Reitir eru framúrskarandi og til fyrirmyndar
Rekstur Reita er bæði framúrskarandi og til fyrirmyndar. Þetta staðfesta tvær eftirsóttar viðurkenningar sem veittar eru árlega af Creditinfo annars vegar og Keldunni og Viðskiptablaðinu hins vegar. Við erum stolt af okkar frábæra starfsfólki og þekkingunni sem þau sýna í verki til að ná þessum árangri.

Áratugur í fremstu röð
Öll tíu árin sem Reitir hafa verið skráðir í kauphöll hefur Creditinfo metið rekstur félagsins sem framúrskarandi. Staða félagsins er skoðuð með tilliti til fjárhags, rekstrarárangurs og áreiðanleika í viðskiptum – og kröfurnar svo strangar að aðeins örfá prósent fyrirtækja á Íslandi uppfylla þær ár hvert.
Í þriðja sæti af 1.720 fyrirtækjum
Til að Viðskiptablaðið og Keldan meti fyrirtæki sem fyrirmynd þarf það að standast strangar kröfur um afkomu, rekstur og eiginfjárhlutfall. Það hafa Reitir gert óslitið í níu ár. Af 1.720 fyrirtækjum sem metin voru árið 2025 eru Reitir í hópi þeirra fremstu – í þriðja sæti á meðal þessa hóps sem telur einnig 29 félög sem skráð eru í kauphöll.
"„Reitir byggja ekki bara fasteignir, heldur traust. Þessar viðurkenningar sýna það morgunljóst sem við vissum fyrir – að okkar sýn, stefna og þekking skila traustum og heilbrigðum rekstri til langs tíma. Við erum að byggja undir framfarir og það borgar sig,“ segir Guðni Aðalsteinsson, forstjóri Reita fasteignafélags."
Eignasafn á tímamótum
Eignasafn Reita hefur vaxið og þróast í takt við áherslur félagsins og er nú yfir 490 þúsund fermetrar. Samhliða markvissum fjárfestingum er félagið að þróa ný og fjölbreytt borgarsvæði sem standast ýtrustu kröfur. Má þar nefna Kringlureit, sem nýverið var samþykktur í deiliskipulagi, og Korputún, þar sem 90 þúsund fermetrar fyrir verslun og atvinnustarfsemi og nýtt íbúðahverfi fyrir 60+ mynda eina samræmda heild.


