Til baka

Kúmen opnar í Kringlunni innan skamms

Tilkynnt hefur verið að nýja veitinga- og afþreyingarsvæðið sem opnar bráðlega í Kringlunni hafi fengið nafnið Kúmen. Á svæðinu verða m.a. 17 veitingastaðir, nýtt ævintýraland og endurnýjað Kringlubíó með nýjum lúxussal.

Gestir Kringlunnar hafa vafalaust tekið eftir miklum framkvæmdum sem eru í gangi á 3ju hæð hússins. Breytingarnar, sem hófust fyrir 2 árum, miða að því að leggja alla hæðina undir afþreyingu, mat og skemmtun fyrir börn og fullorðna.

Svæðið, sem er alls um 7 þúsund fermetrar, fær lengdan opnunartíma en mun að sjálfsögðu áfram þjóna gestum á opnunartíma verslana. Nóg er af bílastæðum, ekki síst eftir að verslunarrýmið lokar seinni partinn. Þá gefur lengri opnun á hæðinni kvöldgestum sem eru á leið í leikhús eða bíó, fjölbreyttan valkost í mat og drykk fyrir sýningar. 

Fleiri fréttir

Korputún er nýtt vistvænt atvinnusvæði á sveitarfélagamörkum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar
Deiliskipulag fyrir Korputún hefur tekið gildi

Deiliskipulag fyrir Korputún, 90 þús. fm. atvinnukjarna á mörkum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar, hefur tekið gildi. Um er að ræða byggð fyrir verslunar-, þjónustu- og athafnasvæði, þar sem áhersla er lögð á sjálfbærni og samnýtingu, náttúru og aðlaðandi umhverfi. Borgarlína mun liggja þvert í gegnum skipulagssvæðið.

Nýjar verslanir í endurbættum Holtagörðum

Reitir hafa undirritað nýja leigusamninga við þrjá af stærstu aðilunum á íslenskum skó- og tískuvörumarkaði um húsnæði í Holtagörðum. Öll neðri hæð hússins verður endurnýjuð í tengslum við breytinguna.

Árs- og sjálfbærniskýrsla Reita 2022 er komin út
Árs- og sjálfbærniskýrsla Reita 2022 er komin út

Ítarupplýsingar um eignasafnið, leigutaka og leigusamninga ásamt árlegu yfirliti yfir áherslur og árangur í átt að sjálfbærni.