Til baka

BREEAM Communities vottað skipulag

Með því að fylgja kröfum BREEAM Communities staðalsins í skipulagningu þróunarreita tryggjum við að hugað sé að sjálfbærni, samnýtingu og heilnæmu umhverfi alveg frá grunni.

"Við vistvottum öll okkar þróunarverkefni. Með því að huga vel að öllum þáttum sjálfbærni í upphafi trúum við því að við séum að skapa hverfi og byggingar sem standist tímans tönn. "

Korputún

Við deiliskipulagsvinnu vegna Korputúns var lögð áherslá á verndun náttúrunnar á svæðinu. Ofanvatnslausnir eru notaðar til að veita vatni úr Úlfarsfelli gegnum svæðið með eins náttúrlulegum máta og hægt er. Neðst í landinu, næst ánni Korpu, verður svæði með safntjörnum sem ætlað er að vernda viðkævæmt lífríki ánnar fyrir breytingum í rennsli vatns frá hverfinu og hreinsa vatn ef það verður yfirborðsmengun.

Gefnar hafa verið út leiðbeiningar um þann gróður sem notaðar skal til að græða land sem verður fyrir raski vegna framkvæmda. Er það gert með það að markmiði að vernda líffræðilegan fjölbreytileika á svæðinu og raska sem minnst lífríkinu. Kvaðir í deiliskipulaginu kalla á töluvert meiri gróðurþekju en almennt þekkist og græn þök.

Skipulag Korputúns er skipulagsmiðað. Hverfið er hringur með Borgarlínuás í miðjunni. Ekki er gert ráð fyrir bílaumferð samhliða honum heldur göngu- og hjólastíg í mannlegum skala.

Húsin verða byggð í hring með bílastæðum í miðju þeirra, slíkt gerir það að verkum að götur hverfisins verða þrengri og og meira aðlaðandi fyrir gangandi og hjólandi. En innan hringjanna myndast betri grundvöllur fyrir samnýtingu bílastæða og annarrar aðstöðu s.s. fyrir sorp og endurvinnslu.

Sjá nánar á www.korputun.is

Yfirlitsmynd af Korpuútni, nýju atvinnusvæði í landi Blikastaða á mörkum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar.

Yfirlitsmynd af Korpuútni, nýju atvinnusvæði í landi Blikastaða á mörkum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar.

Orkureitur

Deiliskipulag Orkureitsins

Deiliskipulag Orkureitsins

Orkureiturinn er svæði við Grensásveg milli Suðurlandsbratar og Ármúla, um er að ræða svæði með byggingarrétt sem Reitir seldu árið 2022 ásamt Suðurlandsbraut 34, gamla Rafmagnsveituhúsið sem síðar var kallað Orkuhúsið. Sú bygging er enn í eigu Reita.

Reitir, sem fyrrum eigendur lóðarinnar, unnu deiliskipulag fyrir svæðið út frá kröfum BREEAM Communities vistvottunarstaðalsins og hefur skipulagið hlotið BREEAM Communities vottun.

Fyrsta BREEAM Refurbishment vottunin

Reitir fasteignafélag var fyrsti einkaðilinn á Íslandi til að hljóta BREEAM vottun fyrir endurnýjun húsnæðis árið 2012 þegar hluti húsnæðisins í Höfðabakka 9 var endurnýjaður.

Meira um áherslur í sjálfbærnimálum og samfélagsverkefni

Húsnæði Umhverfisstofnunar við Suðurlandsbraut 24. Skrifstofan var fyrsta húsnæðið á Norðurlöndum til að hljóta Svansvottun fyrir endurbætur á húsnæði.
Svansvottaðar endurbætur

Skrifstofa Umhverfisstofnunar við Suðurlandsbraut 24 var fyrsta húsnæðið á Norðurlöndum til að hljóta Svansvottun fyrir endurbætur á húsnæði.

Vistvænni byggingar með Grænni byggð
Vistvænni byggingar með Grænni byggð

Reitir eru stoltir aðilar að Grænni byggð, Icelandic Green Building Council, samstarfsvettvangi um vistvæna þróun manngerðs umhverfis á Íslandi.