Til baka

Nýr framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar

31 mars 2023

Ingveldur Ásta Björnsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri Viðskiptaþróunar hjá Reitum, en um nýtt svið er að ræða innan félagsins.

Ingveldur Ásta Björnsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri Viðskiptaþróunar hjá Reitum, en um nýtt svið er að ræða innan félagsins.

Ingveldur lauk viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2005 og meistaranámi í verkefnastjórnun árið 2014 frá sama skóla. Frá árinu 2009 – 2016 starfaði Ingveldur hjá Arion banka, m.a. við fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja og á fyrirtækjasviði sem viðskiptastjóri í sjávarútvegi. Frá 2016 hefur hún starfað við ráðgjöf mest í tengslum við sjávarútveg og ferðaþjónustu. Á árunum 2017 – 2021 starfaði Ingveldur sem verkefnastjóri á Íslandsstofu, á sviði útflutnings og fjárfestinga. Hún er stofnandi og eigandi Svörtulofta ehf. sem er í ferðaþjónustu á Vestfjörðum, og eigandi og framkvæmdastjóri félagsins North 65 ehf.

Ingveldur mun mæta til starfa hjá Reitum í júní nk. og mun taka þátt í uppbyggingu og mótun hins nýja sviðs innan félagsins.

Fleiri fréttir

Torgið hugmyndasamkeppni haldin í fyrsta skipti

Fjórtán lið skipuð nemendum úr Háskólanum í Reykjavík, tóku þátt í Torginu, hugmyndasamkeppni Reita og HR, sem haldin var í fyrsta skipti dagana 8.-11. október.

Reitir og Þarfaþing undirrita samning um byggingu Kringlureits

Reitir fasteignafélag hf. og Þarfaþing hf. hafa skrifað samning um alverktöku vegna byggingar Kringlureits.

Blóðbankinn opnar í Kringlunni

Blóðbankinn hefur nú opnað í Kringlunni, stærstu verslunarmiðstöð Íslands. Ný staðsetning eykur enn frekar aðgengi almennings að blóðgjöf sem er ómissandi liður í heilbrigðisþjónustunni.