Til baka

Þrjú stærstu merkjavöru outlet landsins opna í endurnýjuðum Holtagörðum

25 október 2023

Þrjár stærstu merkjavöru outlet verslanir landsins opna í endurnýjuðum Holtagörðum á morgun, 26. október

NTC, S4S og Föt og skór standa að baki nýju verslununum sem eru alls um 4.500 fermetrar. Í fyrsta sinn á Íslandi geta þau sem vilja vandar merkjavörur á lægra verði fundið allt á einum stað hvort sem leitað er að skóm, tískuvörum, íþróttafatnaði eða útivistarflíkum.

  • F&S outlet byggir á grunni Herralagersins en í nýrri fjórfalt stærri verslun verður tískufatnaður fyrir alla fjölskylduna frá Boss búðinni, Collections, Englabörnunum, Mathildu, Hanz og Herragarðinum.
  • Outlet 10 er ný verslun frá NTC með tískuvörur frá Companys, Evu, GK Reykjavík, Galleri Sautján, GS skóm, Smash Urban, Kultur, Kultur menn og Karakter konur.
  • S4S Premium Outlet er ný verslun sem sameinar Toppskóinn Outlet og Toppskóinn Markað með skó ásamt íþrótta- og útivistarvörum fyrir alla fjölskylduna frá Air, Ecco, Ellingsen, Kaupfélaginu, Skechers og Steinar Waage.

„Nýju outlet verslanirnar gefa Holtagörðum sérstöðu sem fyrsti outlet áfangastaðurinn á Íslandi. Verslanirnar eru virkilega flottar í sérsniðnu endurnýjuðu húsnæði. Nú geta gestir í Holtagörðum fundið þar föt, skó og íþróttavörur fyrir alla fjölskylduna, allt sem þarf fyrir fallegt heimili og verslað í matinn í leiðinni. " - Kristjana Ósk Jónsdóttir, markaðsstjóri Reita.

Í júlí s.l. opnaði ný Bónus verslun í Holtagörðum sem er tvöfalt stærri en eldri verslun sem þar var. Aðrar verslanir í Holtagörðum eru Fakó, Dorma, Dýraríkið og Bakarameistarinn. Reebok Fitness er á sínum stað og á næstu vikum opnar verslunin Partyland með allt sem þarf til að halda gott partý.

Nánar á holtagardar.is

Fleiri fréttir

Tilnefningarnefnd auglýsir eftir tilnefningum til stjórnar Reita

Aðalfundur Reita 2025 verður haldinn þann 2. apríl 2025.

Viðtal við skipulagshönnuð 1. áfanga Kringlusvæðis og niðurstöður samráðs

Ítarlegt íbúasamráð er hluti vinnu vegna BREEAM vistvottunar skipulagsins

Sterkur rekstur á fyrstu níu mánuðum ársins

Góður gangur var á vegferð félagsins í átt að vexti og félagið hefur fjárfest vel umfram sett markmið í arðsömum fasteignakaupum og uppbyggingarverkefnum.