Til baka

Kúmen hefur opnað. Opið til kl. 21 öll kvöld.

25 nóvember 2022

Kúmen hefur opnað. Opið til kl. 21 öll kvöld.

Kúmen hefur opnað. Opið til kl. 21 öll kvöld.

Nýtt veitinga- og afþreyingarsvæði, Kúmen, hefur opnað á 3ju hæð í Kringlunni . Á svæðinu eru 17 veitingastaðir í glæsilegu og notalegu umhverfi og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Opið er til kl. 21 öll kvöld vikunnar og því upplagt að koma við í kvöldmat eftir góða verslunarferð í Kringluna. Kúmen er einnig góður valkostur fyrir þá sem hyggja á leikhús - eða bíóferð og upplagt að krydda góða kvöldstund með veitingum fyrir sýningu

Aðkoma að bíóinu hefur fengið nýja ásýnd og er veitingasalan opin fyrir utan sýningartíma. 16 desember opnar stærsti og glæsilegasti lúxussalur landsins með frumsýningu á stórmyndinni Avatar, sem verður sýnd samfellt í sólarhring. Fyrir utan bestu mynd og hljómgæði ná þægindi fyrir gesti nýjum hæðum, en boðið verður upp á legusæti sem og prívat parabekki.

Auk þessa opnar á svæðinu í desember nýtt Ævintýraland, barnagæsla fyrir börn á aldrinum 3-9 ára.

Við bjóðum veitingastaðina á Kúmen velkomna í nýtt húsnæði. 

Fleiri fréttir

Reitir flytja tímabundið í Kringluna 7 í sumar

Í sumar er skrifstofa Reita tímabundið staðsett í Kringlunni 7, á 7. hæð.

Reitir auglýsa eftir yfirlögfræðingi

Reitir leita að öflugum og reynslumiklum einstaklingi í starf yfirlögfræðings og regluvarðar.

Reitir og Háskólinn í Reykjavík hefja þriggja ára samstarf og efna til hugmyndasamkeppni

Reitir og Háskólinn í Reykjavík (HR) hefja þriggja ára samstarf og munu efna til árlegrar hugmyndasamkeppni fyrir nemendur þar sem nýsköpun, sköpunargleði og hugvit fá frjálsan taum.