Til baka

Reitir kaupa Hallarmúla 2

15 apríl 2021

Reitir hafa fest kaup á um 1.500 fermetra verslunarhúsnæði við Hallarmúla 2 í Reykjavík ásamt umtalsverðum byggingarheimildum.

Reitir kaupa Hallarmúla 2

Samhliða kaupum á fasteigninni hefur verið undirritaður leigusamningur við Fjallakofann sem kemur til með að opna þar nýja verslun með vorinu.

Hallarmúli 2 deilir lóðarmörkum með Icelandair Hotel Hilton Natura en sú fasteign er þegar í eignasafni Reita. Eftir kaupin halda Reitir einir á lóðarréttindum á sameiginlegri lóð Suðurlandsbrautar 2 og Hallarmúla 2​. Núverandi deiliskipulag Hallarmúla 2 gerir ráð fyrir 6.800 m2 á fimm hæðum auk 2.500 m2 kjallara svo ljóst er að kaupin veita tækifæri til áhugaverðra þróunarmöguleika þegar fram líður.

Fleiri fréttir

Torgið hugmyndasamkeppni haldin í fyrsta skipti

Fjórtán lið skipuð nemendum úr Háskólanum í Reykjavík, tóku þátt í Torginu, hugmyndasamkeppni Reita og HR, sem haldin var í fyrsta skipti dagana 8.-11. október.

Reitir og Þarfaþing undirrita samning um byggingu Kringlureits

Reitir fasteignafélag hf. og Þarfaþing hf. hafa skrifað samning um alverktöku vegna byggingar Kringlureits.

Blóðbankinn opnar í Kringlunni

Blóðbankinn hefur nú opnað í Kringlunni, stærstu verslunarmiðstöð Íslands. Ný staðsetning eykur enn frekar aðgengi almennings að blóðgjöf sem er ómissandi liður í heilbrigðisþjónustunni.