
Við hönnun verslunarinnar voru umhverfismarkmið í forgrunni en verslunin er búin lokuðum kælum sem skilar 25-30% orkusparnaði, notast er við led lýsingu og ekki verður hægt að fá plastburðarpoka í versluninni.
Til að nýta rýmið sem best og hafa nægt pláss fyrir fjölbreytt vöruúrval og ferskvöru eru einungis sjálfsafgreiðslukassar í versluninni en með aukinni þjónustu starfsfólks.
Sérstök opnunartilboð verða í versluninni á meðan birgðir endast. Opnunartími er frá 9 – 20 alla daga vikunnar.
Reitir bjóða Krónuna velkomna til starfa á Hallveigarstíg.
Skiptiborð Reita er opið milli 9:00 og 16:00. Í gegnum skiptiborð er hægt að fá samband við ÍAV þjónustu allan sólarhringinn, hún getur útvegað iðnaðarmenn til skyndilegra viðbragða við neyðartilfellum.