Til baka

Hreinsun Kringlunnar gengur vel. Opnun á fimmtudag.

Kringlan opnar á fimmtudaginn. Hreinsun eftir brunann gengur vel.

Hreinsunarstarf gengur vel í Kringlunni en til að tryggja að upplifun gesta verði sem best hefur verið ákveðið að opna ekki fyrr en á fimmtudag. Bent er á að hægt er að versla á kringlan.is og fellur sendingarkostnaður niður á meðan á lokun stendur.

Reitir og Kringlan leggja höfuðáherslu á að aðstoða verslunareigendur við að lágmarka tekjutap sitt vegna brunans og gera þeim unnt að opna verslanirnar aftur sem fyrst. Um 150 rekstrareiningar eru í Kringlunni og er tjónið mest á svæði sem spannar um tíu verslanir.

Á fimmtudag verður hægt að taka vel á móti gestum en reiknað er með að þá verði búið að ljúka hreinsun og loka fyrir framkvæmdasvæðið.

Reitir og Kringlan vilja ítreka innlegar þakkir til viðbragðsaðila, rekstraraðila, starfsfólks verslana og allra þeirra sem hafa unnið að því hörðum höndum að koma í veg fyrir frekara tjón og við hreinsunarstörf. Hröð og fagmannleg viðbrögð urðu til þess að engin slys urðu á fólki og hægt var að draga úr tjóni.

Nánari upplýsingar veitir Inga Rut Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Kringlunnar í inga@kringlan.is eða 6606828.

Fleiri fréttir

Ráðherra kom í heimsókn í Kringluna

Menningar - og viðskiptaráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, heimsótti Kringluna á dögunum.

Nýir stjórnendur og nýtt skipurit

Í kjölfar stefnumótunarvinnu og nýrrar stefnu um kraftmikinn vöxt á næstu árum hefur Reitir fasteignafélag innleitt nýtt skipurit. Nýju skipuriti er ætlað að efla vöxt félagsins með skýrri verkaskiptingu og skilvirkum ákvörðunartökuferlum.

Urriðaholtsstræti 2
Reitir kaupa Urriðaholtsstræti 2 í Garðabæ

Húsið var reist árið 2022 og hýsir m.a. skrifstofur Bláa lónsins og Krambúðina.