Til baka

Kúmen opnar í Kringlunni innan skamms

16 nóvember 2022

Tilkynnt hefur verið að nýja veitinga- og afþreyingarsvæðið sem opnar bráðlega í Kringlunni hafi fengið nafnið Kúmen. Á svæðinu verða m.a. 17 veitingastaðir, nýtt ævintýraland og endurnýjað Kringlubíó með nýjum lúxussal.

Gestir Kringlunnar hafa vafalaust tekið eftir miklum framkvæmdum sem eru í gangi á 3ju hæð hússins. Breytingarnar, sem hófust fyrir 2 árum, miða að því að leggja alla hæðina undir afþreyingu, mat og skemmtun fyrir börn og fullorðna.

Svæðið, sem er alls um 7 þúsund fermetrar, fær lengdan opnunartíma en mun að sjálfsögðu áfram þjóna gestum á opnunartíma verslana. Nóg er af bílastæðum, ekki síst eftir að verslunarrýmið lokar seinni partinn. Þá gefur lengri opnun á hæðinni kvöldgestum sem eru á leið í leikhús eða bíó, fjölbreyttan valkost í mat og drykk fyrir sýningar. 

Fleiri fréttir

Reitir og Þarfaþing undirrita samning um byggingu Kringlureits

Reitir fasteignafélag hf. og Þarfaþing hf. hafa skrifað samning um alverktöku vegna byggingar Kringlureits.

Blóðbankinn opnar í Kringlunni

Blóðbankinn hefur nú opnað í Kringlunni, stærstu verslunarmiðstöð Íslands. Ný staðsetning eykur enn frekar aðgengi almennings að blóðgjöf sem er ómissandi liður í heilbrigðisþjónustunni.

Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum í 10 ár

Reitir hafa hlotið viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum árlega síðan 2015 og markar þetta því 10. árið í röð sem félagið hlýtur þessa viðurkenningu.