Til baka

Deiliskipulag Orkureits auglýst

Borgarráð samþykkti í gær, fimmtudaginn 1. júlí, tillögu umhverfis- og skipulagsráðs um að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi Orkureitsins.

Orkureiturinn er miðsvæðis í borginni, á horni Suðurlandsbrautar og Grensásvegar og nær einnig upp að Ármúla. Reiturinn liggur miðsvæðis við fyrirhugaða Borgarlínu, gegnt útivistarsvæði í Laugardal og í nálægð við fjölbreytta verslun og þjónustu, m.a. í Skeifunni. Tillagan gerir ráð fyrir að lágreist hús sem standa við Ármúla víki fyrir 3-8 hæða nýbyggingum í borgarmiðuðu skipulagi en gamla Rafmagnsveituhúsið fær virðingarsess á lóðinni. Að hámarki verða 436 íbúðir á reitnum, auk bílakjallara, ásamt um 4-6 þúsund fermetrum atvinnuhúsnæðis.

Tillagan gerir ráð fyrir skjólgóðum og sólríkum inngörðum sem eru að hluta til opnir og tengdir saman með göngu- og hjólastígum, sem jafnframt binda saman nærliggjandi svæði og hverfi við borgarlínustöð beint fyrir framan við uppbygginguna.

Deiliskipulagstillaga Orkureitsins

Orkureiturinn verður fyrsta BREEAM vistvottaða skipulagið í Reykjavík

BREEAM vottun felur í sér að hugað er að sjálfbærum áherslum í skipulagsvinnu strax í upphafi með vel skilgreindum viðmiðum um samfélagsleg, umhverfisleg og efnahagsleg gæði. Krafist er víðtæks samráðs við nærsamfélagið, sjálfbærrar nýtingu lands og náttúruauðlinda ásamt áherslu á samnýtingu innviða. BREEAM Communities er breskur vistvottunarstaðall fyrir skipulagsgerð, þar sem þriðji aðili vottar skipulagið með tilliti til ofangreindra gæða og er vottunin því gæðastimpill á skipulagið, byggðina og samfélagið sem þar mun verða til.  

Horft inn Ármúla frá horni við Grensásveg

Reitir fasteignafélag er eigandi byggingarréttar á svæðinu. Skipulagshöfundar eru Alark arkitektarVSÓ ráðgjöf sér um verkefnastjórnun, verkfræðihönnun, byggðatækni og umhverfismál. Landslag sér um landslagshönnun og ráðgjöf því tengdu á skipulagsstigi.  Mannvit er úttektaraðili vegna BREEAM Communities vottunarinnar.

Áætlað er að nýtt deiliskipulag liggi fyrir á árinu og að uppbygging geti hafist á árinu 2022.

DEILISKIPULAGSTILLAGA
SKIPULAGSKYNNING

MYNDBAND UM ÞRÓUN ORKUREITSINS

Frekari upplýsingar eru að finna á www.orkureitur.is

Fleiri fréttir

Oche opnar í Kringlunni í sumar með pílu, shuffleboard, karíokí, mat og drykk.
Pílustaðurinn Oche opnar í Kringlunni í sumar

Alþjóðlega veit­ingastaða- og afþrey­inga­keðjan Oche opnar í Kringlunni í sumar og verður staðsett þar sem gamla Stjörnutorg var.

Kringlan tilnefnd til Árunnar 2023

Herferð Kringlunnar fyrir rafræn gjafakort er tilnefnd til markaðsverðlauna Árunnar.

Kringlan
Ný Eyesland verslun í Kringlunni

Ný verslun Eyesland er á 2. hæð í Kringlunni.