Til baka

Reitir kaupa Hallarmúla 2

15 apríl 2021

Reitir hafa fest kaup á um 1.500 fermetra verslunarhúsnæði við Hallarmúla 2 í Reykjavík ásamt umtalsverðum byggingarheimildum.

Reitir kaupa Hallarmúla 2

Samhliða kaupum á fasteigninni hefur verið undirritaður leigusamningur við Fjallakofann sem kemur til með að opna þar nýja verslun með vorinu.

Hallarmúli 2 deilir lóðarmörkum með Icelandair Hotel Hilton Natura en sú fasteign er þegar í eignasafni Reita. Eftir kaupin halda Reitir einir á lóðarréttindum á sameiginlegri lóð Suðurlandsbrautar 2 og Hallarmúla 2​. Núverandi deiliskipulag Hallarmúla 2 gerir ráð fyrir 6.800 m2 á fimm hæðum auk 2.500 m2 kjallara svo ljóst er að kaupin veita tækifæri til áhugaverðra þróunarmöguleika þegar fram líður.

Fleiri fréttir

Reitir auglýsa eftir yfirlögfræðingi

Reitir leita að öflugum og reynslumiklum einstaklingi í starf yfirlögfræðings og regluvarðar.

Reitir og Háskólinn í Reykjavík hefja þriggja ára samstarf og efna til hugmyndasamkeppni

Reitir og Háskólinn í Reykjavík (HR) hefja þriggja ára samstarf og munu efna til árlegrar hugmyndasamkeppni fyrir nemendur þar sem nýsköpun, sköpunargleði og hugvit fá frjálsan taum.

Nýtt hjúkrunarheimili verður opnað við Nauthólsveg

Nýtt og glæsilegt 87 rýma hjúkrunarheimili opnar innan tíðar við Nauthólsveg í Reykjavík. Hjúkrunarheimilið verður í byggingu sem áður hýsti skrifstofur Icelandair við Nauthólsveg 50 og verður ráðist í gagngerar endurbætur á húsnæðinu og því umbreytt til þess að sinna nýju hlutverki.