 íbúða og um 140 fermetra atvinnuhúsnæðis. Á meðal þróunareigna eru fasteignir sem mynda leigutekjur og metnar væru á um 6.500 millj.kr. ef notuð væri sama aðferðafræði við virðismat þeirra og beitt er við virðismat tekjuberandi eigna.

Kringlureitur, Korputún og hóteluppbygging á Laugavegi 176 eru meðal verkefna sem Reitir vinna að og fjallað er um í skýrslunni ásamt öðrum verkefnum sem eru skemur á veg komin.

Opinberir aðilar standa að baki um 16% leigutekna Reita og stórfyrirtæki að baki um 51% tekna. Stærstu leigutakar félagsins, utan opinbera geirans eru Berjaya og Hagar, samtals með um 17%. Nánari útlistun á stærstu leigutökum og samsetningu leigutaka er að finna í skýrslunni.

Skoða eignasafnsskýrslu Reita fyrir fyrri árshelming 2024

Fleiri fréttir

Torgið hugmyndasamkeppni haldin í fyrsta skipti

Fjórtán lið skipuð nemendum úr Háskólanum í Reykjavík, tóku þátt í Torginu, hugmyndasamkeppni Reita og HR, sem haldin var í fyrsta skipti dagana 8.-11. október.

Reitir og Þarfaþing undirrita samning um byggingu Kringlureits

Reitir fasteignafélag hf. og Þarfaþing hf. hafa skrifað samning um alverktöku vegna byggingar Kringlureits.

Blóðbankinn opnar í Kringlunni

Blóðbankinn hefur nú opnað í Kringlunni, stærstu verslunarmiðstöð Íslands. Ný staðsetning eykur enn frekar aðgengi almennings að blóðgjöf sem er ómissandi liður í heilbrigðisþjónustunni.