Til baka

Þrjú stærstu merkjavöru outlet landsins opna í endurnýjuðum Holtagörðum

Þrjár stærstu merkjavöru outlet verslanir landsins opna í endurnýjuðum Holtagörðum á morgun, 26. október

NTC, S4S og Föt og skór standa að baki nýju verslununum sem eru alls um 4.500 fermetrar. Í fyrsta sinn á Íslandi geta þau sem vilja vandar merkjavörur á lægra verði fundið allt á einum stað hvort sem leitað er að skóm, tískuvörum, íþróttafatnaði eða útivistarflíkum.

  • F&S outlet byggir á grunni Herralagersins en í nýrri fjórfalt stærri verslun verður tískufatnaður fyrir alla fjölskylduna frá Boss búðinni, Collections, Englabörnunum, Mathildu, Hanz og Herragarðinum.
  • Outlet 10 er ný verslun frá NTC með tískuvörur frá Companys, Evu, GK Reykjavík, Galleri Sautján, GS skóm, Smash Urban, Kultur, Kultur menn og Karakter konur.
  • S4S Premium Outlet er ný verslun sem sameinar Toppskóinn Outlet og Toppskóinn Markað með skó ásamt íþrótta- og útivistarvörum fyrir alla fjölskylduna frá Air, Ecco, Ellingsen, Kaupfélaginu, Skechers og Steinar Waage.

„Nýju outlet verslanirnar gefa Holtagörðum sérstöðu sem fyrsti outlet áfangastaðurinn á Íslandi. Verslanirnar eru virkilega flottar í sérsniðnu endurnýjuðu húsnæði. Nú geta gestir í Holtagörðum fundið þar föt, skó og íþróttavörur fyrir alla fjölskylduna, allt sem þarf fyrir fallegt heimili og verslað í matinn í leiðinni. " - Kristjana Ósk Jónsdóttir, markaðsstjóri Reita.

Í júlí s.l. opnaði ný Bónus verslun í Holtagörðum sem er tvöfalt stærri en eldri verslun sem þar var. Aðrar verslanir í Holtagörðum eru Fakó, Dorma, Dýraríkið og Bakarameistarinn. Reebok Fitness er á sínum stað og á næstu vikum opnar verslunin Partyland með allt sem þarf til að halda gott partý.

Nánar á holtagardar.is

Fleiri fréttir

Fyrsta Gina Tricot verslunin á Íslandi hefur opnað í Kringlunni
Gina Tricot hefur opnað í Kringlunni

Gina Tricot hefur opnað á 2. hæð í Kringlunni.

Kringlan tilnefnd til virtra breskra verðlauna

Kringlan verslunarmiðstöð hefur hlotið tilnefningu til Revo´s verðlauna fyrir vel heppnaðar framkvæmdir.

Partyland hefur opnað í Holtagörðum
Partyland hefur opnað í Holtagörðum

Nýja Partyland verslunin er sú stærsta í Evrópu. Í partyland fæst allt fyrir veisluna eða partýið.