Þriggja áratuga saga Reita

Eignasafn Reita hefur verið hátt í þrjá áratugi í þróun. Reitir eru afar stoltir af mikilli reynslu, vönduðu eignasafni og góðu samstarfi við fjölda ánægðra viðskiptavina.

 

Kringlan í kringum aldamótin

1987
Hagkaup lýkur byggingu Kringlunnar.

1996
Eignarhaldsfélagið Kringlan verður til með sameiningu við eigendur Borgarkringlunnar.

1999
Nýbygging tekin í notkun sem sameinaði Borgarkringluna, Kringluna og Borgarleikhúsið.

2000
Sameining Eignarhaldsfélags Kringlunnar og Þyrpingar, stofnað 1991, sem átti m.a. hótel Esju og hótel Loftleiðir.

2002
Þyrping sameinast Fasteignafélaginu Stoðum hf., stofnað 1999, undir síðara nafninu.

2003
Kaup á hóteli í byggingu við Aðalstræti 14-16. Kaupin marka upphaf farsæls samstarfs Reita og Minjaverndar.

2004
Kaup á fasteignafélaginu Klettum sem átti m.a. fyrrum aðalskrifstofu KEA við Hafnarstræti á Akureyri auk fleiri eigna á landsbyggðinni.

2006
Kaup sögufrægra húsa í miðborg Reykjavíkur endurgerð af Minjavernd m.a. Aðalstræti 2.

2006
Kaup á fasteignafélaginu Löngustétt sem átti m.a. Laugaveg 182, Austurstræti 8-10, Pósthússtræti 3-5 og Dalshraun 1 í Hafnarfirði.

2006
Kaup á Kringlunni 1 og 5 auk byggingarréttar á Kringlureitnum.

2007
Fasteignafélagið Landsafl keypt. Það var stofnað m.a. af ÍAV árið 1992 og átti Höfðabakka 9 ásamt fleiri eignum.

2007
Fasteignirnar við Austurstræti 12A og 14 bætast í eignasafn félagsins.

2009
Reitir kaupa fasteignir í Aðalstræti 6 og 8.

2010
Nafnið Reitir tekið upp.

2011
Reitir endurnýja húsnæði Icelandair Hotel Reykjavík Natura.

2013
Reitir byrja að bjóða græna leigusamninga, fyrst íslenskra fasteignafélaga.

2015
Reitir kaupa Hótel Ísland að Ármúla 9 í Reykjavík.

2015
Í framhaldi af nánast algjörri endurfjármögnun Reita í árslok 2014 var félagið skráð í Kauphöll Íslands þann 9. apríl 2015. 

2016
Þann 1. apríl keyptu Reitir félög með 8 fasteignum, þar á meðal Hótel Borg, Guðrúnartún 10 Advania húsið, og Borgartún 37 Nýherja húsið