Til baka

Reitir framúrskarandi fyrirtæki í góðum stjórnarháttum

Reitir hafa hlotið viðurkenningur árlega síðan 2015. En félagið leggur mikinn metnað í vandaða stjórnarhætti.

Sigurlaug og Kristjana taka á móti viðurkenningu Reita sem fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum 2023-2024

Reitir hlutu í dag, 23. ágúst 2024, viðurkenningu sem framúrsakarandi fyrirtæki í góðum stjórnarháttum. Viðurkenninguna veittu Stjórnvísi, Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Nasdaq Iceland við hátíðlega athöfn á Nauthóli. Sigurlaug H. Pétursdóttir, forstöðumaður lögfræðisviðs og regluvörður og Kristjana Ósk Jónsdóttir, markaðsstjóri, tóku við viðurkenningunni fyrir hönd Reita.

Reitir leggja mikla áherslu á vandaða stjórnarhætti en Reitir hafa hlotið viðurkenninguna árlega síðan 2015.

Viðurkenningin er veitt á grundvelli úttektar á stjórnarháttum félagsins og tekur hún mið af leiðbeiningum um góða stjórnarhætti útgefnum af Viðskiptaráði Íslands, Samtökum atvinnulífsins og Nasdaq á Íslandi. Stjórnvísi er umsjónaraðili viðurkenningarinnar.

Fulltrúar fyrirtækja sem hlutu viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum 2023-2024

Fulltrúar fyrirtækjanna 18 sem hlutu viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum 2023-2024 ásamt fulltrúum útgefenda verðlaunanna.

Á myndinni, sem tekin var í Nauthól við hátíðlega athöfn þann 23. ágúst 2024, eru fulltrúar fyrirtækjanna 18 sem hlutu viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum 2023-2024 ásamt fulltrúum Stjórnvísi, Viðskiptaráðs Íslands, Samtaka atvinnulífsins og Nasdaq Iceland sem veittu veittu verðlaunin.

Fleiri fréttir

Margrét Helga Johannsdóttir - Reitir
Margrét Helga nýr forstöðumaður þjónustu hjá Reitum

Margrét mun leiða nýtt þjónustuteymi hjá Reitum

Eignaskýrsla fyrri árshelmings komin út

Í eignaskýrslu er fjallað um dreifingu tekna m.t.t. staðsetningar, tegundar húsnæðis og samsetningar leigutaka, ásamt tölulegum upplýsingum um allar fasteignir og umfjöllun um þróunareignir.

JYSK og Bónus fyrst til að tryggja sér húsnæði í Korputúni

JYSK hefur gengið frá viljayfirlýsingu við Reiti um kaup á lóðum og Bónus hefur undirritað viljayfirlýsingu um nýtt verslunarhúsnæði í hverfinu.