Til baka

Við leitum að liðsauka

Við höfum sett stefnu um kraftmikinn vöxt og þurfum liðsauka til að ná markmiðum okkar.

Við leitum að metnaðarfullu og öflugu fólki í fjölbreytt störf til að styðja við stefnu okkar um kraftmikinn vöxt á næstu árum. Sótt er um störfin á hagvangur.is

Forstöðumaður þjónustu

Reitir leita að drífandi leiðtoga í nýtt starf forstöðumanns þjónustu sem mun leiða uppbyggingu nýrra þjónustuþátta og móta nýtt þjónustuteymi. Viðkomandi verður hluti af sviði viðskiptavina, þjónustu og markaðsmála og heyrir undir framkvæmdastjóra sviðsins. Hlutverk sviðsins er leigusamningagerð og þjónusta við viðskiptavini. 

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Leiða stöðuga þróun þjónustuframboðs og innleiðing nýrra þjónustuþátta
 • Verkefnastýring, uppbygging og forysta í öflugu þjónustuteymi
 • Samskipti við viðskiptavini og greining á þörfum þeirra
 • Samningagerð við leigutaka og verktaka á sviði þjónustu

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun og reynsla sem nýtist í starfi
 • Framúrskarandi þjónustulund og samskiptahæfni
 • Frumkvæði, metnaður, lausnamiðuð hugsun og leiðtogahæfni.
 • Reynsla af rekstri, verkefnastjórnun og innleiðingu breytinga
 • Góð almenn tölvufærni og tækniþekking

Verkefnastjóri viðhaldsverkefna

Reitir leita að metnaðarfullum aðila með reynslu og þekkingu á viðhaldi fasteigna í starf verkefnastjóra viðhaldsverkefna. Viðkomandi verður hluti af framkvæmdasviði og heyrir undir framkvæmdastjóra sviðsins. Framkvæmdasvið hefur umsjón með viðhaldi fasteigna félagsins ásamt framkvæmdum sem snúa að því að aðlaga húsnæði að þörfum leigutaka og auka verðgildi þess.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Verkefnastýring, rekstur og umsjón með viðhaldsverkefnum
 • Skipulagning viðhaldsáætlunar eignasafnsins í náinni samvinnu við viðhaldsteymi
 • Utanumhald á breytingum, uppfærslum og þróun á miðlægri verkefnagátt
 • Aðkoma að innleiðingu á nýju skipulagi viðhaldsferla og kerfa

Menntunar og hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. byggingarverkfræði, byggingartæknifræði, byggingarfræði eða önnur sambærileg menntun
 • Reynsla af viðhaldi bygginga og rekstri þeirra
 • Reynsla af verkefnastjórnun verklegra framkvæmda
 • Framúrskarandi samskipta og skipulagshæfni
 • Frumkvæði og lausnamiðuð hugsun

Verkefnastjóri framkvæmda

Reitir leita að öflugum aðila til að verkefnastýra stórum og oft flóknum framkvæmdaverkefnum innan eignasafns Reita. Viðkomandi verður hluti af framkvæmdasviði og heyrir undir framkvæmdastjóra sviðsins. Framkvæmdasvið hefur umsjón með viðhaldi fasteigna félagsins ásamt framkvæmdum sem snúa að því að aðlaga húsnæði að þörfum leigutaka og auka verðgildi þess.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Verkefnastýring, rekstur og yfirumsjón með framkvæmdaverkefnum
 • Leiða teymi hönnuða og verktaka í verkefnum
 • Umsjón með samskiptum við leigutaka og aðra hagaðila
 • Umsjón með verkefnagátt til að tryggja yfirsýn og gegnsæi
 • Gerð og eftirfylgni tíma- og kostnaðar áætlana í verkefnum ásamt kostnaðargát
 • Aðkoma að innleiðingu  á nýju skipulagi framkvæmdaverkefna innan Reita

Menntunar og hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. byggingarverkfræði, byggingartæknifræði, byggingarfræði eða önnur sambærileg menntun
 • Reynsla af verkefnastjórnun verklegra framkvæmda
 • Framúrskarandi samskipta-, skipulags- og leiðtogahæfni
 • Frumkvæði og lausnamiðuð hugsun

Verkefnastjóri á þróunarsviði

Reitir leita að áhugasömum og drífandi aðila til að verkefnastýra þróunar- og umbreytingarverkefnum innan eignasafns Reita. Viðkomandi verður hluti af þróunarsviði og heyrir undir framkvæmdastjóra sviðsins. Hlutverk þróunarsviðs er að stýra fasteignaþróunarverkefnum og styðja við vöxt og viðgang félagsins sem leiðandi afl í uppbyggingu innviða samfélagsins. Meðal helstu þróunarverkefna félagsins eru Kringlureitur, Korputún, Hyatt Centric á Laugavegi 176 og Loftleiðasvæðið.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Verkefnastýring þróunar- og umbreytingarverkefna
 • Áætlanagerð, umsýsla og umsjón með fjármálum verkefna
 • Greiningar og mat á hagkvæmni fjárfestinga
 • Náið samstarf með framkvæmdastjóra þróunar og öðrum hagaðilum
 • Þátttaka í mótun verkefna ásamt hönnun og undirbúningi framkvæmda
 • Umsjón og eftirlit með skipulagsvinnu og framkvæmdum

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. byggingarverkfræði, byggingartæknifræði, arkitektúr, skipulagsfræði eða önnur sambærileg menntun
 • Reynsla af verkefnastjórnun og áætlanagerð er kostur
 • Góð samskipta- og samstarfshæfni
 • Sjálfstæð, skipulögð og öguð vinnubrögð
 • Jákvætt viðhorf og metnaður til að vaxa í starfi

Sérfræðingur í greiningum á fjárfestingareignum

Reitir leita að talnaglöggum aðila í greiningar á fjárfestingareignum. Viðkomandi verður hluti af sviði fjárfestinga og greininga og heyrir undir framkvæmdarstjóra sviðsins. Fjárfestingar og greining er nýtt svið innan Reita sem mun fylgja eftir stefnu félagsins um stækkun á eignasafni þess og fjárfestingum í nýjum eignaflokkum.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Greining á helstu forsendum virðis fjárfestingareigna og gerð virðismats
 • Greining á gögnum tengdum áreiðanleikakönnunum við kaup á fjárfestingareignum
 • Þátttaka í samningaviðræðum
 • Mótun fjárfestingartillagna og kynning þeirra

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun og reynsla sem nýtist í starfi
 • Frumkvæði, kraftur, sjálfstæði í starfi ásamt hæfni í mannlegum samskiptum
 • Reynsla og þekking á fjárhagsgreiningum
 • Reynsla og þekking á framsetningu á fjárhagsgreiningum og skýrslugerð
 • Þekking og reynsla í notkun PowerPoint og Excel
 • Þekking á virðismötum er kostur

Viðskiptastjóri

Reitir óska eftir drífandi viðskiptastjóra, starfið felst í samskiptum og leigusamningagerð við nýja og núverandi leigutaka. Viðkomandi verður hluti af sviði viðskiptavina, þjónustu og markaðsmála og heyrir undir framkvæmdastjóra sviðsins. Hlutverk sviðsins er leigusamningagerð og þjónusta við viðskiptavini.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Tilboðs- og leigusamningagerð við nýja sem og núverandi leigutaka
 • Öflun nýrra viðskiptavina og viðhald núverandi viðskiptasambanda
 • Arðsemisgreiningar útleigumála
 • Mótun útleigutillagna og kynning þeirra
 • Almenn samskipti, þjónusta, ráðgjöf og úrlausn mála fyrir viðskiptavini

Menntunar og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og lausnarmiðuð hugsun
 • Jákvætt hugarfar, rík þjónustulund og framúrskarandi samskiptahæfni
 • Þekking á arðsemisgreiningum
 • Góð almenn tölvukunnátta
 • Víðtæk þekking á atvinnulífinu
 • Góð íslensku- og enskukunnátta, bæði í ræðu og riti

Reitir er leiðandi fyrirtæki í fasteignaþróun ásamt rekstri og eignarhaldi atvinnuhúsnæðis. Innan eignasafns Reita eru um 460 þúsund fermetrar atvinnuhúsnæðis í rekstri auk 700 íbúða og 140 þúsund fermetra atvinnuhúsnæðis í þróun.

Við leggjum áherslu á sjálfbæra uppbyggingu innviða og langtíma leigusambönd þar sem  sameiginlegur ávinningur leigutaka, okkar og samfélagsins er í lykilatriði. Fyrirtækið er almenningshlutafélag skráð í Kauphöll síðan 2015. Eigendur eru að stærstum hluta íslenskir lífeyrissjóðir.

Nánari upplýsingar veitir Hlynur Atli Magnússon - hlynur@hagvangur.is

Sótt er um störfin á hagvangur.is

Fleiri fréttir

Ráðherra kom í heimsókn í Kringluna

Menningar - og viðskiptaráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, heimsótti Kringluna á dögunum.

Nýir stjórnendur og nýtt skipurit

Í kjölfar stefnumótunarvinnu og nýrrar stefnu um kraftmikinn vöxt á næstu árum hefur Reitir fasteignafélag innleitt nýtt skipurit. Nýju skipuriti er ætlað að efla vöxt félagsins með skýrri verkaskiptingu og skilvirkum ákvörðunartökuferlum.

Urriðaholtsstræti 2
Reitir kaupa Urriðaholtsstræti 2 í Garðabæ

Húsið var reist árið 2022 og hýsir m.a. skrifstofur Bláa lónsins og Krambúðina.