Til baka

Nýr framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar

Ingveldur Ásta Björnsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri Viðskiptaþróunar hjá Reitum, en um nýtt svið er að ræða innan félagsins.

Ingveldur Ásta Björnsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri Viðskiptaþróunar hjá Reitum, en um nýtt svið er að ræða innan félagsins.

Ingveldur lauk viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2005 og meistaranámi í verkefnastjórnun árið 2014 frá sama skóla. Frá árinu 2009 – 2016 starfaði Ingveldur hjá Arion banka, m.a. við fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja og á fyrirtækjasviði sem viðskiptastjóri í sjávarútvegi. Frá 2016 hefur hún starfað við ráðgjöf mest í tengslum við sjávarútveg og ferðaþjónustu. Á árunum 2017 – 2021 starfaði Ingveldur sem verkefnastjóri á Íslandsstofu, á sviði útflutnings og fjárfestinga. Hún er stofnandi og eigandi Svörtulofta ehf. sem er í ferðaþjónustu á Vestfjörðum, og eigandi og framkvæmdastjóri félagsins North 65 ehf.

Ingveldur mun mæta til starfa hjá Reitum í júní nk. og mun taka þátt í uppbyggingu og mótun hins nýja sviðs innan félagsins.

Fleiri fréttir

Ráðherra kom í heimsókn í Kringluna

Menningar - og viðskiptaráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, heimsótti Kringluna á dögunum.

Nýir stjórnendur og nýtt skipurit

Í kjölfar stefnumótunarvinnu og nýrrar stefnu um kraftmikinn vöxt á næstu árum hefur Reitir fasteignafélag innleitt nýtt skipurit. Nýju skipuriti er ætlað að efla vöxt félagsins með skýrri verkaskiptingu og skilvirkum ákvörðunartökuferlum.

Urriðaholtsstræti 2
Reitir kaupa Urriðaholtsstræti 2 í Garðabæ

Húsið var reist árið 2022 og hýsir m.a. skrifstofur Bláa lónsins og Krambúðina.