Kúmen opnar í Kringlunni innan skamms
Tilkynnt hefur verið að nýja veitinga- og afþreyingarsvæðið sem opnar bráðlega í Kringlunni hafi fengið nafnið Kúmen. Á svæðinu verða m.a. 17 veitingastaðir, nýtt ævintýraland og endurnýjað Kringlubíó með nýjum lúxussal.

Gestir Kringlunnar hafa vafalaust tekið eftir miklum framkvæmdum sem eru í gangi á 3ju hæð hússins. Breytingarnar, sem hófust fyrir 2 árum, miða að því að leggja alla hæðina undir afþreyingu, mat og skemmtun fyrir börn og fullorðna.
Svæðið, sem er alls um 7 þúsund fermetrar, fær lengdan opnunartíma en mun að sjálfsögðu áfram þjóna gestum á opnunartíma verslana. Nóg er af bílastæðum, ekki síst eftir að verslunarrýmið lokar seinni partinn. Þá gefur lengri opnun á hæðinni kvöldgestum sem eru á leið í leikhús eða bíó, fjölbreyttan valkost í mat og drykk fyrir sýningar.
Fjölmiðlaumfjöllun
Kúmen í stað Stjörnutorgs Viðtal mbl.is við Guðjón Auðunsson, forstjóra Reita
Einn flottasti lúxussalur landsins rís úr þaki Kringlunnar Viðtal visir.is við Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóra Kringlunnar
Stjörnutorg verður að Kúmen Myndband með viðtali við Paolo Gianfrancesco arkitekt á visir.is
Þriðja hæðin endurbætt fyrir milljarð Viðtal vb.is við Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóra Kringlunnar