Til baka

Nýjar verslanir í endurbættum Holtagörðum

Reitir hafa undirritað nýja leigusamninga við þrjá af stærstu aðilunum á íslenskum skó- og tískuvörumarkaði um húsnæði í Holtagörðum. Öll neðri hæð hússins verður endurnýjuð í tengslum við breytinguna.

Þau fyrirtæki sem koma ný inn eru NTC, S4S og Föt og skór. Þá hefur einnig verið endurnýjaður leigusamningur við Bónus sem flytur sig um set innan Holtagarða og opnar nýja tvöfalt stærri verslun. 

Innan NTC eru verslanirnar Companys, Eva, GK Reykjavík, Galleri sautján, GS skór, Smash Urban, Karakter, Kultur og Kultur menn.

Innan S4S eru verslanirnar AIR (Nike), Ecco, Kaupfélagið, Steinar Waage, Ellingsen og Toppskórinn.

Föt og skór samstæðan er með Herragarðinn, Boss búðina, Englabörnin Mathildu og Herralagerinn.

Eftir breytinguna þá verða verslanir á fyrstu hæð í Holtagörðum Bónus, NTC, S4S, Föt og skór, Bakarameistarinn og Dýraríkið. Á annarri hæð eru Fakó, Reebok Fitness og Dorma

Aðkoma viðskiptavina á fyrstu hæð fær algjöra yfirhalningu. Settir verða nokkrir nýir inngangar á húsið til að bæta flæði og tengja það betur við bílastæðið. Rúllurampur milli hæða verður fjarlægður ásamt því að lyftum og stiga bætt við. Framkvæmdir standa nú yfir og gert er ráð fyrir að nýjar verslanir opni á árinu.

Holtagarðar nýr gangur á jarðhæð 2023

Á endurnýjuðum verslunargangi á 1. hæð verða stórir sýningargluggar.

Holtagarðar - nýr gangur á jarðhæð 2023

Núverandi rúllustigi verður fjarlægður og hefðbundnum stiga komið fyrir milli hæða.

Holtagarðar - nýr gangur á jarðhæð 2023

Bætt verður við annarri lyftu milli hæða.

Eftir breytingar verða fjögur rými laus til leigu í húsinu:

- um 240 fermetra rými á fyrstu hæð við hlið Bónus með sérinngangi og tilvalið fyrir t.d. apótek.
- um 1.400 fermetra rými á fyrstu hæð milli Bakarameistarans og nýrrar verslanar frá Fötum og skóm.
- um 700 fermetra rými á 2. hæð við hlið Fakó.
- um 500 fermetra rými á 2. hæð við hlið Reebok Fitness.

Holtagarðar eiga sér skemmtilega sögu. Húsið var byggt árið 1975 og hýsti stórverslunina Miklagarð á árunum 1983 til 1993 en síðar verslun IKEA ásamt fleiri verslunum. Verslunarmiðstöðin við Holtagarða var opnuð eftir miklar endurbætur og stækkun vorið 2008. THG arkitektar voru aðalhönnuðir breytinganna þá sem og breytinganna sem standa yfir núna. Holtagarðar eru um 37.000 fermetrar og er einungis hluti hússins verslunarrými, þar eru einnig einnig skrifstofur og í bakhluta hússins og kjallara eru stórar vörugeymslur. 

Fleiri fréttir

Reitir hljóta viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti

Reitir hlutu endurnýjaða viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti.

Ný Bónus verslun í Holtagörðum

Ný Bónus verlsun hefur opnað í Holtagörðum

Skipulag Orkureitsins fær BREEAM Communities vottun með "Excellent" einkunn

Reitir fóru fyrir skipulagsgerð á Reitnum sem hefur nú verið seldur að skrifstofubyggingunni undanskilinni.