Til baka

Travel Connect leigir Suðurlandsbraut 34

21 ágúst 2024

Travel Connect hefur gert langtíma leigusamning um bygginguna að Suðurlandsbraut 34. Húsið, sem er um 3.100 fermetrar á sex hæðum er nú í viðamiklu endurbótaferli sem miðar að því að sérsníða það að starfsemi Travel Connect.

Framkvæmdir á húsinu koma til með að standa yfir í vetur og Travel Connect fær húsið afhent vorið 2025. Við hlökkum til að taka á móti Travel Connect á Suðurlandsbrautinni.

Sögufrægt hús
Rafmagnsveita Reykjavíkur, síðar Orkuveita Reykjavíkur, lét reisa Suðurlandsbraut 34 í upphafi 9. áratugarins. Arkitektar hússins eru Guðmundur Kr. Kristinsson og Ferdinand Alfreðsson og er húsið oft talið meðal betri dæma um vandaðan arkitektúr í Reykjavík. Orkuhúsið, fyrirtæki í heilbrigðisstarfsemi, var lengi í húsinu en eftir að sú starfsemi flutti var skrifaður nýr kafli í sögu hússins þegar Reitir lánuðu heilbrigðisyfirvöldum bygginguna árið 2020 og það varð ein aðalbækistöð heilbrigðisyfirvalda í baráttunni gegn heimsfaraldrinum.

Undanfarin ár hefur verið unnið að skipulagningu og uppbyggingu nýs borgarhverfis á Orkureitnum. Reitir leiddu skipulagsvinnuna og er skipulagið BREEAM Communities vottað sem þýðir að þriðji aðili hefur vottað gæði skipulagsins með tilliti til samfélagslegra-, umhverfislegra- og efnahagslegra gæða.

Reitir seldu byggingarheimildir á lóðinni árið 2021 og Safír fasteignir vinna nú að uppbyggingu vandaðs íbúðahverfis á Orkureitnum.

Suðurlandsbraut 34 er á Orkureitnum

Fleiri fréttir

Reitir fagna 10 ára skráningarafmæli

Starfsfólk tók á móti fulltrúum Kauphallarinnar á skrifstofu sinni og hringdi kauphallarbjöllunni við opnun markaða.

Reitir reisa hraðhleðslustöðvar í Hveragerði

Nýjar hraðhleðslustöðvar í Hveragerði eru liður í stefnu Reita að bjóða fjölbreyttar þjónustulausnir og taka virkan þátt í uppbyggingu rafhleðsluinnviða í alfaraleið.