Til baka

Eignaskýrsla fyrri árshelmings komin út

18 september 2024

Fermetrar í eignasafni Reita eru um 465 þúsund, þeir dreifast á um 140 fasteignir með um 700 leigurýmum. Leigutakarnir, sem eru viðskiptavinir Reita, eru um 450 talsins.

Fjárfestingareignir Reita voru metnar á 208.766 millj. kr. um mitt ár 2024. Eignasafn Reita skiptist í verslunarhúsnæði (36%), skrifstofuhúsnæði (35%), hótel (15%) og annað (14%). Innan eignasafnsins eru um 140 fasteignir, tíu verðmætustu eignirnar standa að baki um 47% virðis eignasafnsins.

Í eignasafni Reita eru byggingarréttir og ótekjuberandi eignir sem metnar voru á 9.785 millj.kr. um mitt ár 2024. Reitir vinna nú að þróun um 600 íbúða og um 140 fermetra atvinnuhúsnæðis. Á meðal þróunareigna eru fasteignir sem mynda leigutekjur og metnar væru á um 6.500 millj.kr. ef notuð væri sama aðferðafræði við virðismat þeirra og beitt er við virðismat tekjuberandi eigna.

Kringlureitur, Korputún og hóteluppbygging á Laugavegi 176 eru meðal verkefna sem Reitir vinna að og fjallað er um í skýrslunni ásamt öðrum verkefnum sem eru skemur á veg komin.

Opinberir aðilar standa að baki um 16% leigutekna Reita og stórfyrirtæki að baki um 51% tekna. Stærstu leigutakar félagsins, utan opinbera geirans eru Berjaya og Hagar, samtals með um 17%. Nánari útlistun á stærstu leigutökum og samsetningu leigutaka er að finna í skýrslunni.

Skoða eignasafnsskýrslu Reita fyrir fyrri árshelming 2024

Fleiri fréttir

Reitir auglýsa eftir yfirlögfræðingi

Reitir leita að öflugum og reynslumiklum einstaklingi í starf yfirlögfræðings og regluvarðar.

Reitir og Háskólinn í Reykjavík hefja þriggja ára samstarf og efna til hugmyndasamkeppni

Reitir og Háskólinn í Reykjavík (HR) hefja þriggja ára samstarf og munu efna til árlegrar hugmyndasamkeppni fyrir nemendur þar sem nýsköpun, sköpunargleði og hugvit fá frjálsan taum.

Nýtt hjúkrunarheimili verður opnað við Nauthólsveg

Nýtt og glæsilegt 87 rýma hjúkrunarheimili opnar innan tíðar við Nauthólsveg í Reykjavík. Hjúkrunarheimilið verður í byggingu sem áður hýsti skrifstofur Icelandair við Nauthólsveg 50 og verður ráðist í gagngerar endurbætur á húsnæðinu og því umbreytt til þess að sinna nýju hlutverki.