
NEW YORKER hefur langt árabil verið leiðandi í tísku ungs fólks og hefur vaxið ár frá ári og starfa nú yfir 18.000 manns hjá fyrirtækinu í yfir 40 þjóðlöndum. Höfuðstöðvar þess eru í Braunschweig í Þýskalandi en verslanir eru nú yfir 1.000 talsins.
Verslunin í Kringlunni verður stórglæsileg og vöruúrval með besta móti, enda eru það einkunnarorð NEW YORKER að hvert augnablik sé einstakt og það sama eigi við um allan fatnað sem seldur sé í verslunum félagsins. Hver einstaklingur eigi að fá að vera hann sjálfur og enduruppgötva sig aftur og aftur og þar skipti fötin máli.
Helstu vörumerki NEW YORKER eru AMISU, FB SISTER og CENSORED sem margir Íslendingar þekkja vel af ferðum sínum til Evrópu undanfarin ár en ATHLETICS, SMOG, og FSBN hafa einnig sinn sess í versluninni í Kringlunni.
„Sigurjón Örn Þórsson framkvæmdastjóri Kringlunnar segir að mjög ánægjulegt sé að erlend vörumerki kjósi að opna verslanir sínar í Kringlunni og með tilkomu NEW YORKER í Kringlunni aukist enn úrval erlendra verslunarkeðja í húsinu sem styrki vöruframboð Kringlunnar viðskiptavinum Kringlunnar til handar.
Skiptiborð Reita er opið milli 9:00 og 16:00. Í gegnum skiptiborð er hægt að fá samband við ÍAV þjónustu allan sólarhringinn, hún getur útvegað iðnaðarmenn til skyndilegra viðbragða við neyðartilfellum.