Til baka

Umfjölllun Viðskiptablaðsins um nýja vaxtarstefnu Reita

Forsíðufrétt Viðskiptablaðsins í dag var um stækkunaráform Reita. Við ætlum að efla þjónustu við viðskiptavini, halda áfram vexti á markaði með atvinnuhúsnæði, setja aukinn fókus á þróunarverkefnin og lítum nú einnig til vaxtar í nýjum eignaflokkum.

Guðni Aðalsteinsson

Í greininni er fjallað um nýja sýn félagsins til næstu ára sem snýr að vexti eignasafnsins um meira en 60% fyrir árslok 2028.

Guðni Aðalsteinsson, forstjóri situr fyrir svörum og útlistar aðferðirnar sem notaðar verða. Aukin áhersla á þróunarverkefni er mikilvægur vaxtarstólpi ásamt áframhaldandi vexti á núverandi markaði með atvinnuhúsnæði. Þá hafa Reitir sett sér markmið um vöxt í nýjum eignaflokkum, það er nátengt markmiði um að vera leiðandi afl í mótun samfélagsins enda einkum litið til eignaflokka þar sem þörfin í samfélaginu er mikil, svo sem í þróun hjúkrunarheimila eða lífgæðakjarna og íbúðahúsnæðis.

"Okkur langar til að byggja upp meiri þjónustu við núverandi viðskiptavini og stækka búðarborðið af þeirri þjónustu sem við bjóðum upp á. Að við séum ekki bara að kvitta undir leigusamning heldur að leyfa viðskiptavinum okkar að njóta betur þeirrar sérþekkingar sem við höfum á rekstri atvinnuhúsnæðis með því að bjóða upp á fjölþætta þjónustu, t.a.m. öryggisgæslu, eða húsvörslu, aðstoð við brunavarnir og fleira. Í tengslum við þetta erum við að byggja upp nýtt teymi undir nafninu Reitir Þjónusta sem mun einvörðungu leggja áherslu á að þjónusta viðskiptavini og að breikka búðarborðið." - Guðni Aðalsteinsson (Viðskiptablaðið 29.5.2024)

Fleiri fréttir

Ráðherra kom í heimsókn í Kringluna

Menningar - og viðskiptaráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, heimsótti Kringluna á dögunum.

Nýir stjórnendur og nýtt skipurit

Í kjölfar stefnumótunarvinnu og nýrrar stefnu um kraftmikinn vöxt á næstu árum hefur Reitir fasteignafélag innleitt nýtt skipurit. Nýju skipuriti er ætlað að efla vöxt félagsins með skýrri verkaskiptingu og skilvirkum ákvörðunartökuferlum.

Urriðaholtsstræti 2
Reitir kaupa Urriðaholtsstræti 2 í Garðabæ

Húsið var reist árið 2022 og hýsir m.a. skrifstofur Bláa lónsins og Krambúðina.