Til baka

Kringlureitur - Skipulagslýsing fyrir gerð deiliskipulags

13 apríl 2020

Birt hefur verið skipulagslýsing fyrir Kringlusvæðið.

Kringlureitur - Skipulagslýsing fyrir gerð deiliskipulags

Kynning er hafin á skipulagslýsingu fyrir Kringlusvæðið. Markmið deiliskipulagsgerðarinnar eru að á svæðinu verði fjölbreytt, vandað og vistvænt atvinnu- og búsetuumhverfi með félagslega fjölbreytni, umhverfisvænan lífstíl, lýðheilsu og lífsgæði að leiðarljósi. Umhverfissjónarmið verði í hávegum höfð og ný byggð prjónuð við núverandi byggingar og mannvirki ásamt því að verða öflugt bakland fyrir nýja samgönguhætti, m.a. Borgarlínu. Einnig er það markmið deiliskipulagsgerðarinnar að verslunarmiðstöðin Kringlan fái færi á að vaxa og dafna í takt við tíðarandann og geti þróast þannig að meiri samfella verði milli hennar og nýrrar byggðar. Þannig opni Kringlan sig að borgarsamfélaginu. Kringlusvæði framtíðarinnar verði líflegt borgarumhverfi og ljósberi nýbreytni á grundvelli leiðarljósa Aðalskipulags Reykjavíkur 2010 – 2030.

Verkefnislýsingin byggir á rammaskipulagi Kanon arkitekta frá 2018 og markar upphaf á formlegu skipulagsferli fyrir nýjan og öflugan borgarkjarna í Reykjavík. Það er Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar sem leggur lýsinguna fram til kynningar og umsagnar og óskað er eftir að ábendingar og umsagnir berist eigi síðar en 20. maí 2020.

Kringlusvæðið - Verkefnalýsing skipulagsgerðar og umhverfismats

Fleiri fréttir

Uppbygging við Nauthólsveg, í Spönginni og á Metróreit

Reitir fasteignafélag hafa gert uppbyggingarsamkomulag við Reykjavíkurborg um þróun og uppbyggingu á fjölbreyttu íbúðar- og atvinnuhúsnæði við Nauthólsveg, í Spönginni og á Metróreit.

Reitir eru framúrskarandi og til fyrirmyndar

Reitir eru í 3. sæti meðal 1.720 fyrirtækja sem eru til fyrirmyndar samkvæmt samantekt Viðskiptablaðsins og Keldunnar.

Deiliskipulag fyrir Kringlureit samþykkt af borgarráði

Tillaga Reita um að byggja 420 íbúðir í mannvænu og lifandi umhverfi getur orðið að veruleika.