Eiriksson Brasserie opnar

Eiriksson Brasserie hefur opnað á Laugavegi 77. Veitingastaðurinn er hinn glæsilegasti og býður upp á vandaðan fjölbreyttan mat frá hádegi og fram á kvöld.
Eiriksson Brasserie opnar

Eiriksson Brasserie býður upp á fjölbreyttan mat í brasserie stíl með ítölsku ívafi, þar á meðal steikur og pizzur. Mikið er lagt upp úr góðum drykkjum bæði kokteilum og vönduðu vínúrvali en í kjallara hússins hefur gömlu peningahvelfingu Landsbankans verið breytt í líklega flottasta vínkjallari landsins.

Friðgeir Ingi Eiríksson er forsprakki staðarins, Friðgeir er á meðal þekktustu og færustu kokka landsins en hann stýrði áður Gallery Restaurant á Holtinu og starfaði á Michelin veitingahúsi í nágrenni Lyon í Frakklandi.

Reiti bjóða Eiriksson Brasserie velkomið til starfa

Eirkisson Brasserie Laugavegi 77