35 ára arfleifð umsvifa

Reitir byggja á arfleifð umsvifa í íslensku viðskiptalífi. Vegferðin hófst með byggingu Kringlunnar sem opnaði árið 1987, þar sem Íslendingum var afhent framsýnt verslunarhúsnæði með fjölbreyttri verslun.

Í um 35 ár höfum við þjónað þörfum íslensks markaðar í atvinnuhúsnæði, hótelhúsnæði og iðnaðarhúsnæði. Á síðari árum hafa Reitir hlúð vel að sögufrægum byggingum sínum og staðið þannig vörð um íslenskan menningararf á sama tíma og horft er til framtíðar og breyttra þarfa.

Kringlan í kringum aldamótin

1987
Hagkaup lýkur byggingu Kringlunnar.

1996
Eignarhaldsfélagið Kringlan verður til með sameiningu við eigendur Borgarkringlunnar.

1999
Nýbygging tekin í notkun sem sameinaði Borgarkringluna, Kringluna og Borgarleikhúsið.

2000
Sameining Eignarhaldsfélags Kringlunnar og Þyrpingar, stofnað 1991, sem átti m.a. hótel Esju og hótel Loftleiðir.

2002
Þyrping sameinast Fasteignafélaginu Stoðum hf., stofnað 1999, undir síðara nafninu.

2003
Kaup á hóteli í byggingu við Aðalstræti 14-16. Kaupin marka upphaf farsæls samstarfs Reita og Minjaverndar.

2004
Kaup á fasteignafélaginu Klettum sem átti m.a. fyrrum aðalskrifstofu KEA við Hafnarstræti á Akureyri auk fleiri eigna á landsbyggðinni.

2006
Kaup sögufrægra húsa í miðborg Reykjavíkur endurgerð af Minjavernd m.a. Aðalstræti 2.

2006
Kaup á fasteignafélaginu Löngustétt sem átti m.a. Laugaveg 182, Austurstræti 8-10, Pósthússtræti 3-5 og Dalshraun 1 í Hafnarfirði.

2006
Kaup á Kringlunni 1 og 5 auk byggingarréttar á Kringlureitnum.

2007
Fasteignafélagið Landsafl keypt. Það var stofnað m.a. af ÍAV árið 1992 og átti Höfðabakka 9 ásamt fleiri eignum.

2007
Fasteignirnar við Austurstræti 12A og 14 bætast í eignasafn félagsins.

2009
Reitir kaupa fasteignir í Aðalstræti 6 og 8.

2010
Nafnið Reitir tekið upp.

2011
Reitir endurnýja húsnæði Icelandair Hotel Reykjavík Natura.

2013
Reitir byrja að bjóða græna leigusamninga, fyrst íslenskra fasteignafélaga.

2015
Reitir kaupa Hótel Ísland að Ármúla 9 í Reykjavík.

2015
Í framhaldi af nánast algjörri endurfjármögnun Reita í árslok 2014 var félagið skráð í Kauphöll Íslands þann 9. apríl 2015. 

2016
Þann 1. apríl keyptu Reitir félög með 8 fasteignum, þar á meðal Hótel Borg, Guðrúnartún 10 Advania húsið, og Borgartún 37 Nýherja húsið

2017
Reitir kaupa 15 hektara byggingarland fyrir atvinnuhúsnæði úr landi Blikastaða í Mosfellsbæ.

2018
Reitir festu kaup á Vínlandsleið ehf., félagi með um 18.000 fermetra húsnæði við Vínlandsleið í Reykjavík. 

2020
Reitir keyptu skrifstofubyggingu Icelandair sem er áföst Icelandair Hotel Reykjavik Natura. 

2020

Reitir lána heilbrigðisyfirvöldum Suðurlandsbraut 34, áður kallað Orkuhúsið, og nýttist húsið sem ein helsta vígstöð yfirvalda í baráttunni við heimsfaraldur Covid-19.

2020
Reitir hlutu Svansvottun fyrir endurbætur skrifstofu Umhverfisstofnunar að Suðurlandsbraut 24. Var það í fyrsta sinn sem endurbætur húsnæðis hljóta Svansvottun á Norðurlöndum.

2021
Reitir selja byggingarheimildir á Orkureit í kjölfar þess að nýtt deiliskipulag var samþykkt fyrir reitinn.

2021
Reitir kaupa af Festi tæplega 10.000 fermetra verslunarhúsnæði við Háholt 13-15 í Mosfellsbæ, Dalbraut 1 á Akranesi og á Hafnargötu 2 á Reyðarfirði.