Til baka

Reitir kaupa Urriðaholtsstræti 2 í Garðabæ

Urriðaholt 2 er tæplega 2.500 fermetra skrifstofu- og verslunarhúsnæði sem hýsir m.a. skrifstofur Bláa lónsins og Krambúðina.

Urriðaholtsstræti 2

Reitir og Urriðaholt ehf. hafa undirritað samkomulag um kaup Reita á félaginu Húsið í hverfinu ehf., sem á tæplega 2.500 fm. skrifstofu- og verslunarhúsnæði við Urriðaholtsstræti 2 í Garðabæ sem byggt var 2022. Húsnæðið hýsir m.a. skrifstofur Bláa lónsins og Krambúðina. Vegin meðallengd leigusamninga hússins er 7,4 ár.

Heildarvirði er 1.460 m.kr. og eru kaupin að fullu fjármögnuð með handbæru fé og lánsfé. Leigutekjur á ársgrunni eru um 110 m.kr. Kaupin leiða til þess að áætlaður rekstrarhagnaður (NOI) Reita hækkar um 95 m.kr. á ársgrundvelli þegar tæplega 200 fm. verslunarrými á jarðhæð hefur verið leigt út.

Áætlað er að afhending eignarinnar eigi sér stað eigi síðar en 1. september nk. Afhending mun fara fram þegar fyrirvörum um viðskiptin hefur verið aflétt en fyrirvarar eru gerðir um niðurstöður hefðbundinna áreiðanleikakannana og samþykki stjórnar Reita fasteignafélags hf. fyrir kaupunum.

Upplýsingar veita Guðni Aðalsteinsson, forstjóri, í síma 624 0000 og á gudni@reitir.is og Kristófer Þór Pálsson, framkv.stj. Fjárfestinga og greiningar í síma 659 1700 og á kristofer@reitir.is.

Fleiri fréttir

Margrét Helga Johannsdóttir - Reitir
Margrét Helga nýr forstöðumaður þjónustu hjá Reitum

Margrét mun leiða nýtt þjónustuteymi hjá Reitum

Eignaskýrsla fyrri árshelmings komin út

Í eignaskýrslu er fjallað um dreifingu tekna m.t.t. staðsetningar, tegundar húsnæðis og samsetningar leigutaka, ásamt tölulegum upplýsingum um allar fasteignir og umfjöllun um þróunareignir.

JYSK og Bónus fyrst til að tryggja sér húsnæði í Korputúni

JYSK hefur gengið frá viljayfirlýsingu við Reiti um kaup á lóðum og Bónus hefur undirritað viljayfirlýsingu um nýtt verslunarhúsnæði í hverfinu.