Til baka

Svansvottaðar endurbætur

Skrifstofa Umhverfisstofnunar við Suðurlandsbraut 24 var fyrsta húsnæðið á Norðurlöndum til að hljóta Svansvottun fyrir endurbætur á húsnæði.

Húsnæði Umhverfisstofnunar við Suðurlandsbraut 24. Skrifstofan var fyrsta húsnæðið á Norðurlöndum til að hljóta Svansvottun fyrir endurbætur á húsnæði.

Svansvottun húsnæðis Umhverfisstofnunar var mekrur áfangi, vottunin var til marks um metnað Reita og Umhverfisstofnuanr til að beita sér fyrir umbótum í umhverfismálum þegar kemur að byggingum.

Viðmið Svansins fyrir endurbætur eru umfangsmikil þar sem markmiðið er að lágmarka áhrif framkvæmda á umhverfi og heilsu. Svansvottunin tryggir gæði byggingarinnar meðal annars með betri innivist sem er tryggð með ströngum kröfum á efnainnihald byggingavara. Í Svansvottun er einnig lögð áhersla á endurnotkun byggingarefna og að úrgangur fari í endurvinnslufarveg.

Sem dæmi um árangur sem náðist í framkvæmdunum við Suðurlandsbraut 24 má nefna:

  • Flokkunarhlutfall byggingarúrgangs var 94,4% á framkvæmdatíma
  • Áætlað er að notkun loftræsikerfis með hitaendurvinnslu muni draga úr orkunotkun um 40%
  • Öll málning og sparsl sem var notað var umhverfisvottað
  • Álrimlar, korkflísar og fleiri byggingarhlutir voru notaðir áfram
  • Veglegt barnaherbergi var sett upp til að bæta aðstöðu starfsmanna

Aukinheldur höfðu endurbætur þessar, sem og aðrar svansvottaðar framkvæmdir, jákvæð áhrif á íslenska birgja sem hafa sýnilega aukið úrval af vottuðum og samþykktum byggingarefnum síðustu ár.

Meira um áherslur í sjálfbærnimálum og samfélagsverkefni

BREEAM Communities vottað skipulag

Með því að fylgja kröfum BREEAM Communities staðalsins í skipulagningu þróunarreita tryggjum við að hugað sé að sjálfbærni, samnýtingu og heilnæmu umhverfi alveg frá grunni.

Vistvænni byggingar með Grænni byggð
Vistvænni byggingar með Grænni byggð

Reitir eru stoltir aðilar að Grænni byggð, Icelandic Green Building Council, samstarfsvettvangi um vistvæna þróun manngerðs umhverfis á Íslandi.