Til baka

Tilnefningarnefnd auglýsir eftir tilnefningum til stjórnar Reita

Aðalfundur Reita 2024 verður haldinn þann 6. mars 2024.

Tilnefningarnefnd

Tilnefningarnefnd Reita fasteignafélags hf. auglýsir eftir tilnefningum eða framboðum til stjórnar félagsins vegna aðalfundar sem haldinn verður 6. mars 2024. Jafnframt hvetur tilnefningarnefndin hluthafa til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við nefndina. Tilnefningarnefnd Reita fasteignafélags hf. var skipuð á aðalfundi 8. mars 2023 og er skipunartími nefndarinnar til eins árs í senn. Hlutverk nefndarinnar er að undirbúa stjórnarkjör á hluthafafundum.

Nefndina skipa:

Margret G. Flóvenz, endurskoðandi, formaður tilnefningarnefndar;

Hilmar G. Hjaltason, sérfræðingur í mannauðsmálum;

Berglind Ósk Guðmundsdóttir, ráðgjafi.

 

Starfsreglur tilnefningarnefndar má sjá hér.

 

Framboðsfrestur

Almennur framboðsfrestur til stjórnar samkvæmt samþykktum Reita fasteignafélags hf. er sjö dögum fyrir aðalfund. Hyggist fleiri bjóða sig fram til stjórnar en þeir sem tilnefningarnefnd gerir tillögu um skulu þeir tilkynna um framboð sitt a.m.k. sjö sólarhringum fyrir aðalfund.

Form framboðs til stjórnar má finna hér.

 

Umfjöllun tilnefningarnefndar

Í því skyni að fá umfjöllun tilnefningarnefndar um tilnefningar og framboð til stjórnar skal erindi berast nefndinni eigi síðar en 31. janúar 2024. Er áhugasömum bent á að fylla út neðangreint form til umfjöllunar tilnefningarnefndar og senda nefndinni.

Form til umfjöllunar tilnefningarnefndar má finna hér.

 

Farið verður með allar persónuupplýsingar sem tilnefningarnefnd berast sem trúnaðarmál. Tillaga nefndarinnar um val á stjórnarmönnum verður birt samhliða boðun aðalfundar eða í síðasta lagi þremur vikum fyrir aðalfund. Önnur framboð verða birt sex sólarhringum fyrir aðalfund. Einstaklingur sem nefndin gerir ekki tillögu um sem stjórnarmann í félaginu getur ávallt gefið kost á sér í stjórnina með því að skila inn formi framboðs til stjórnar innan hins almenna framboðsfrests, þ.e. sjö sólarhringum fyrir aðalfund.

 

Netfang nefndarinnar er tilnefningarnefnd@reitir.is

 

Tilnefningarnefnd Reita fasteignafélags hf.

Fleiri fréttir

JYSK og Bónus fyrst til að tryggja sér húsnæði í Korputúni

JYSK hefur gengið frá viljayfirlýsingu við Reiti um kaup á lóðum og Bónus hefur undirritað viljayfirlýsingu um nýtt verslunarhúsnæði í hverfinu.

Jóhanna B. Hansen sviðsstjóra Umhverfissviðs Mosfellsbæjar, Birgir Þór Birgisson framkvæmdastjóri Þróunar hjá Reitum, Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Mosfellsbæjar, Guðni Aðalsteinsson forstjóri Reita, Ingveldur Ásta Björnsdóttir framkvæmdastjóri Viðskiptavina hjá Reitum og Katrín Dóra Þorsteinsdóttir starfandi deildarstjóri Eignasjóðs Mosfellsbæjar
Gatnagerð hafin í Korputúni

Tvö stór fyrirtæki a smásölumarkaði hafa tryggt sér samtals um 20 þúsund fermetra húsnæði a svæðinu.

Sigurlaug og Kristjana taka á móti viðurkenningu Reita sem fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum 2023-2024
Reitir framúrskarandi fyrirtæki í góðum stjórnarháttum

Viðurkenninguna veittu Stjórnvísi, Viðskiptaráð, Samtök atvinnu­lífsins og Nasdaq Iceland.