Til baka

Vistvænni byggingar með Grænni byggð

Vistvænni byggingar með Grænni byggð

Reitir fasteignafélag er meðal stærstu stuðningsaðila Grænni byggðar - Icelandic Green Building Council (áður Vistbyggðarráðs). Tilgangur samtakanna er að vera leiðandi vettvangur á sviði sjálfbærrar þróunar við skipulag, hönnun, byggingu, rekstur og viðhald mannvirkja á Íslandi. Grænni byggð hvetur til stöðugra umbóta í anda sjálfbærrar þróunar í mannvirkjagerð og skipulagi. Markmið Grænni byggðar eru:

  • Að skilgreina íslensk viðmið fyrir vistvæna byggð sem auðvelda hönnuðum og hagsmunaðilum að þróa í auknum mæli vistvænar áherslur við skipulag, hönnun, byggingu, rekstur og viðhald mannvirkja á Íslandi.
  • Að styðja við faglega umræðu og rannsóknir á sviði vistvæns skipulags og mannvirkjagerðar auk þess að stuðla að fræðslu almennings og hagsmunaaðila á Íslandi um vistvænt skipulag og mannvirki.
  • Að stuðla að samvinnu við erlendar systurstofnanir með það að markmiði að miðla af okkar reynslu og nýta þekkingu frá öðrum löndum.

Nánari upplýsingar um Grænni byggð má finna á www.graennibyggd.is.

Meira um áherslur í sjálfbærnimálum og samfélagsverkefni

BREEAM Communities vottað skipulag

Með því að fylgja kröfum BREEAM Communities staðalsins í skipulagningu þróunarreita tryggjum við að hugað sé að sjálfbærni, samnýtingu og heilnæmu umhverfi alveg frá grunni.

Húsnæði Umhverfisstofnunar við Suðurlandsbraut 24. Skrifstofan var fyrsta húsnæðið á Norðurlöndum til að hljóta Svansvottun fyrir endurbætur á húsnæði.
Svansvottaðar endurbætur

Skrifstofa Umhverfisstofnunar við Suðurlandsbraut 24 var fyrsta húsnæðið á Norðurlöndum til að hljóta Svansvottun fyrir endurbætur á húsnæði.