Til baka

Brandtex opnar í Kringlunni

5 mars 2018

Brandtex, tískuverslun fyrir Konur hefur opnað á 2. hæð í Kringlunni.

Brandtex opnar í Kringlunni

Vörumerkið Brandtex er selt í meira en 2500 verslunum um allan heim, vörumerkið tilheyrir BTX Group sem er einn af stærstu tískuframleiðendum í Danmörku, BTX Group hefur verið leiðandi á Norðurlöndunum á sviði vörumerkja og fatnaðar fyrir konur. 

Brandtex fatnaður einkennist af einstaklega fallegum nútíma stíl, hann er stílhreinn, litríkur með áherslu á gæði og kemur í stærðunum 34-52.  Ásamt Brandtex vörumerkinu verða vörumerkin IMITZ, SIGNATURE, JENSEN og CISO einnig fáanleg í versluninni.

Verslunin er staðsett á 2. hæð þar sem Karen Millen var áður. 

Reitir bjóða verslunina Brandtex velkomna til starfa í Kringlunni.

Fjölmennt var á opnun Brandtex þann 1. mars.

Fjölmennt var á opnun Brandtex í Kringlunni þann 1. mars

Í versluninni er boðið upp á mikið úrval af fatnaði fyrir konur.

Fleiri fréttir

Torgið hugmyndasamkeppni haldin í fyrsta skipti

Fjórtán lið skipuð nemendum úr Háskólanum í Reykjavík, tóku þátt í Torginu, hugmyndasamkeppni Reita og HR, sem haldin var í fyrsta skipti dagana 8.-11. október.

Reitir og Þarfaþing undirrita samning um byggingu Kringlureits

Reitir fasteignafélag hf. og Þarfaþing hf. hafa skrifað samning um alverktöku vegna byggingar Kringlureits.

Blóðbankinn opnar í Kringlunni

Blóðbankinn hefur nú opnað í Kringlunni, stærstu verslunarmiðstöð Íslands. Ný staðsetning eykur enn frekar aðgengi almennings að blóðgjöf sem er ómissandi liður í heilbrigðisþjónustunni.