Reitir framúrskarandi fyrirtæki í góðum stjórnarháttum
Reitir hafa hlotið viðurkenningur árlega síðan 2015. En félagið leggur mikinn metnað í vandaða stjórnarhætti.
Reitir hlutu í dag, 23. ágúst 2024, viðurkenningu sem framúrsakarandi fyrirtæki í góðum stjórnarháttum. Viðurkenninguna veittu Stjórnvísi, Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Nasdaq Iceland við hátíðlega athöfn á Nauthóli. Sigurlaug H. Pétursdóttir, forstöðumaður lögfræðisviðs og regluvörður og Kristjana Ósk Jónsdóttir, markaðsstjóri, tóku við viðurkenningunni fyrir hönd Reita.
Reitir leggja mikla áherslu á vandaða stjórnarhætti en Reitir hafa hlotið viðurkenninguna árlega síðan 2015.
Viðurkenningin er veitt á grundvelli úttektar á stjórnarháttum félagsins og tekur hún mið af leiðbeiningum um góða stjórnarhætti útgefnum af Viðskiptaráði Íslands, Samtökum atvinnulífsins og Nasdaq á Íslandi. Stjórnvísi er umsjónaraðili viðurkenningarinnar.
Fulltrúar fyrirtækjanna 18 sem hlutu viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum 2023-2024 ásamt fulltrúum útgefenda verðlaunanna.
Á myndinni, sem tekin var í Nauthól við hátíðlega athöfn þann 23. ágúst 2024, eru fulltrúar fyrirtækjanna 18 sem hlutu viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum 2023-2024 ásamt fulltrúum Stjórnvísi, Viðskiptaráðs Íslands, Samtaka atvinnulífsins og Nasdaq Iceland sem veittu veittu verðlaunin.